FítonsKraftur er vettvangur fyrir félagsmenn okkar, krabbameinsgreinda og aðstandendur, til að stunda hreyfingu og útivist og stuðla þannig að bættri heilsu og vellíðan okkar félagsmanna. FítonsKraftur starfar í formi, námskeiða, viðburða, fjarþjálfunar og útivistar.
Umsjónarmaður FítonsKrafts er Atli Már Sveinsson íþróttafræðingur.
Námskeið
Boðið verður upp á 2-3 námskeið á önn sem standa yfir 6-8 vikur í senn.
Námskeið í boði hausthönn 2022
Fyrstu skrefin í ræktinni – 8 vikna námskeið
- Þjálfari: Atli Már Sveinsson.
- Tímabil: 30. ágúst til 20. október
- Frekari upplýsingar og skráning hér.
Skriðsundsnámskeið – 5 vikna námskeið
- Þjálfari: Atli Már Sveinsson.
- Tímabil: 1. nóvember til 6. desember
- Frekari upplýsingar og skráning hér.
Staðfestingargjald er 3.500 krónur fyrir námskeið að öllu jöfnu önnur iðkun er félagsmönnum að kostnaðarlausu.