Kraftur starfrækir ýmsa stuðningshópa þar sem einstaklingar koma reglulega saman og ræða opinskátt um veikindin og áhrif þeirra á lífið og tilveruna.  Hóparnir eru undir handleiðslu fagaðila. Stuðningshópar eru starfræktir á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri.

Stuðningshóparnir eru eftirfarandi:

AðstandendaKraftur: Stuðningshópur fyrir aðstandendur sem eiga ástvin sem greinst hefur með krabbamein. Hópurinn hittist einu sinni í mánuði  í húsnæði Krafts að Skógarhlíð 8

NorðanKraftur: Stuðningshópur fyrir ungt fólk á aldrinum 18-40 ára sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Hópurinn er starfræktur frá Akureyri. Hópurinn er samstarfsverkefni Krabbameinsfélags Akureyrar og Krafts.

StelpuKraftur: Stuðningshópur fyrir stelpur á aldrinum 18-40 ára sem greinst hafa með krabbamein. Hópurinn hittist aðra hverja viku í senn. Umsjón með hópnum hefur,  Hulda Hjálmarsdóttir, starfsmaður og félagsmaður hjá Krafti.

StrákaKraftur: Stuðningshópur fyrir stráka á aldrinum 18-40 ára sem greinst hafa með krabbamein. Umsjón með hópnum hefur, Þorri Snæbjörnsson, umsjónarmaður stuðningsnetsins.