StelpuKraftur er stuðningshópur fyrir ungar konur á aldrinum 18 til 40 ára sem greinst hafa með krabbamein.
Þegar maður er ungur og greinist með krabbamein er svo gott að geta hitt jafningja í sömu sporum, deila reynslu og fá stuðning frá hvor öðrum. Einstaklinga sem hafa skilning sem einungis fæst með því að upplifa hlutina sjálfur.
Hópurinn hittist annan hvern mánudag klukkan 20:00. Dagskrá og staðsetning má sjá undir viðburðir.
Umsjón með hópnum hefur Linda Sæberg, stjórnarmeðlimur og félagsmaður hjá Krafti.