AðstandendaKraftur er stuðningshópur fyrir aðstandendur sem eiga ástvin sem greinst hefur með krabbamein.

Þegar einhver í kringum þig er með krabbamein er það mikið áfall og getur kallað á ýmsar spurningar. Ef þú ert maki eða náinn aðstandandi getur það haft í för með sér verulegar breytingar á þínu lífi. Þá getur verið gott að hitta aðra í sambærilegum sporum sem deila svipaðri reynslu.

Umsjón með hópnum hefur, Guðlaug Ragnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi sem hefur einnig reynslu af því að hafa sjálf greinst með krabbamein.

Hópurinn hittist tvisvar sinni í mánuði alla jafna í húsnæði Krafts að Skógarhlíð 8. Frekari tímasetningu má sjá undir viðburðir.

„Þú áttar þig á hvað litlu hlutirnir skipta miklu máli þegar svona veikindi steðja að. Bara það að geta vaknað saman á morgnana og fara sama að sofa á kvöldin skiptir miklu máli“

30 ára eiginmaður konu sem greinst hefur tvisvar með krabbamein