StelpuKraftur er stuðningshópur fyrir ungar konur á aldrinum 18 til 40 ára sem greinst hafa með krabbamein.

Þegar maður er ungur og greinist með krabbamein er svo gott að geta hitt jafningja í sömu sporum, deila reynslu og fá stuðning frá hvor öðrum. Einstaklinga sem hafa skilning sem einungis fæst með því að upplifa hlutina sjálfur.

Hópurinn hittist annan hvern miðvikudag kl 18:00. Dagskrá og staðsetning má sjá undir viðburðir. 

Umsjón með hópnum hefur Linda Sæberg, stjórnarmeðlimur og félagsmaður hjá Krafti.

„Þegar ég hafði samband við Kraft kom til mín ung kona sem hafði gengið í gegnum meðferð við samskonar krabbameini og ég er með. Það var eitthvað svona ,hallelúja móment’ fyrir mig. Mér fannst ég geta skriðið út úr hellinum og séð ljósið í gangnamunanum og að ég gæti mögulega gert þetta, ég gæti mögulega komist í gegnum þetta“

32 ára ung kona með eitlakrabbamein