Skip to main content

Á ég rétt á veikindaleyfi frá vinnu?

Veikindaréttur þinn fer eftir því hversu lengi þú hefur starfað á núverandi vinnustað og eftir gildandi kjarasamningi hverju sinni. Tveimur vikum áður en launagreiðslum lýkur þarftu að sækja um sjúkradagpeninga í sjúkrasjóð stéttafélags þíns og einnig til Sjúkratrygginga Íslands. Þegar greiðslur sjúkradagpeninga falla niður getur þú sótt um endurhæfingar- eða örorkulífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins og örorkugreiðslur úr þínum lífeyrissjóði. Ef þú ert orðinn vinnufær á ný og án atvinnu getur þú sótt um framfærslu hjá félagsþjónustu sveitarfélaga.
Greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga geta varað í allt að eitt ár og næsta skref getur verið endurhæfingarlífeyrir frá Tryggingastofnun ríkisins. Ef þú ert óvinnufær lengur geturðu sótt um tímabundna örorku.

Það er mikilvægt að sækja tímanlega um sjúkradagpeninga og lífeyrisgreiðslur því það getur tekið 1-2 mánuði að afgreiða umsókn um endurhæfingarlífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins og 2-3 mánuði að afgreiða umsókn um örorkumat hjá Tryggingastofnun ríkisins og lífeyrissjóðum eftir að umsóknir og viðeigandi gögn hafa borist viðkomandi stofnun. Sé ekki sótt um tímanlega getur fólk lent í því að vera tekjulaust í einhvern tíma eftir að greiðslur úr sjúkrasjóði falla niður.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu