FítonsKraftur er vettvangur fyrir félagsmenn okkar, krabbameinsgreinda og aðstandendur, til að stunda hreyfingu og útivist og stuðla þannig að bættri heilsu og vellíðan okkar félagsmanna. FítonsKraftur starfar í formi, námskeiða, viðburða, fjarþjálfunar og útivistar.

Umsjónarmaður FítonsKrafts er Atli Már Sveinsson íþróttafræðingur.

Viðburðir

Haldnir verða mánaðarlegir viðburðir í formi hreyfingar og útivistar til að kynnast fjölbreyttri hreyfingu. Viðburðir eru auglýstir í byrjun hvers mánaðar. Sjá nánar hér.

Fjarþjálfun

Fjarþjálfun FítonsKrafts hentar þeim sem geta æft sjálfstætt eftir æfingaprógrammi og undir leiðsögn frá sérmenntuðum þjálfara.  Fjarþjálfun er fyrir þá sem vilja æfa í sinni líkamsræktarstöð eða fyrir þá sem vilja æfa sjálfir heima og hentar einnig vel þeim sem búa út á landi. Sjá nánar hér.

Útivist

Í hverjum mánuði leggur gönguhópurinn „Að klífa brattann“ land undir fót og fer í göngu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Sjá nánar hér.

Allar frekari upplýsingar um starfsemi hópsins er að finna á Facebookhóp FítonsKrafts.