Skip to main content

LÍFSKRAFTUR – FRÆÐSLA

Árlega greinast hér á landi um 1.600 manns með krabbamein og þar af eru 70 manns á aldrinum 18-40 ára. Eðlilega vakna upp óteljandi spurningar þegar fólk greinist með krabbamein. Hér á fræðsluvef Krafts geturðu leitað þér að alls konar fræðslu og upplýsingum um krabbamein og málefni tengd því. Hvert þú getur leitað varðandi réttindi þín og annað því tengt. Fræðsluvefurinn okkar er byggður á bókinni LífsKrafti – Fokk ég er með krabbamein sem félagið gefur út.

Ef þú finnur ekki svör við spurningum þínum endilega sendu okkur þá fyrirspurn undir aðsendar spurningar og við svörum spurningunni þinni eins skjótt og auðið er.

Við viljum halda fræðsluvefnum okkar lifandi svo nú er bara um að gera að fræðast og spyrja.

Hér getur þú leitað

Ég var að greinast með krabbamein - hvað nú?

Viðbrögð fólks sem greinist með krabbamein eru mjög mismunandi. Hver og einn bregst við á sinn hátt. Öllum er mjög brugðið. Margir fá áfall og fyllast reiði og sorg. Sumir missa allan mátt og finna til dofa meðan aðrir taka fréttunum með meiri ró. Flestir upplifa samt öryggisleysi og vanmátt eftir greiningu. Allir upplifa bæði góða og slæma daga. Sumir dagar einkennast af bjartsýni og baráttuvilja, aðrir af vonleysi og depurð. Það eru eðlileg viðbrögð. En það getur engu að síður verið erfitt að takast á við slæmu dagana. Sumir draga sig í hlé og kjósa einveruna og það getur líka verið gott að eiga stund með sjálfum sér og hugsunum sínum. Ef þær stundir verða allsráðandi er mikilvægt að rjúfa þá einangrun og tala við aðra.
 • Gott er að tala við þá ástvini sem þekkja þig vel. Þeir eru góður stuðningur.
 • Talaðu við hjúkrunarfræðing og lækni. Þeir þekkja veikindasögu þína.
 • Talaðu við aðra sem hafa fengið krabbamein. Þeir skilja hvað þú ert að ganga í gegnum. Kraftur býður til dæmis upp á stuðningsnet þar sem fólk sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu veitir jafningjastuðning.
 • Talaðu við fagaðila hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Þeir geta hjálpað þér með ýmsar spurningar og aðstoðað þig á ýmsan máta. Þar eru meðal annars hjúkrunarfræðingar, sálfræðingur, félagsráðgjafar og kynfræðingur.
Viðbrögð fólks sem greinist með krabbamein eru mjög mismunandi. Hver og einn bregst við á sinn hátt. Öllum er mjög brugðið. Margir fá áfall og fyllast reiði og sorg. Sumir...
Lesa meira

Hver eru viðbrögðin við andlegu áfalli?

Hugtakið áfall er skilgreint sem „atburður sem hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir eigin velferð/öryggi, eða velferð/öryggi nánustu ástvina”.

Algeng viðbrögð við áföllum eru eftirfarandi:

 • Óeðlileg þreyta
 • Skortur á einbeitingu
 • Svefnörðugleikar
 • Tilfinningasveiflur
 • Minnisleysi
 • Kvíði
 • Angist
 • Óöryggi
 • Eirðarleysi
 • Reiði
 • Tilhneiging til einangrunar
Hugtakið áfall er skilgreint sem „atburður sem hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir eigin velferð/öryggi, eða velferð/öryggi nánustu ástvina”. Algeng viðbrögð við áföllum eru eftirfarandi: Óeðlileg þreyta Skortur...
Lesa meira

Ég er með krabbamein - hvað á ég að borða?

Krabbamein getur valdið breytingum á næringarástandi til dæmis vegna minni matarlystar og breytts bragðskyns. Þú gætir því þurft að neyta meiri orku í minna magni af mat. Heilsusamlegt mataræði er oft skilgreint sem dagleg neysla á ávöxtum, grænmeti og heilkornum, hófleg neysla á kjöti og mjólkurafurðum og lítil neysla á mettaðri fitu, sykri og salti. Fólk með krabbamein hefur aukna þörf fyrir prótein og orku í sínu fæði en hversu mikið þörfin eykst er einstaklingsbundið og fer eftir tegund krabbameins og áhrifum á líkamann. Margir telja kolvetnasnautt mataræði (keto) geti haft áhrif á þróun krabbameinsfruma. Það er ekkert sem mælir gegn því að þú prófir þig áfram í mataræðinu en gott er að gera það í samráði við lækninn þinn eða næringarráðgjafa.
Krabbamein getur valdið breytingum á næringarástandi til dæmis vegna minni matarlystar og breytts bragðskyns. Þú gætir því þurft að neyta meiri orku í minna magni af mat. Heilsusamlegt mataræði er...
Lesa meira

Hvað segir Google?

Það eru bæði kostir og gallar við það að leita þekkingar og upplýsinga á Internetinu. Ef þú ákveður að leita upplýsinga um sjúkdóminn þinn og meðferð við honum vertu þá viss um að það sem þú lest sé eitthvað sem þú getur treyst.

Kostir:

Á vefnum er hægt að finna uppfærðar upplýsingar um mismunandi krabbameinssjúkdóma og krabbameinsmeðferðir. Athugaðu vel hvort það liggja vísindalegar rannsóknir að baki staðhæfinga. Þú getur meðal annars lesið sögur annarra sem gengið hafa í gegnum það sama og e.t.v. getur það gefið þér von og hvatningu.

Ókostir:

Þú getur ekki treyst því að allt sé satt og rétt sem þú finnur á netinu. Það sem þú lest getur gefið þér falskar vonir eða óþarfa áhyggjur.  Það geta komið fyrir mismunandi hugtök og merkingar sem getur verið erfitt að skilja auk þess sem þú getur auðveldlega misskilið þau. Það má finna ýmsar „kraftaverkasögur“ af „undralyfjum“ sem sagt er að lækni krabbamein en eiga ekki við vísindaleg rök að styðjast. Treystu ekki öllu því sem sagt er á netinu. Ef þú ert í vafa spurðu lækninn þinn.
Það eru bæði kostir og gallar við það að leita þekkingar og upplýsinga á Internetinu. Ef þú ákveður að leita upplýsinga um sjúkdóminn þinn og meðferð við honum vertu þá...
Lesa meira

Mun ég deyja?

Krabbamein er ekki dauðadómur. Í dag eru mun fleiri en áður sem læknast af krabbameini og fjölmargir sem lifa mjög lengi með ólæknandi krabbamein. Við greiningu getur enginn sagt til um það hvort þú munir deyja af völdum krabbameinsins eða hversu langan tíma þú átt eftir.

Staðreyndir tala sínu máli.

 • Árlega greinast að meðaltali um 70 manns á aldrinum 18-40 ára með krabbamein hér á landi.
 • Allt að 90% þeirra lifa lengur en fimm ár.
 • Nú eru á lífi um 15.000 manns sem greinst hafa með krabbamein.
Krabbamein er ekki dauðadómur. Í dag eru mun fleiri en áður sem læknast af krabbameini og fjölmargir sem lifa mjög lengi með ólæknandi krabbamein. Við greiningu getur enginn sagt til...
Lesa meira

Mun ég missa útlim eða mun líkaminn minn breytast?

Þú gætir orðið fyrir því að missa útlim til dæmis hendi eða fót. Þú getur einnig misst brjóst eða eista. Það er ekkert til að skammast sín fyrir. Það er engin ástæða til að fara í felur og til eru alls kyns ráð og hjálpartæki til að auðvelda þér lífið. Mundu að þetta var leiðin til að sigrast á krabbameininu. Það getur tekið þig langan tíma að aðlagast breyttum líkama og það er mjög mismunandi eftir einstaklingum hversu langan tíma það tekur. Þess vegna Afleer ekki til neitt einfalt ráð við hvernig þú tekst á við þetta. Hins vegar borgar sig alltaf að deila reynslunni með ástvinum eða öðrum sem gengið hafa í gegnum svipaða reynslu. Aðrir þættir geta líka haft áhrif á sjálfsmynd krabbameinsgreindra eins og til dæmis ófrjósemi og skert kyngeta
Þú gætir orðið fyrir því að missa útlim til dæmis hendi eða fót. Þú getur einnig misst brjóst eða eista. Það er ekkert til að skammast sín fyrir. Það er...
Lesa meira

Fæ ég ör?

Allar skurðaðgerðir skilja eftir sig ör. Læknar reyna allt hvað þeir geta til að örin séu sem minnst áberandi en mundu að örið þitt er vitnisburður um sigur þinn. Kíktu á #shareyourscar á samfélagsmiðlum en Kraftur hefur staðið fyrir árveknisherferð til að sýna fram á að örin séu ekki eitthvað til að skammast okkar fyrir heldur marka þau sigrana okkar.
Allar skurðaðgerðir skilja eftir sig ör. Læknar reyna allt hvað þeir geta til að örin séu sem minnst áberandi en mundu að örið þitt er vitnisburður um sigur þinn. Kíktu...
Lesa meira

Mun ég þyngjast eða léttast?

Algengur fylgikvilli krabbameinsmeðferða er að fólk léttist en sum lyf gera það að verkum að þú þyngist, til dæmis vegna inntöku steralyfja. Geislameðferð sem slík hefur yfirleitt ekki áhrif á líkamsþyngd. Hafðu samráð við lækni eða næringarfræðing um mataræði þitt á meðan á meðferð stendur.
Algengur fylgikvilli krabbameinsmeðferða er að fólk léttist en sum lyf gera það að verkum að þú þyngist, til dæmis vegna inntöku steralyfja. Geislameðferð sem slík hefur yfirleitt ekki áhrif á...
Lesa meira

Mun ég missa hárið?

Algengasti fylgikvilli lyfjameðferðar er hármissir. Þá er ef til vill tækifæri að prófa nýjar klippingar, litun eða stytta hár þitt í þrepum. Reyndu að nálgast hármissinn á jákvæðan hátt til dæmis er hægt að eiga góða stund með vinum og fjölskyldu þegar hárið er endanlega látið fjúka. Þá má líta á það sem tækifæri að geta valið úr ólíkum hárkollum, höfuðfötum og klútum. Það er gott fyrir sjálfstraustið að líta vel út miðað við aðstæður. Hugsaðu því vel um þig. Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins, Ljósið og aðrir bjóða upp á námskeið þar sem veitt er fræðsla um ýmislegt varðandi útlitið, svo sem umhirðu húðar, hárs, förðun og fleira. Margir láta húðflúra á sig augabrúnir. Athugaðu að þú þarft að gera það áður en þú hefur meðferð vegna hættu á sýkingu.
Algengasti fylgikvilli lyfjameðferðar er hármissir. Þá er ef til vill tækifæri að prófa nýjar klippingar, litun eða stytta hár þitt í þrepum. Reyndu að nálgast hármissinn á jákvæðan hátt til...
Lesa meira

Mun útlit mitt breytast?

Krabbamein og krabbameinsmeðferðir geta haft áhrif á líkama, útlit og sjálfsmynd. Það getur verið erfitt að aðlagast breyttum líkama og fyrir suma getur það tekið langan tíma. Það er einnig mjög einstaklingsbundið hvernig tekist er á við þetta og því ekkert eitt einfalt ráð til. Það getur því reynst vel að deila reynslu sinni með öðrum eins og til dæmis stuðningsfulltrúum í Stuðningsneti Krafts. Sumar breytingar á líkamanum eru varanlegar en aðrar ekki en eitthvað af neðangreindu gæti hent þig:
 • Hármissir
 • Þyngdartap eða þyngdaraukning
 • Að fá ör eftir skurðaðgerðir
 • Fá vökvasöfnun eða bjúg
 • Fá húðslit
 • Fá þurrk og særindi í slímhúð
 • Fá sogæðabjúg
 • Verða fyrir útlimamissi
 • Missa brjóst eða eista
 • Fá munnþurrk og tannskemmdir
 • Fá breytta rödd
 • Fá stóma
Krabbamein og krabbameinsmeðferðir geta haft áhrif á líkama, útlit og sjálfsmynd. Það getur verið erfitt að aðlagast breyttum líkama og fyrir suma getur það tekið langan tíma. Það er einnig...
Lesa meira

Hvað get ég gert til að forðast vandræðaleg augnablik?

 • Hreinskilni borgar sig. Segðu frá hlutunum eins og þeir eru. Ef þú vilt ekki segja frá segðu það þá.
 • Þú velur hvort þú ferð ítarlega út í að ræða hvernig krabbamein þú ert með og hvaða meðferðir eru í boði en eitt er víst að þau sem eru náin þér vilja fá upplýsingar.
 • Ef þú finnur fyrir að ættingjar og vinir verði vandræðalegir þegar þeir hitta þig brjóttu þá ísinn og talaðu um veikindin því margir óttast viðbrögð þín við spurningum.
 • Segðu fólki að það megi spyrja. Ef það spyr óþægilegra spurninga þá segir þú þeim það.
 • Sumir velja að skrifa um reynslu sína á samfélagsmiðlum eða bloggum og vísa í það ef fólk spyr um líðan og meðferð.
Hreinskilni borgar sig. Segðu frá hlutunum eins og þeir eru. Ef þú vilt ekki segja frá segðu það þá. Þú velur hvort þú ferð ítarlega út í að ræða hvernig...
Lesa meira

Hvað greinast margir með krabbamein á Íslandi á ári?

Árlega greinast hér á landi um 1.600 manns með krabbamein og þar af eru um 70 manns á aldrinum 18-40 ára.
Árlega greinast hér á landi um 1.600 manns með krabbamein og þar af eru um 70 manns á aldrinum 18-40 ára.
Lesa meira

Hvernig segi ég frá því að ég sé með krabbamein?

Sumir hafa þörf á að segja öllum að þeir séu með krabbamein. Aðrir líta á veikindin sem sitt einkamál og vilja ekki deila reynslu sinni með of mörgum. Það er engin ein rétt leið. Margir kvíða viðbrögðum annarra enda eru þau afar mismunandi. Sumir fyllast vorkunnsemi og láta í ljós samúð sína á meðan aðrir halda uppörvandi ræðu og segja reynslusögur af ættingjum og góðvinum. Margir deila alls konar ráðum í baráttunni við krabbameinið. Enn aðrir hreinlega þagna og vita ekkert hvað þeir eiga að segja, verða vandræðalegir og láta frá sér vanhugsaðar spurningar og athugasemdir. Að baki alls þessa er þó góður hugur og mundu að margir vita hreinlega ekki hvernig þeir eiga að bregðast við.
Sumir hafa þörf á að segja öllum að þeir séu með krabbamein. Aðrir líta á veikindin sem sitt einkamál og vilja ekki deila reynslu sinni með of mörgum. Það er...
Lesa meira

Er sálfræðingur eitthvað fyrir mig?

Margir telja enga ástæðu til að fara til sálfræðings og hugsa jafnvel með sér að þeir geti alveg eins talað við ættingja eða vini. Hins vegar er staðreynd að flestir sem hafa farið til sálfræðings segjast hafa haft gagn af því. Sumir setja fyrir sig kostnaðinn en víða er hins vegar boðið upp á endurgjaldslausa sálfræðiþjónustu.
Margir telja enga ástæðu til að fara til sálfræðings og hugsa jafnvel með sér að þeir geti alveg eins talað við ættingja eða vini. Hins vegar er staðreynd að flestir...
Lesa meira

Hvernig er niðurgreiðsla á frjósemismeðferðum?

Sjúkratryggingar Íslands greiða 65% af þeim kostnaði sem felst í eftirfarandi frjósemisverndandi úrræðum:
 • Eggheimtu og frystingu eggfruma.
 • Þýða og frjóvga egg.
 • Ástungu á eista og frystingu sáðfruma
 • Geymslu á frystum fósturvísum, eggfrumum og sáðfrumum.
Þetta greiðsluhlutfall Sjúkratrygginga Íslands miðast EINUNGIS við konur og karla með yfirvofandi ófrjósemisvandamál sem gætu komið vegna lyfjameðferðar, geislameðferðar eða beinmergsflutnings sem nú þegar hefur ekki átt sér stað (eftir 2019). Breyting varð á reglugerðinni um áramótin 2019 og gildir nú fyrir barnlaus pör og einhleypar konur sem og pör og einhleypar konur sem eiga barn fyrir sem áður fengu enga niðurgreiðslu. Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða  5% af fyrsta skipti í glasafrjóvgun (IVF) og smásjárfrjóvgun (ICSI) en 30% af öðru skipti. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Krafti. Hér er hægt að lesa nánar um reglugerðina hjá Sjúkratryggingum Íslands en það skal ítrekað að ef gjaldskrá Livio ber ekki saman við gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, gildir gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands. Sjá gjaldskrá Livio hér.
Sjúkratryggingar Íslands greiða 65% af þeim kostnaði sem felst í eftirfarandi frjósemisverndandi úrræðum: Eggheimtu og frystingu eggfruma. Þýða og frjóvga egg. Ástungu á eista og frystingu sáðfruma Geymslu á frystum...
Lesa meira

Tékklisti - Hvað þarf ég að vita eftir að ég greinist með krabbamein?

Það eru ýmsar spurningar sem koma upp í huga manns eftir að maður greinist með krabbamein. Við í Krafti gerum okkur grein fyrir því að oft er erfitt að vita hvað maður á að spyrja lækninn um og jafnvel muna hvaða svör hann gaf. Þess vegna getur verið gott að taka upp samtalið og hlusta á það seinna eða taka einhvern með sér í viðtalið. Kraftur hefur gefið út Tékklista til að auðvelda fólki að fara yfir þá punkta sem gott er að spyrja um. Þú getur nálgast listann hjá Krafti en spurningarnar eru hér að neðan:
 • Hvaða tegund af krabbameini er ég með?
 • Hvaða meðferð hentar mér best? Eru einhverjir fleiri meðferðarmöguleikar í boði?
 • Er tilgangur meðferðarinnar að ég geti lifað með sjúkdómnum eða til að lækna hann?
 • Hvernig veit ég hvort meðferðin skilar árangri? Hvernig er árangurinn mældur?
 • Hvaða mismunandi aukaverkanir geta komið fram? Er eitthvað sem ég get gert til að draga úr eða forðast aukaverkanir?
 • Er eitthvað sem ég þarf að gera áður en meðferð hefst t.d. að fara til tannlæknis og láta taka út tannheilsu mína eða fara í húðflúr á augabrúnum og þess háttar?
 • Getur meðferðin valdið ófrjósemi? Eru einhverjar aðgerðir sem ég eða maki minn eigum kost á áður en lyfjameðferð hefst t.d. eggheimta eða frystingu sæðis?
 • Hvernig lítur meðferðaráætlunin mín út? Get ég fengið hana skriflega? Hvenær mun meðferð byrja og hversu lengi varir hún?
 • Get ég fengið endurhæfingaráætlun og hver aðstoðar mig varðandi það?
 • Hvað geri ég ef ég vil fá álit annars læknis?
 • Hvert get ég farið eða hringt eftir venjulegan opnunartíma ef mér líður illa á meðan á veikindunum stendur?
 • Hvaða hjúkrunarfræðingur er tengiliður minn og hvernig næ ég í hann?
 • Hvernig kemst ég í samband við lækninn minn utan bókaðra viðtalstíma?
 • Hvernig mun meðferðin hafa áhrif á mitt daglega líf? Mun ég geta haldið áfram að vinna eða stunda nám?
 • Má ég vera nálægt fólki, börnum eða barnshafandi konum eftir að ég hef fengið krabbameinslyf eða farið í geisla?
 • Má ég stunda kynlíf þegar ég er í meðferð?
 • Hvert get ég leitað út af réttindum mínum (veikindaréttur, sjúkradagpeningar, endurhæfingarlífeyrir o.þ.h.)? Hvar get ég fundið frekari upplýsingar og getur einhver hjálpað mér?
 • Má ég æfa meðan ég er í meðferð? Er eitthvað sem ég má ekki borða eða gera á meðan á meðferð stendur?
 • Get ég fengið sálrænan stuðning hjá ráðgjafa eða sálfræðingi? Hvar get ég fengið sálfélagsstuðning eins og jafningjastuðning? Geta aðstandendur mínir fengið stuðning?
 • Hvernig segi ég börnunum mínum þetta, hvert get ég leitað til að fá aðstoð með það?
Það eru ýmsar spurningar sem koma upp í huga manns eftir að maður greinist með krabbamein. Við í Krafti gerum okkur grein fyrir því að oft er erfitt að vita...
Lesa meira

Má ég stunda kynlíf þegar ég er í meðferð?

Já, þú mátt stunda kynlíf því krabbamein er ekki smitandi. En athugaðu að kynlíf er meira en samfarir og þó þú getir ekki stundað hefðbundið kynlíf þá er öll snerting og nánd afar mikilvæg. Geislameðferð virkar einungis á þann stað sem er geislaður og geislunin hvorki smitast né kemst milli ástvinar eða maka á neinn hátt. Hjá einstaklingum sem fá meðferð með geislavirku joði eða innri geislameðferð gilda ákveðnar reglur meðan á meðferð stendur. Krabbameinslyf berast heldur ekki milli fólks hins vegar má finna vott af niðurbrotsefnum í legslímshúð og sæðisvökva og því mælt með að fólk noti smokka við samfarir ef liðnir eru minna en 48 tímar frá lyfjagjöf. Spurðu hjúkrunarfræðinginn eða lækninn um þína lyfjameðferð og smokkanotkun. Krabbamein og þær meðferðir sem beitt er til að bola því burt hafa mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Það er þekkt að krabbamein hefur oft í för með sér afleiðingar svo sem minnkaða kynlöngun, risvandamál, sársauka við samfarir og neikvæðari líkamsímynd. Kynlíf fólks er fjölbreytt og fullorðnir stunda sjaldan kynlíf sem snýst bara um eina athöfn. Þó samfarir séu algengur partur af kynlífi þá inniheldur ekki allt kynlíf samfarir.
Já, þú mátt stunda kynlíf því krabbamein er ekki smitandi. En athugaðu að kynlíf er meira en samfarir og þó þú getir ekki stundað hefðbundið kynlíf þá er öll snerting...
Lesa meira

Ég þarf að leggjast inn á spítala - hvað hefur það í för með sér?

Þegar þú leggst inn á spítala eða byrjar meðferð liggur fyrir ákveðin meðferðaráætlun. Sem sjúklingur getur þú aukið öryggi þitt og þeirrar þjónustu sem þér er veitt á spítalanum með því að vera virkur og upplýstur aðili að meðferðarferli þínu.
Þegar þú leggst inn á spítala eða byrjar meðferð liggur fyrir ákveðin meðferðaráætlun. Sem sjúklingur getur þú aukið öryggi þitt og þeirrar þjónustu sem þér er veitt á spítalanum með...
Lesa meira

Spurðu spurninga og vertu viss

Vertu viss um að þú vitir allt um meðferð þína og spurðu lækninn þinn, hjúkrunarfræðing eða annan heilbrigðisstarfsmann. Það er mikilvægt að þú:
 • Veitir réttar upplýsingar um heilsu þína og meðferð, til dæmis varðandi lyf sem þú ert að taka inn.
 • Spyrjir spurninga og sért viss um að þú hafir réttan skilning á ástandi þínu. Mikilvægt er að hika ekki við að spyrja þeirra spurninga sem leita á huga þinn og góð regla er að spyrja frekar of margra spurninga en of fárra.
 • Að þú þekkir lyfin þín. Mikilvægt er að þú fylgir leiðbeiningum varðandi lyfjatöku. Röng lyfjameðferð getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.
Vertu viss um að þú vitir allt um meðferð þína og spurðu lækninn þinn, hjúkrunarfræðing eða annan heilbrigðisstarfsmann. Það er mikilvægt að þú: Veitir réttar upplýsingar um heilsu þína og...
Lesa meira

Kannabis

Í umræðunni um verkjastillandi úrræði er oft bent á kannabis en þess má geta að það er leyfilegt í lækningaskyni í sumum löndum þótt hér á landi sé það ólöglegt. Kannabis getur dregið úr ógleði, aukið matarlyst og dregið úr taugaverkjum. Hins vegar geta aukaverkanir kannabis verið sljóleiki, svimi, þunglyndi, munnþurrkur og hjartsláttartruflanir. Þetta á við um bæði kannabisplöntuna sem og kannabisolíuna. Athugaðu að kannabis getur verið ávanabindandi og langtímaneysla eykur líkur á geðrofi. Á vef Landlæknisembættisins má finna frekari upplýsingar um kannabis.
Í umræðunni um verkjastillandi úrræði er oft bent á kannabis en þess má geta að það er leyfilegt í lækningaskyni í sumum löndum þótt hér á landi sé það ólöglegt....
Lesa meira

Verkjastillandi og ógleðislyf

Lyfjameðferð og krabbameini geta fylgt ýmsir verkir og aukaverkanir eins og ógleði. Læknar geta ávísað ýmsum ógleðistillandi lyfjum. Þeim fylgja kostir og gallar. Lyfin geta hjálpað þér við að deyfa verkina en að sama skapi geta sumar tegundir verkjalyfja haft ýmsar aukaverkanir í för með sér auk þess að vera ávanabindandi. Sumir þurfa virkilega á þessum lyfjum að halda, byrja á lágum skömmtum, byggja svo smám saman upp þol og þurfa þess vegna oft smám saman stærri skammta.
Lyfjameðferð og krabbameini geta fylgt ýmsir verkir og aukaverkanir eins og ógleði. Læknar geta ávísað ýmsum ógleðistillandi lyfjum. Þeim fylgja kostir og gallar. Lyfin geta hjálpað þér við að deyfa...
Lesa meira

Hvað er gott fyrir mig að gera í lyfjameðferð?

Þessi listi er byggður á bæklingnum Léttu þér lífið í lyfjameðferð og konunum úr hópnum Kastað til bata:
 • Mundu að setja ÞIG í fyrsta sæti, þú þarft að vera í forgangi. Ekki vera með sektarkennd eða sjálfásakanir vegna einhvers sem liðið er. Spurðu þig hvort það sem þú ert að gera/borða/drekka sé það sem þú vilt þessa stundina.
 • Vertu ófeimin/-n við að þiggja aðstoð sem þér er boðin og hikaðu ekki við að segja nei, ef það hentar ekki. Þínar þarfir eru í forgangi. Prófaðu þá þjónustu sem býðst til dæmis viðtöl, námskeið og fleira. Sumt gæti gagnast þér.
 • Hugsaðu jákvætt þegar þú ferð í lyfjagjöf og mundu að þetta ferli er þér til góðs. Reyndu að láta fara vel um þig á meðan á lyfjagjöfinni stendur. Fáðu teppi og kodda og komdu þér vel fyrir. Vertu í þeim fötum sem þér líður best í. Taktu með þér afþreyingarefni til dæmis bók, tímarit, spjaldtölvu og ef til vill nesti.
 • Haltu vel utan um allt sem viðkemur meðferðinni og skráðu inn á dagatal til að halda yfirsýn og skipulagi. Það er líka mikilvægt að skrá þar skemmtilega viðburði, eins og vinahittinga, tónleika eða stefnumót sem þú getur hlakkað til á meðan á meðferðinni stendur. Gott er að halda líka dagbók, hvort sem er í tölvu eða bók, og skrá þar andlega og líkamlega líðan. Sumir vilja einnig taka myndir á meðan á meðferðinni stendur.
 • Ekki ætla þér um of þó þú eigir mikinn „frítíma“. Það getur verið gott að finna að maður geti sinnt einhverjum störfum á heimilinu en ekki ganga fram af þér. Enginn ætlast til að þú standir í slíku. Þiggðu alla hjálp sem þér býðst eftir því sem þér hentar.
 • Það getur verið gott að hitta aðra sem eru í sömu sporum eða hafa gengið í gegnum það sama.
 • Ekki láta það koma þér á óvart þó þú finnir ekki fyrir einskærum létti og gleði þegar meðferð er lokið. Tilfinningar geta verið blendnar og margir upplifa sig í tómarúmi. Ýmsar andlegar og líkamlegar aukaverkanir geta enn verið til staðar og afstaðan til lífsins getur breyst. Láttu fjölskyldu og vini vita hvernig þér líður og hikaðu ekki við að leita faglegrar aðstoðar ef þörf krefur.
Þessi listi er byggður á bæklingnum Léttu þér lífið í lyfjameðferð og konunum úr hópnum Kastað til bata: Mundu að setja ÞIG í fyrsta sæti, þú þarft að vera í...
Lesa meira

Meðferðin er gerð í samráði við þig

Hafðu í huga að meðferðaráætlunina þarf að vinna í samráði við þig. Læknirinn getur ekki bara farið af stað með meðferð án samþykkis frá þér. Ef aðstæður þínar krefjast þess að þú viljir fresta meðferð þá hefur þú að sjálfsögðu rétt á því. En athugaðu að gera það í nánu samráði við lækninn þinn þar sem tími getur skipt máli. Ef ágreiningur kemur upp milli þín og læknisins eða þú vilt fá álit annars læknis áttu að sjálfsögðu rétt á því.

Þú átt rétt á einkasamtali

Ef þú hefur þörf á að tala við lækninn þinn í einrúmi þá áttu rétt á því. Ef þér finnst betra að taka nána ættingja eða vini með þá er það líka sjálfsagt. Mundu að það er þín eigin ákvörðun hvort þú takir samtalið í einrúmi eða með einhverjum.
Hafðu í huga að meðferðaráætlunina þarf að vinna í samráði við þig. Læknirinn getur ekki bara farið af stað með meðferð án samþykkis frá þér. Ef aðstæður þínar krefjast þess...
Lesa meira

Hver eru Sjúklingaráðin tíu?

 1. Spurðu ef eitthvað er óljóst eða veldur þér áhyggjum. Spurðu aftur ef þú skilur ekki.
 2. Láttu vita um ofnæmi fyrir lyfjum, mat eða öðru, um lyfin sem þú tekur, vítamín, náttúrulyf, sérstakt mataræði, eða ef þú ert barnshafandi. Heilbrigðisstarfsfólk þarf nákvæmar upplýsingar sem getur þurft að ítreka til öryggis.
 3. Segðu frá óvenjulegri líðan og einkennum þótt tengsl við veikindin virðist óljós.
 4. Vertu viss um að nafn þitt og kennitala sé rétt hjá starfsfólki áður en kemur að rannsókn, meðferð eða lyfjagjöf.
 5. Ræddu við heilbrigðisstarfsfólkið um meðferð og rannsóknir til þess að skilja sem best tilgang þeirra.
 6. Mikilvægt er að hafa einhvern nákominn með í viðtölum því það getur dregið úr hættu á misskilningi og gagnast við að rifja upp hvað kom fram í þeim.
 7. Heilbrigðisstarfsfólki er skylt að virða trúnað en má gefa þeim sem þú eða forráðamaður þinn tilgreinir upplýsingar um líðan eða meðferð.
 8. Fáðu að vita um framhald meðferðar, fyrir útskrift eða í lok göngudeildarheimsóknar, hvar hún er veitt, af hverjum og hvað þú þurfir að gera vegna hennar.
 9. Mikilvægt er að vita hvernig lyfin virka, hversu lengi á að taka þau, um breytingar á lyfjainntöku og áhrif af mat og drykk. Farðu yfir lyfjakortið með útskriftarlækninum.
 10. Skráðu reynslu þína í dagbók, líðan og helstu atriði um meðferðina. Undirbúðu þig fyrir viðtöl og skrifaðu niður spurningar sem þú vilt fá svör við.
Spurðu ef eitthvað er óljóst eða veldur þér áhyggjum. Spurðu aftur ef þú skilur ekki. Láttu vita um ofnæmi fyrir lyfjum, mat eða öðru, um lyfin sem þú tekur, vítamín,...
Lesa meira

Hefurðu fengið gjafapoka frá Krafti?

Kraftur gefur öllum þeim sem greinast með krabbamein á aldrinum 18-40 ára poka sem inniheldur meðal annars bókina LífsKraft, hagnýtar upplýsingar og gjöf frá Krafti. Þennan poka færðu afhentan á krabbameinsdeildunum þegar þú mætir í meðferð eða fræðsluviðtal til hjúkrunarfræðings.
Kraftur gefur öllum þeim sem greinast með krabbamein á aldrinum 18-40 ára poka sem inniheldur meðal annars bókina LífsKraft, hagnýtar upplýsingar og gjöf frá Krafti. Þennan poka færðu afhentan á...
Lesa meira

Eftirlit og eftirfylgni

Eftir meðferð mun taka við ákveðið tímabil þar sem fylgst er reglulega með þér og hvort að krabbameinið sé örugglega alveg farið. Fimm ár eru oft viðmiðunartíminn og talað er um að ef þú færð ekki krabbamein innan þess tíma sértu endanlega laus við það. Það veldur oft verulegum kvíða þegar fólk er að bíða eftir niðurstöðum úr rannsóknum jafnvel öll þessi fimm ár. Sá kvíði byrjar oft að byggjast upp talsvert áður en rannsóknirnar fara fram. Þú getur skoðað bjargráð við kvíða til að hjálpa þér. Athugaðu að ýmsar síðbúnar afleiðingar geta þó komið upp eftir krabbameinsmeðferð og jafnvel fylgja fólki alla tíð. Auk þess sem einhverjir greinast aftur síðar á lífsleiðinni.
Eftir meðferð mun taka við ákveðið tímabil þar sem fylgst er reglulega með þér og hvort að krabbameinið sé örugglega alveg farið. Fimm ár eru oft viðmiðunartíminn og talað er...
Lesa meira

Hvar get ég búið meðan ég er í meðferð í Reykjavík?

Enn sem komið er þarftu að koma í geislameðferðir og flestar lyfjameðferðir til Reykjavíkur ef þú býrð á landsbyggðinni. Margir kjósa gista hjá ættingjum eða vinum meðan á meðferð stendur. Einnig eru neðangreind úrræði eru í boði.

Íbúðir Krabbameinsfélagins

Krabbameinsfélagið á átta íbúðir ásamt fleirum sem allar eru staðsettar við Rauðarárstíg 33 í Reykjavík. Þær eru ætlaðar sjúklingum og aðstandendum. Landspítalinn annast rekstur og úthlutun íbúðanna og er leigunni stillt í hóf. Sum stéttarfélög greiða fyrir dvöl félagsmanna sinna í íbúðunum. Einnig greiða flest krabbameinsfélög á landsbyggðinni fyrir fólk af sínu félagssvæði.

Sjúkrahótel

Samkvæmt Sjúkratryggingum Íslands eiga allir sjúkratryggðir einstaklingar rétt á gistiþjónustu ef þeir þurfa að fara í rannsóknir eða meðferðir fjarri heimili sínu. Þá færðu gistingu með fullu fæði og sjúkratryggingar Íslands greiða allt að 21 dag vegna gistiþjónustu og ef þú þarft að dvelja lengur þá þarf að sækja um undanþágu.  Gististaðir bjóða ekki upp á hjúkrunarþjónustu.

Akureyri:

Reykjavík:

 • Heilsumiðstöðin, Hótel Ísland, Ármúla 9, 108 Reykjavík. Sími: 595 7000
 • Nýtt sjúkrahótel við Landspítalann - verið er að vinna að opnun
 
Enn sem komið er þarftu að koma í geislameðferðir og flestar lyfjameðferðir til Reykjavíkur ef þú býrð á landsbyggðinni. Margir kjósa gista hjá ættingjum eða vinum meðan á meðferð stendur....
Lesa meira

Má ég keyra bíl eftir krabbameinsmeðferð?

Já, það þarf mikið til að þú megir ekki keyra bíl þegar þú ert í meðferð. Þú verður þó að taka mið af þeim lyfjum sem þú ert á og ef þau eru með rauðum þríhyrningi þá geta þau skert verulega hæfni þína til að stjórna bifreið. Það er þó góð regla að fá alltaf einhvern til að keyra þig í og úr meðferð og til og frá spítala þar sem meðferðin getur farið mismunandi í fólk og það er góður stuðningur að njóta samvista við einhvern í bílnum.
Já, það þarf mikið til að þú megir ekki keyra bíl þegar þú ert í meðferð. Þú verður þó að taka mið af þeim lyfjum sem þú ert á og...
Lesa meira

Hvar fæ ég endurhæfingu?

Þér stendur til boða mikið úrval af endurhæfingarúrræðum í formi sjúkraþjálfunar, hreyfingar og iðjuþjálfunar. Á Landspítalanum er endurhæfingarteymi sem getur aðstoðað meðal annars við gerð endurhæfingaráætlunar. Ljósið býður upp á fjölbreytta starfsemi á sviði endurhæfingar. Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins býður meðal annars upp á jóga, hugleiðslu og djúpslökun. Kraftur er með FítonsYoga og FítonsKraft sem er hreyfing í formi endurhæfingar og útivistar og býður líka upp á FjarKraft fyrir þá sem eru ekki á höfuðborgarsvæðinu. Aðrir endurhæfingaraðilar eru: Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, endurhæfingarmiðstöð Sjúkrahússins á Akureyri í Kristnesi og Reykjalundur fyrir ákveðna sjúklingahópa. Einnig er endurhæfing í boði á ýmsum endurhæfingarstöðvum og líkamsræktarstöðvum.
Þér stendur til boða mikið úrval af endurhæfingarúrræðum í formi sjúkraþjálfunar, hreyfingar og iðjuþjálfunar. Á Landspítalanum er endurhæfingarteymi sem getur aðstoðað meðal annars við gerð endurhæfingaráætlunar. Ljósið býður upp á...
Lesa meira

Hvað felst í endurhæfingu eftir greiningu krabbameins?

Til eru margs konar endurhæfingarúrræði sem miða að því að bæta líðan, auka sjálfsbjargargetu, sjálfstraust, þrótt og þrek. Þar má nefna hreyfingu, næringarráðgjöf, upplýsingar og ráðgjöf um réttindi og félagsleg úrræði, verkjameðferð, slökun, nudd, iðjuþjálfun, aðstoð við val hjálpartækja og viðtalsmeðferð af ýmsum toga. Mælt er með því að endurhæfing hefjist sem fyrst eftir að krabbamein greinist og haldi áfram eins lengi og hver og einn þarf á að halda. Gott er að setja sér markmið og gera eigin endurhæfingaráætlun og endurskoða hana reglulega þannig að tekið sé mið af breytilegum aðstæðum og þörfum. Það er hægt að fá aðstoð við að búa til endurhæfingaráætlun.
 • Hvað getur þú gert?
 • Hreyfðu þig reglulega þegar þú getur.
 • Forðastu hreyfingarleysi.
 • Hreyfðu þig í 20-30 mínútur á dag.
 • Gerðu styrktaræfingar, lyftu lóðum og þess háttar til dæmis tvisvar í viku.
 • Forgangsraðaðu verkefnum þannig að þú hafir orku til að takast á við verk sem skipta þig máli.
 • Leggðu áherslu á góðan nætursvefn.
 • Prófaðu að hugleiða eða fara í slökun. Þannig getur þú losað þig við streitu.
 • Talaðu við einhvern sem þú treystir um hvernig þér líður.
 • Passaðu að borða nóg og drekka nóg af vatni.
 • Mundu að allt sem þú gerir til endurhæfingar skiptir máli sama hversu lítil skref þú tekur.
Til eru margs konar endurhæfingarúrræði sem miða að því að bæta líðan, auka sjálfsbjargargetu, sjálfstraust, þrótt og þrek. Þar má nefna hreyfingu, næringarráðgjöf, upplýsingar og ráðgjöf um réttindi og félagsleg...
Lesa meira

Hvað er jafningjastuðningur?

Það eru fleiri en þú með krabbamein

Eitt af því sem reynst hefur fólki einstaklega vel sem er að takast á við krabbamein er að hitta aðra sem eru í sömu sporum. Það á einnig við um aðstandendur krabbameinsveikra. Það er enginn sem skilur þig eins vel og sá sem gengið hefur í gegnum svipaða reynslu. Hjá Stuðningsneti Krafts og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er boðið upp á jafningjafræðslu bæði fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Kraftur býður upp á ýmsa stuðningshópa fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur. Þessir hópar hittast reglulega og deila sinni reynslu og fá ráð frá hver öðrum. Kraftur býður líka upp á lokaða umræðahópa á Facebook. Ljósið og Krabbameinsfélagið eru líka með ýmsa stuðningshópa sem og svæðafélög Krabbameinsfélagsins á landsbyggðinni.
Það eru fleiri en þú með krabbamein Eitt af því sem reynst hefur fólki einstaklega vel sem er að takast á við krabbamein er að hitta aðra sem eru í...
Lesa meira

Hvernig segi ég öðrum frá krabbameininu?

Hvernig sem sambandi þínu við vinnufélaga eða skólafélaga er háttað þá getur verið gott á ákveðnum tímapunkti að segja frá veikindunum. Oft er fólk sjálft farið að velta fyrir sér hvað sé í gangi og vantar skýringu á því. Þá er betra að verða fyrri til. Þá fá félagarnir vitneskju um það af hverju þú ert minna við, orkan ekki eins mikil og þar af leiðandi verða þeir skilningsríkari. Þú verður að upplýsa þá um hvað þú hefur heilsu til að gera hverju sinni og hvernig verkefni þú getur tekið að þér.
Hvernig sem sambandi þínu við vinnufélaga eða skólafélaga er háttað þá getur verið gott á ákveðnum tímapunkti að segja frá veikindunum. Oft er fólk sjálft farið að velta fyrir sér...
Lesa meira

Hvernig og hvers vegna þarf að segja börnunum frá?

Það er mjög eðlilegt að þú vitir ekki hvernig segja skal börnum frá krabbameininu. Hversu mikið ættirðu að segja? Hvernig útskýrir þú veikindin á mildan hátt án þess að vekja ótta? Og hversu mikið ættu börnin að vita og taka þátt í því sem er að gerast? Ef börnin fá að taka þátt í ferlinu er hægt að styðja þau í því að skilja framvindu veikindanna á jákvæðan hátt. Það er óhjákvæmilegt að þau hafi áhrif á börnin en þú getur haft áhrif á hvernig sú reynsla verður.
 • Krabbamein hefur áhrif á alla í fjölskyldunni og börnin eiga rétt á að vita hvað er að gerast.
 • Traust – ef börnin finna að þau eru leynd mikilvægum hlutum þá eiga þau oft erfiðara með að treysta öðrum í framtíðinni, auk þess sem þeim finnst þau þá ekki vera hluti af fjölskyldueiningunni eða ekki skipta máli.
 • Börn skynja spennu og áhyggjur foreldra. Þau ímynda sér sjálf hluti ef þeim er ekki sagt frá jafnvel að veikindin séu þeim að kenna.
 • Ef þú segir þeim ekki hvað er að gerast gætu þau frétt það frá öðrum.
 • Börn eiga erfitt með að meta sjúkdómseinkenni, við þurfum að hjálpa þeim að skilja aðstæður til að draga úr kvíða.

Hvernig og hvað segi ég börnunum mínum?

 • Reyndu að útskýra á einfaldan hátt og notaðu hugtök sem barnið skilur og taktu þar mið af aldri þess. Það getur líka reynst vel að útskýra á myndrænan hátt til dæmis með teikningu.
 • Segðu frá veikindum þínum og meðferðinni sem þú þarft að gangast undir.
 • Talaðu um hvernig meðferðin getur haft áhrif á útlit þitt og orku.
 • Segðu frá því sem framundan er og á hvern hátt sjúkdómurinn og meðferðin geta haft áhrif á daglegt líf barnsins.
 • Börn geta þolað óvissu og ef þú hefur ekki svörin segðu þá bara „ég veit það ekki“ frekar en að gefa þægilegt svar sem huggar.
 • Ef umræðan verður þér of erfið þá segir þú að þið getið ekki talað meira um þetta núna því þér líði illa en þið skulið tala betur um það seinna (nefndu stað og stund).
 • Börnin þurfa að vita að krabbameinið er ekki þeim að kenna og er ekki smitandi. Það kemur ekki vegna þess að krakkar séu óþekkir eða hugsi ljótt og það er heldur ekki þeim að kenna að hafa ekki passað uppá foreldra sína eða til dæmis bannað þeim að reykja.
 • Hlustaðu á börnin – þá veistu hvaða áhyggjur þau hafa og hvaða upplýsingar þau þurfa að fá. Spurðu hvað þau halda að krabbamein sé og leiðréttu misskilning sem fram kann að koma.
 • Sýndu einlægni og segðu þeim frá því hvernig þér líður. Þá er auðveldara fyrir börnin að segja frá sínum tilfinningum auk þess sem þau skilja frekar vanlíðan þína og taka síður til sín ef þú bregst illa við.
 • Segðu börnunum að það verði áfram hugsað um þarfir þeirra og láttu vita hverjir muni hjálpa til við það.
 • Barnið þitt gæti spurt hvort þú munir deyja. Þó það sé erfitt að ræða það er mikilvægt að það verði ekki að bannorði í samtali ykkar. Til dæmis getur þú sagt að krabbamein sé heimskur sjúkdómur og að sumir deyi en læknarnir geti mjög oft læknað fólk.

Fleiri gagnlegir punktar hvernig þú getur sagt börnunum frá krabbameininu? 

 • Gefðu börnunum upplýsingar í skömmtum.
 • Hvaða sjúkdóm er um að ræða og hvað hann heitir (brjóstakrabbamein, hvítblæði...).
 • Hvar í líkamanum meinið er.
 • Hvernig meðferð mun fara fram.
 • Hvaða áhrif veikindin munu hafa á líf barnanna.
 • Bjóddu upp á umræðuna við og við.
 • Vertu fyrirmynd í því að vera tilfinningalega opin(n), segðu hvernig þér hefur liðið en samt á yfirvegaðan hátt þannig að barnið finni áfram öryggi hjá þér en fari ekki í umönnunarhlutverkið.
 • Notaðu dæmi svo sem: „Sumir krakkar verða pirraðir/reiðir/áhyggjufullir þegar foreldrar þeirra eru veikir og sumir halda meira að segja stundum að það sé þeim að kenna ....“
 • Gættu þess að börnin fái nauðsynlegar upplýsingar: „Pabbi er skyndilega verri, hann fékk sýkingu og er mjög veikur…“
 • Leyfðu börnunum að taka þátt í ferlinu. Þau mega sjá þig í meðferð eða á spítalanum því þá átta þau sig oft betur á hlutunum.
 • Ef barnið þitt er í skóla eða leikskóla eða í tómstunda- eða íþróttastarfi þarftu að láta vita þar hvernig ástandið er.
 
Það er mjög eðlilegt að þú vitir ekki hvernig segja skal börnum frá krabbameininu. Hversu mikið ættirðu að segja? Hvernig útskýrir þú veikindin á mildan hátt án þess að vekja...
Lesa meira

Hvað með foreldra mína?

Krabbamein er fjölskyldusjúkdómur og það hefur mikil áhrif á foreldra þína hvernig sem samband þitt við þá er. Margir foreldrar verða hræddir og óöruggir þegar barnið þeirra greinist með krabbamein. Við þessar aðstæður verða foreldrar oft mjög meðvirkir og ofvernda í einhverjum tilfellum og taka jafnvel stjórnina sem þér kann að þykja óþægilegt. Mundu að þau eru öll af vilja gerð og það er góður hugur sem býr að baki. En ef þér finnst of langt gengið þarftu að setja mörk og ræða það við þau. Krabbamein hefur ekki bara áhrif á tilfinningar og heilsu heldur líka á ýmsa utanaðkomandi þætti eins og atvinnu, skóla og fjárhag. Foreldrar reyna að aðstoða eins mikið og þeir geta en mismunandi er hvernig bakland hvers og eins er.
Krabbamein er fjölskyldusjúkdómur og það hefur mikil áhrif á foreldra þína hvernig sem samband þitt við þá er. Margir foreldrar verða hræddir og óöruggir þegar barnið þeirra greinist með krabbamein....
Lesa meira

Ég er á lausu og er með krabbamein - hvernig ber ég mig að?

Margir sem eru á lausu sakna þess að eiga kannski ekki maka og hafa áhyggjur af því að krabbameinið kunni að hafa áhrif á möguleika þeirra. Það getur verið erfitt að fara á stefnumót, útlit þitt gæti hafa breyst og sjálfstraustið minnkað og þú veist kannski ekki hvort þú eigir að minnast á krabbameinið eða ekki. Það að fara á stefnumót er alltaf erfitt um leið og það er líka spennandi, hvort sem þú ert með krabbamein eður ei. Mundu bara að hreinskilni og það að vera samkvæmur sjálfum sér borgar sig alltaf. Þá sýnir þú þitt rétta andlit. Athugaðu að ef þú skellir þér á stefnumót og það verða svo ekki fleiri þá þarf það ekki að vera út af krabbameininu. Sumt fólk passar hreinlega ekki saman og því ástæðulaust að velta sér upp úr þessu.
Margir sem eru á lausu sakna þess að eiga kannski ekki maka og hafa áhyggjur af því að krabbameinið kunni að hafa áhrif á möguleika þeirra. Það getur verið erfitt...
Lesa meira

Áhrif krabbameins á sambönd

Alvarleg veikindi geta bæði þjappað fólki saman og sundrað því. Sambönd snúast ekki bara um kynlíf heldur traust, vináttu og skilning. Mundu að makinn þinn er líka hræddur og óöruggur og slíkar tilfinningar geta birst í ýmsum myndum. Þess vegna skiptir hreinskilni svo miklu máli og það að vera dugleg að tala saman. Vissulega getur hlutverkaskipan breyst í sambandinu þegar annar aðilinn er að fást við alvarlegan sjúkdóm og maki orðið að eins konar umönnunaraðila. En þá reynir mikið á gagnkvæmt traust. Hafðu í huga að þetta er tímabil sem gengur yfir og því er nauðsynlegt að sýna þolinmæði.
Alvarleg veikindi geta bæði þjappað fólki saman og sundrað því. Sambönd snúast ekki bara um kynlíf heldur traust, vináttu og skilning. Mundu að makinn þinn er líka hræddur og óöruggur...
Lesa meira

Hvaða fræðsla er í boði um kynlíf?

Mörgum finnst erfitt að tala um þessi mál sem gerir vandann enn erfiðari. Því er mikilvægt að leita sér upplýsinga og aðstoðar til að koma í veg fyrir frekari vandamál. Heilbrigðisstarfsfólk sem kemur að meðferð þinni getur leiðbeint þér með ákveðin mál og vísað á sérhæfða þjónustu.
 • Á Landspítalanum er í boði sérhæfð kynlífsráðgjöf fyrir sjúklinga með krabbamein. Ráðgjöfina veitir menntaður kynfræðingur. Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er einnig starfandi hjúkrunar- og kynfræðingur sem veitir kynlífsráðgjöf. Hægt er að fá ráðgjöf í gegnum myndsímtöl (Skype/Facetime) hjá kynfræðingi Ráðgjafarþjónustunnar.
 • Sérfræðimeðferð við risvandamálum er veitt af þvagfæraskurðlæknum og þvagfæraráðgjöfum.
 • Sérfræðimeðferð kvenna er veitt af kvensjúkdómalæknum.
 • Á vef Krabbameinsfélagsins, www.krabb.is, má finna dæmi um algengar spurningar um krabbamein og kynlíf sem vakna hjá mörgum og svör við þeim.
 • Á vef National Cancer lnstitute, www.cancer.gov eru gagnlegar upplýsingar undir Sexuality and Reproductive lssues.

Hvað er kynlífsendurhæfing?

Kynfræðingar tala um kynlífsendurhæfingu í kjölfar veikinda. Endurhæfingin felst í því að fræðast um þær breytingar sem fólk upplifir í kjölfar veikinda og aðferðir til að lifa og njóta í breyttum líkama. Unnið er með breytta líkamlega eða andlega getu. Það getur verið persónubundið hvað truflar mest en líklega glíma flestir sem hafa greinst með krabbamein að einhverju leyti við sömu afleiðingarnar. Margir upplifa að þegar þeir takast á við alvarleg veikindi eins og krabbamein ættu þeir ekki að vera að hugsa um kynlíf. Það á kannski við á fyrstu stigum veikinda að kynlíf sé fjarri huga flestra. En það er hinsvegar staðreynd að flestir lifa eftir að hafa læknast af krabbameini. Það er því mikilvægt að huga að kynlífinu í veikindum og eftir þau. Kynfræðsla fyrir fullorðna er nauðsynlegur hluti af kynlífsendurhæfingu. Slík kynfræðsla fjallar um það hversu fjölbreytt og skemmtilegt kynlíf getur verið ef við erum bara tilbúin að opna hugann fyrir því. Kynfræðsla í slíkri endurhæfingu setur áhersluna á hvað er jákvætt við kynlíf, líkamlegt og andlegt.
Mörgum finnst erfitt að tala um þessi mál sem gerir vandann enn erfiðari. Því er mikilvægt að leita sér upplýsinga og aðstoðar til að koma í veg fyrir frekari vandamál....
Lesa meira

Áhrif krabbameins á kynlíf og sambönd

Við erum þannig gerð af náttúrunnar hendi að þegar við tengjum ást við umönnun hættum við að tengja hana við erótík eða kynlíf. Það er ákveðin áskorun fyrir pör, þar sem annar aðilinn er veikur og hinn þarf að sinna umönnun, að eiga stundir sem snúast um nánd og erótík. Þegar fólki tekst hinsvegar að skapa jafnvægi milli umönnunarhlutverks og hlutverks maka upplifir það líka jafnvægi í sambandinu. Þegar maður er veikur getur verið erfitt að upplifa sig sem kynveru og breyttur líkami getur líka haft áhrif á það. Það þarf líka að leggja sig fram um að geta annast veikan maka og sjá hann sem kynveru. Margir eiga erfitt með að sjá sjúklinga fyrir sér sem kynverur og það er fátt í heilbrigðiskerfinu og samfélaginu sem auðveldar þá sýn. En við fæðumst og deyjum sem kynverur, það er misjafnt eftir aldursskeiðum og tímabilum hvernig við tjáum hana og túlkum. Það er því mikilvægt að viðhalda kynverunni á tímum þar sem fólk getur upplifað að það hafi tapað miklu af sjálfu sér og verið sett í hlutverk sjúklings.

Kynlíf, sambönd og krabbamein

Ertu í sambandi eða ertu á lausu? Kærleikur, ást og kynlíf er mikilvægt fyrir alla hvernig sem sambandsstaða þeirra er. En krabbamein getur haft áhrif á samband þitt eða verðandi samband og það er ósköp eðlilegt að það poppi upp ýmsar spurningar hjá þér. Hvernig mun maki minn taka þessu? Getum við stundað kynlíf? Mun einhver vilja mig? Þessar og fleiri spurningar munu vafalaust koma upp en ekki örvænta. Það eru fleiri í þessum sömu sporum og því gott að tala við þá til dæmis í gegnum jafningjafræðslu Krafts og Stelpu- og StrákaKraft.
Við erum þannig gerð af náttúrunnar hendi að þegar við tengjum ást við umönnun hættum við að tengja hana við erótík eða kynlíf. Það er ákveðin áskorun fyrir pör, þar...
Lesa meira

Má ég stunda kynlíf þegar ég er í meðferð?

Já, þú mátt stunda kynlíf því krabbamein er ekki smitandi. En athugaðu að kynlíf er meira en samfarir og þó þú getir ekki stundað hefðbundið kynlíf þá er öll snerting og nánd afar mikilvæg. Geislameðferð virkar einungis á þann stað sem er geislaður og geislunin hvorki smitast né kemst milli ástvinar eða maka á neinn hátt. Hjá einstaklingum sem fá meðferð með geislavirku joði eða innri geislameðferð gilda ákveðnar reglur meðan á meðferð stendur. Krabbameinslyf berast heldur ekki milli fólks hins vegar má finna vott af niðurbrotsefnum í legslímshúð og sæðisvökva og því mælt með að fólk noti smokka við samfarir ef liðnir eru minna en 48 tímar frá lyfjagjöf. Spurðu hjúkrunarfræðinginn eða lækninn um þína lyfjameðferð og smokkanotkun. Krabbamein og þær meðferðir sem beitt er til að bola því burt hafa mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Það er þekkt að krabbamein hefur oft í för með sér afleiðingar svo sem minnkaða kynlöngun, risvandamál, sársauka við samfarir og neikvæðari líkamsímynd. Kynlíf fólks er fjölbreytt og fullorðnir stunda sjaldan kynlíf sem snýst bara um eina athöfn. Þó samfarir séu algengur partur af kynlífi þá inniheldur ekki allt kynlíf samfarir.
Já, þú mátt stunda kynlíf því krabbamein er ekki smitandi. En athugaðu að kynlíf er meira en samfarir og þó þú getir ekki stundað hefðbundið kynlíf þá er öll snerting...
Lesa meira

Mér var ekki boðið og veit ekki hvernig ég á að bregðast við

Stundum er krabbameinsgreindum ekki boðið að taka þátt í ýmsum viðburðum. Þetta er einfaldlega vegna þess að fólk veit ekki hvernig það á að umgangast þig eða hvort þú hafir heilsu til að mæta og vill ekki svekkja þig. Þess vegna er mikilvægt að þú takir þetta ekki nærri þér heldur ræðir þetta við viðkomandi. Skýrir það út að þó þú sért með krabbamein þá langi þig líka að hitta fólk og að það sé mun betra að geta sagt „nei, ég treysti mér ekki“ heldur en að sjá myndir eða vídeó frá viðburðinum á samfélagsmiðlum.
Stundum er krabbameinsgreindum ekki boðið að taka þátt í ýmsum viðburðum. Þetta er einfaldlega vegna þess að fólk veit ekki hvernig það á að umgangast þig eða hvort þú hafir...
Lesa meira

Vinir og samskipti

Þegar þú ert í meðferð er óhjákvæmilegt að það hafi áhrif á samband þitt við vini þína. Sumir vinir þínir geta átt erfitt með að átta sig á hvernig þeir eiga að hegða sér í samskiptum við þig á meðan aðrir verða ofur uppteknir af því að þú ert með krabbamein og tala jafnvel ekki um annað. En þú getur brotið ísinn og skrifað þeim eða hringt í þá og boðið þeim í heimsókn eða á spítalann ef því er að skipta. Ef þú vilt geturðu líka birt reglulega færslur á samfélagsmiðlum þar sem þú segir fréttir af meðferðinni og veikindunum eða þú getur verið með lokaðan hóp á Facebook eða skrifað blogg.
Þegar þú ert í meðferð er óhjákvæmilegt að það hafi áhrif á samband þitt við vini þína. Sumir vinir þínir geta átt erfitt með að átta sig á hvernig þeir...
Lesa meira

Ráð fyrir vini og fjölskyldu - hvernig getur þú hjálpað?

Fólk veit stundum ekki hvernig það á að tala við einhvern sem greinst hefur með krabbamein.

En hér eru ýmis góð ráð: 

 • Þú þarft ekki að vera smeyk/smeykur við að ræða krabbameinið.
 • Spurðu þeirra spurninga sem þú vilt fá svar við.
 • Stundum nægir bara eitt faðmlag - án allra orða.
 • Þú þarft ekki að forðast þann sem er veikur.
 • Haltu venjum þínum og bjóddu þeim sem er veikur með þér í gönguferðir, bíltúra, samkvæmi eða á aðra viðburði, eins og áður. hann eða hún segir bara nei ef ég þau treysta sér ekki.
 • Veikindasögur annarra eru ekki að hjálpa, allra síst þær sögur sem að enda illa.
 • Ekki þylja upp sögur af kraftaverkameðferðum sem þú hefur heyrt af.
 • Sjúklingar eiga kannski erfitt með að biðja um hjálp en þú getur haft frumkvæði og sýnt aðstoð þína í verki. Farðu með börnin í bíó, eldaðu mat og komdu með hann, mættu á staðinn og taktu til hendinni á einn eða annan hátt.
 • Þú þarft ekki endilega að segja neitt - bara vera til staðar.
 • Ekki vorkenna þeim sem er veikur.
 • Þú getur reynt að setja þig í spor þess veika en mundu að það er ekki hægt að skilja hvað hann/hún er að ganga í gegnum nema þú hafir svipaða reynslu.
 • Hafðu samband áður en þú kemur í heimsókn.
 • Varasamt getur verið að koma í heimsókn ef þú ert með flensu og með lítil börn þar sem ónæmiskerfi þess veika getur verið veikt.
Fólk veit stundum ekki hvernig það á að tala við einhvern sem greinst hefur með krabbamein. En hér eru ýmis góð ráð:  Þú þarft ekki að vera smeyk/smeykur við að...
Lesa meira

Risvandi og skortur á kynlöngun

Ein af afleiðingum krabbameins er risvandi eða kyndeyfð. Getuleysi getur helgast af krabbameini sem komið hefur upp í kynfærum karla til dæmis krabbamein í eistum eða blöðruhálskirtli. Krabbameinsmeðferð getur líka haft risvandamál í för með sér. Breyttur líkami, andlegt álag, kvíði og ótti geta líka haft áhrif á kynlöngun beggja kynja. Á Landspítalanum er í boði sérhæfð kynlífsráðgjöf fyrir sjúklinga með krabbamein. ráðgjöfina veitir menntaður kynfræðingur. Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er einnig starfandi hjúkrunar- og kynfræðingur sem veitir kynlífsráðgjöf.
Ein af afleiðingum krabbameins er risvandi eða kyndeyfð. Getuleysi getur helgast af krabbameini sem komið hefur upp í kynfærum karla til dæmis krabbamein í eistum eða blöðruhálskirtli. Krabbameinsmeðferð getur líka...
Lesa meira

Hvaða möguleika hef ég til að eignast börn?

Þau sem lokið hafa krabbameinsmeðferð og hafa ef til vill látið geyma egg eða sæði hafa möguleika á tæknifrjóvgun hjá Livio Reykjavík. Sumir hafa einnig leitað eftir þeirri þjónustu erlendis. Ýmsar meðferðir flokkast undir tæknifrjóvgun. Þær eiga það sameiginlegt að kynfrumur eru meðhöndlaðar utan líkamans. Ýmist bara sæðisfrumurnar eða bæði egg og sæði. Ættleiðing kemur einnig til greina en afar strangar kröfur eru gerðar hjá Íslenskri ættleiðingu þegar einstaklingar sem greinst hafa með krabbamein sækja um að ættleiða barn.
Þau sem lokið hafa krabbameinsmeðferð og hafa ef til vill látið geyma egg eða sæði hafa möguleika á tæknifrjóvgun hjá Livio Reykjavík. Sumir hafa einnig leitað eftir þeirri þjónustu erlendis....
Lesa meira

Hvernig tékka ég á frjósemi minni?

Konur

Hægt er að gangast undir mat á frjósemi til dæmis hjá Livio Reykjavík. Mat á frjósemi hefur tvö markmið. Annars vegar að kortleggja vandamálið og finna út úr því hvað og hvort eitthvað sé að. Hins vegar að ráðleggja hverjum og einum hvaða möguleikar séu í stöðinni til að eignast barn.

Karlmenn

Eftir að lyfjameðferð lýkur þá geturðu látið tékka á frjósemi þinni til dæmis hjá Livio Reykjavík. Við mat á ófrjósemi karla þarf alltaf að gera sæðisrannsókn. Prufan er skoðuð með tilliti til fjölda sæðisfruma og hreyfanleika þeirra. Ef ekki eru neinar frumur í sýninu verður að leita annarra leiða til að finna þær. Ef grunur er um að einhver hindrun sé á leið frumanna úr eistunum er reynt að ná þeim beint frá eistunum gegnum nál og er það er gert í staðdeyfingu.
Konur Hægt er að gangast undir mat á frjósemi til dæmis hjá Livio Reykjavík. Mat á frjósemi hefur tvö markmið. Annars vegar að kortleggja vandamálið og finna út úr því...
Lesa meira

Hvaða áhrif hefur krabbameinsmeðferðin á frjósemi mína?

Það er misjafnt hvernig krabbameinsmeðferðir hafa áhrif á kynin.

Konur

Konum, sem gangast undir krabbameinsmeðferð, er ekki ráðlagt að verða barnshafandi á meðan á meðferð stendur þar sem krabbameinsmeðferðin getur skaðað fóstrið. Læknar mæla með því að beðið sé í 3-6 mánuði eftir meðferð áður en þú ákveður að reyna að eignast barn. Ræddu þau mál við lækninn þinn því hinar ýmsu tegundir krabbameina og krabbameinsmeðferða hafa mismunandi áhrif á líkamann. Í vissum tilfellum er hægt að örva eggjastokka konunnar áður en krabbameinsmeðferð hefst til að hægt sé að ná úr þeim eggjum til að nota síðar í tæknifrjóvgun. Eggheimta er síðan framkvæmd hjá konunni. Egg geta verið frjóvguð og síðan fryst og kallast þá fósturvísar og þá er hægt að geyma í allt að tíu ár samkvæmt íslenskum lögum. Einnig er hægt að frysta ófrjóvguð egg og þau er líka hægt að geyma í 10 ár. Ákveðir þú að láta ekki taka egg, má leita til eggjagjafa síðar. Gjafaegg má frjóvga með sæði maka eða sæðisgjafa og koma fyrir í legi þínu. Hjá meirihluta kvenna hætta mánaðarlegar blæðingar á meðan á krabbameinslyfjameðferð stendur. Hjá sumum lagast það að meðferð lokinni. Það getur tekið allt frá sex mánuðum til eins árs fyrir tíðirnar að jafna sig eftir meðferð. En hafa skal í huga að margar konur verða ófrjóar eða eiga erfitt með að verða barnshafandi eftir krabbameinsmeðferð.

Karlmenn

Karlmenn geta framleitt sæðisfrumur alla ævi. En á meðan á meðferð stendur getur sæðisframleiðsla orðið takmörkuð eða engin. Hjá flestum kemur þetta til baka en þó geta einhverjir orðið fyrir langvarandi áhrifum. Karlmönnum sem greinast með krabbamein stendur til boða frysting á sæðisfrumum og þær er hægt að geyma í allt að tíu ár. Oftast er þá reynt að frysta sæðisfrumurnar í nokkrum skömmtum. Ef nota á frumurnar síðar verður í langflestum tilfellum að gera smásjárfrjóvgun þar sem gæði sæðisins er skert eftir frystinguna.
Það er misjafnt hvernig krabbameinsmeðferðir hafa áhrif á kynin. Konur Konum, sem gangast undir krabbameinsmeðferð, er ekki ráðlagt að verða barnshafandi á meðan á meðferð stendur þar sem krabbameinsmeðferðin getur...
Lesa meira

Heilræði til aðstandenda

Bæði aðstandendur og þeir sem greinast með krabbamein vilja umfram allt eðlileg samskipti. Það þarf til dæmis ekki alltaf að tala um krabbameinið og fólk getur orðið klaufalegt í orðavali og háttalagi þegar það hittir þann greinda eða náinn aðstandenda.

Hér koma nokkur heilræði frá öðrum aðstandendum:

 • Þú skalt ekki segja ég veit hvernig þér líður því þó þú hafir gengið í gegnum svipaða reynslu þá veistu aldrei 100% hvernig manneskjunni líður. Miklu betra er að segja hreinlega ég veit ekki hvað ég á að segja og taka utan um viðkomandi.
 • Ekki setja upp mæðu- eða sorgarsvip þegar þú hittir viðkomandi og ekki nota meðaumkunartón því það getur jafnvel leitt til þess að manneskjan einangri sig.
 • Í staðinn fyrir að segja „hvernig hefurðu það?“ notaðu frekar „hvernig gengur?“.
 • Gleymdu ekki að spyrja um líðan aðstandanda það er oftast bara spurt um líðan þess sem er veikur.
 • Þú getur hjálpað mikið bara með því að koma með eitthvað matarkyns eða bakkelsi heim til fólks og skilja það eftir hjá því eða taka börnin í bíó, svo eitthvað sé nefnt. Óumbeðna hjálpin skiptir svo miklu máli.
 • Ekki skamma börn og unglinga þó þau séu pirruð út í veikt foreldri eða löt við að hjálpa til. Þau eru enn í hlutverkum sínum sem börn og foreldrar eru enn bara mamma og pabbi þótt annað þeirra sé með krabbamein.
 • Ekki hætta að tala um þín eigin vandamál eða líf. Stundum þurfa bæði sá veiki og aðstandandi að fá að tala um eitthvað allt annað en krabbameinið og það sem því fylgir.
Bæði aðstandendur og þeir sem greinast með krabbamein vilja umfram allt eðlileg samskipti. Það þarf til dæmis ekki alltaf að tala um krabbameinið og fólk getur orðið klaufalegt í orðavali...
Lesa meira

Hvað getur þú gert til að sjúklingi líður betur?

 • Ef sjúklingi er óglatt er gott að koma með eitthvað girnilegt að borða þrátt fyrir að hann hafi ekki sagst vilja neitt. Oft þegar maturinn er kominn á borðið þá nær viðkomandi að narta og þó um sé að ræða bara nokkra bita þá hefur hann mjög gott af því.
 • Öllum líður betur af hollum og góðum mat og því er gott að hafa girnilega niðurskorna ávexti við hendina.
 • Fólk í krabbameinsmeðferð er með miklu næmara lyktarskyn en aðrir. Passaðu að sterk lykt fylgi þér ekki eins til dæmis ilmvatn/rakspíri.
 • Ef sjúklingi er óglatt er ekki gott að elda mat á staðnum því þá kemur oft svo sterk matarlykt sem getur aukið ógleðina. Betra er að koma með tilbúinn mat annars staðar frá.
 • Þegar gestir eru í heimsókn þá er mikilvægt að þeir gangi frá eftir sig svo það lendi ekki á sjúklingnum eða maka/aðstandenda.
 • Krabbameinsmeðferð tekur á og því er kjörið að hjálpa til við almenn þrif og og matarinnkaup á viðkomandi heimili og ekki er verra að koma með falleg blóm ef þess er kostur.
 • Ef aðstandandi vill er hægt að koma með litla gjöf til að gleðja viðkomandi.
Ef sjúklingi er óglatt er gott að koma með eitthvað girnilegt að borða þrátt fyrir að hann hafi ekki sagst vilja neitt. Oft þegar maturinn er kominn á borðið þá...
Lesa meira

Þú mátt ekki heldur gleyma ÞÉR

Álag á aðstandendur getur orðið mjög mikið og það er hætta á að þeir hreinlega gleymi sjálfum sér og það bitnar á öllum. Aðstandandi er mikilvægur í lífi sjúklings. Það er hins vegar líka nauðsynlegt að þú hlúir að sjálfum þér og passir að hlaða batteríin. Mikilvægt er að þú finnir tíma fyrir sjálfan þig sem nærir þig, hvort sem það er að borða hollt, hitta vini, fara í sund eða ræktina. En auðvitað getur þetta verið erfitt. Finndu það sem lætur þér líða vel. Kannski líður þér vel að leggjast upp í sófa og horfa á „heilalausa“ mynd eða jafnvel fara út að hlaupa. Þetta fer eftir hverjum og einum og ekki láta aðra segja þér fyrir verkum því það er mismunandi hvað hentar hverjum og einum. Ekki vera með samviskubit yfir því að fara ekki eftir ráðum annarra þó þau séu gefin af góðum hug. Þér finnst kannski ekkert gaman að fara út að hlaupa. Af hverju átt þú þá að vera með samviskubit yfir því að gera það ekki? Passaðu þig líka að fá ekki samviskubit ef þig langar að kíkja út með vinunum og sá veiki er á spítala. Þú mátt hafa gaman. Krabbameinsveikindi geta verið mjög mismunandi og geta tekið bæði stuttan og langan tíma. Það er auðvitað einstaklingsbundið hvaða aðstoð hentar aðstandendum. Reynslan hefur sýnt að margir þjást af áfallastreituröskun eftir svona lífsreynslu og því getur verið gott að leita til sérfræðinga sem takast á við þann vanda með þér. Jafningjastuðningur í Stuðningsneti Krafts og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins hefur hjálpað mörgum sem og aðstandendanámskeið hjá Ljósinu. Stuðningsfulltrúar Krafts eru víða um landið og stuðningur fer oft líka fram í gegnum síma eða samfélagsmiðla. Vinir og félagar eru líka alltaf góður stuðningur.
Álag á aðstandendur getur orðið mjög mikið og það er hætta á að þeir hreinlega gleymi sjálfum sér og það bitnar á öllum. Aðstandandi er mikilvægur í lífi sjúklings. Það...
Lesa meira

„Ráðið upplýsingafulltrúa” og búðu til hjálparsveit

Það getur verið mikil vinna að upplýsa alla í kringum ykkur um gang mála. Það lendir oft á nánasta aðstandanda eins og maka og getur það verið einstaklega þreytandi að svara stöðugt sömu spurningunum og vera alltaf í símanum. Þá er gott að tilnefna einn einstakling í hverjum hópi sem þú tilheyrir til að sjá um þau mál. Til dæmis einn vinnufélaga sem sér um að upplýsa samstarfsfólk, eina vinkonu sem sér um að upplýsa vinahópinn og einn úr nánustu fjölskyldu til að upplýsa fjölskylduna. Sumir nota líka lokaða hópa á samfélagsmiðlum til að deila fréttum fyrir mismunandi hópa.

Búðu til „hjálparsveit“

Ef þú ert upplýsingafulltrúi hóps þá getur þú líka búið til skipulag þar sem aðstandendur og vinir skipta með sér verkum um að upplýsa aðra um gang mála. Þú getur líka verkefnastýrt hópnum þínum og beðið ákveðna einstaklinga um hjálp og aðstoð ef svo ber undir þannig að það lendi ekki allt líka á þér/fáum. Krabbamein snertir alla sem eru í kringum þann veika og því gott ef fólk tekur höndum saman með aðstoð.
Það getur verið mikil vinna að upplýsa alla í kringum ykkur um gang mála. Það lendir oft á nánasta aðstandanda eins og maka og getur það verið einstaklega þreytandi að...
Lesa meira

Hvað er jafningjastuðningur?

Það eru fleiri en þú með krabbamein

Eitt af því sem reynst hefur fólki einstaklega vel sem er að takast á við krabbamein er að hitta aðra sem eru í sömu sporum. Það á einnig við um aðstandendur krabbameinsveikra. Það er enginn sem skilur þig eins vel og sá sem gengið hefur í gegnum svipaða reynslu. Hjá Stuðningsneti Krafts og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er boðið upp á jafningjafræðslu bæði fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Kraftur býður upp á ýmsa stuðningshópa fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur. Þessir hópar hittast reglulega og deila sinni reynslu og fá ráð frá hver öðrum. Kraftur býður líka upp á lokaða umræðahópa á Facebook. Ljósið og Krabbameinsfélagið eru líka með ýmsa stuðningshópa sem og svæðafélög Krabbameinsfélagsins á landsbyggðinni.
Það eru fleiri en þú með krabbamein Eitt af því sem reynst hefur fólki einstaklega vel sem er að takast á við krabbamein er að hitta aðra sem eru í...
Lesa meira

Áhrif krabbameins á sambönd

Alvarleg veikindi geta bæði þjappað fólki saman og sundrað því. Sambönd snúast ekki bara um kynlíf heldur traust, vináttu og skilning. Mundu að makinn þinn er líka hræddur og óöruggur og slíkar tilfinningar geta birst í ýmsum myndum. Þess vegna skiptir hreinskilni svo miklu máli og það að vera dugleg að tala saman. Vissulega getur hlutverkaskipan breyst í sambandinu þegar annar aðilinn er að fást við alvarlegan sjúkdóm og maki orðið að eins konar umönnunaraðila. En þá reynir mikið á gagnkvæmt traust. Hafðu í huga að þetta er tímabil sem gengur yfir og því er nauðsynlegt að sýna þolinmæði.
Alvarleg veikindi geta bæði þjappað fólki saman og sundrað því. Sambönd snúast ekki bara um kynlíf heldur traust, vináttu og skilning. Mundu að makinn þinn er líka hræddur og óöruggur...
Lesa meira

Áhrif krabbameins á kynlíf og sambönd

Við erum þannig gerð af náttúrunnar hendi að þegar við tengjum ást við umönnun hættum við að tengja hana við erótík eða kynlíf. Það er ákveðin áskorun fyrir pör, þar sem annar aðilinn er veikur og hinn þarf að sinna umönnun, að eiga stundir sem snúast um nánd og erótík. Þegar fólki tekst hinsvegar að skapa jafnvægi milli umönnunarhlutverks og hlutverks maka upplifir það líka jafnvægi í sambandinu. Þegar maður er veikur getur verið erfitt að upplifa sig sem kynveru og breyttur líkami getur líka haft áhrif á það. Það þarf líka að leggja sig fram um að geta annast veikan maka og sjá hann sem kynveru. Margir eiga erfitt með að sjá sjúklinga fyrir sér sem kynverur og það er fátt í heilbrigðiskerfinu og samfélaginu sem auðveldar þá sýn. En við fæðumst og deyjum sem kynverur, það er misjafnt eftir aldursskeiðum og tímabilum hvernig við tjáum hana og túlkum. Það er því mikilvægt að viðhalda kynverunni á tímum þar sem fólk getur upplifað að það hafi tapað miklu af sjálfu sér og verið sett í hlutverk sjúklings.

Kynlíf, sambönd og krabbamein

Ertu í sambandi eða ertu á lausu? Kærleikur, ást og kynlíf er mikilvægt fyrir alla hvernig sem sambandsstaða þeirra er. En krabbamein getur haft áhrif á samband þitt eða verðandi samband og það er ósköp eðlilegt að það poppi upp ýmsar spurningar hjá þér. Hvernig mun maki minn taka þessu? Getum við stundað kynlíf? Mun einhver vilja mig? Þessar og fleiri spurningar munu vafalaust koma upp en ekki örvænta. Það eru fleiri í þessum sömu sporum og því gott að tala við þá til dæmis í gegnum jafningjafræðslu Krafts og Stelpu- og StrákaKraft.
Við erum þannig gerð af náttúrunnar hendi að þegar við tengjum ást við umönnun hættum við að tengja hana við erótík eða kynlíf. Það er ákveðin áskorun fyrir pör, þar...
Lesa meira

Hvernig get ég sýnt stuðning í verki?

Það er mikilvægt að þú styðjir vel við bakið á þeim sem er veikur. Þú þarft að hafa í huga þarfir hans og veita stuðning með eða án orða. Þú getur hjálpað til við að leita að upplýsingum og finna ráð ef svo ber undir. Snerting skiptir máli og að þú forðist ekki að koma við þann veika þar sem það getur valdið höfnunartilfinningu og óvissu. Þú getur boðið fram fjárhagsaðstoð eða hreinlega hjálpað til við þrif, að elda mat og passað börnin. Best er að sýna stuðninginn í verki. Hversu oft höfum við sjálf ekki sagt „Ekki hika við að hafa samband ef eitthvað er eða ég get hjálpað þér“ en hversu oft höfum við fengið símtalið á móti „Geturðu farið út í búð fyrir mig, geturðu eldað fyrir mig, geturðu hjálpað mér að þrífa?“. Krabbameinsveikir eru stoltir og vilja vera sjálfstæðir alveg eins og við öll hin. En þeir þiggja oft hjálpina með þökkum þegar hún kemur óumbeðin. Svo mættu bara með skúringarfötuna á svæðið eða hringdu og segðu: “Ég er að koma og sækja börnin þín og fara með þau í sund.” Mundu samt að öll hjálp verður að sjálfsögðu að vera í samráði við þann krabbameinsveika og það er stutt bil á milli þess að vera hjálpsamur og stjórnsamur.

Hvað geta aðstandendur og vinir gert?

 • Það hjálpar ef einhver fer með í sem flestar læknisheimsóknir, því sjúklingur hefur ekki alltaf orku og einbeitingu til að meðtaka og muna allt sem sagt er.
 • Í krabbameinsmeðferð er sjúklingurinn undir miklu álagi og þreytist mjög auðveldlega og taka skal tillit til þessa í heimsóknum aðstandenda og vina. Forðast skal að halda uppi stanslausum samræðum sem mögulega geta þreytt sjúklinginn eða vera of mörg eða of lengi í heimsókn.
 • Ef sjúklingi líður vel og er í góðu skapi þá skal viðhalda því og tala um eitthvað jákvætt og skemmtilegt en ekki endilega sjúkdóminn sjálfan.
 • Forðast ber að tala of mikið um aðra sem hafa greinst með krabbamein nema sjúklingurinn tali um það af fyrra bragði. Öll krabbameinstilfelli eru ólík hvað varðar meðferð og horfur og slíkur samanburður kemur ekki til með að hjálpa.
 • Gott er að hafa í huga að einungis að halda í höndina á sjúklingi eða gefa honum faðmlag getur þýtt meira en þig grunar. Einnig að sitja saman í hljóði. Slíkt getur oft verið meira virði en þúsund orð.
 • Að sýna svipbrigði á borð við mæðusvip virkar alls ekki vel. Það er mjög óþægilegt fyrir sjúkling að tjá sig þegar aðstandandi horfir sífellt á hann eins og hann sé við dauðans dyr. Það eykur líkurnar á því að sjúklingurinn tjái sig ekki við viðkomandi aðstandanda.
 • Njótið líðandi stundar með sjúklingnum og öðrum #lífiðernúna.
Það er mikilvægt að þú styðjir vel við bakið á þeim sem er veikur. Þú þarft að hafa í huga þarfir hans og veita stuðning með eða án orða. Þú...
Lesa meira

Hlutverk í sambandinu breytast

Þegar annar aðilinn í sambandinu veikist getur margt breyst. Í stað þess að vera maki verður annar aðilinn allt í einu umönnunaraðili og hlutverkin í sambandinu breytast. Allt í einu þarftu kannski að taka að þér allt á heimilinu, sjá um börnin, innkaupin, þrifin, fjármálin og annað. Þetta getur verið mjög erfitt bæði fyrir þig og sjúklinginn sjálfan sem getur fundist hann vera einskis nýtur þó það sem mestu máli skiptir sé að sjálfsögðu að hann einbeiti sér að því að ná bata.

Er kynlífið „bleiki fíllinn“?

Kynlíf er einn partur af lífi flestra og þó að makinn þinn sé veikur þá getur þú ekki bara slökkt á kynlífslöngun þinni. Þegar makinn er veikur er hann ekki endilega með kynlíf á heilanum og meðferð getur líka haft áhrif á kynlífslöngun sem og getu, og hvernig maður upplifir sjálfan sig sem kynveru. Á sama tíma þá er hinn aðilinn í sambandinu enn heilbrigður og með eðlilegar langanir. Kynlífið er jú eitthvað sem gerir ykkur að hjónum eða kærustupari og kynlífið getur orðið að „bleika fílnum“ í sambandinu. Það er einstaklega hjálplegt að fara í kynlífsráðgjöf hjá kynfræðingi þegar aðili greinist með krabbamein. Því það getur myndast togstreita í sambandinu þegar annar aðilinn er með samviskubit að vera með kynhvöt og hinn með samviskubit að vera kyndaufur eða geta ekki stundað kynlíf.
Þegar annar aðilinn í sambandinu veikist getur margt breyst. Í stað þess að vera maki verður annar aðilinn allt í einu umönnunaraðili og hlutverkin í sambandinu breytast. Allt í einu...
Lesa meira

Hver er nánasti aðstandandinn?

Það getur stundum myndast togstreita eða ágreiningur í fjölskyldum þegar einhver greinist með krabbamein. Makar, tengdafjölskylda, foreldrar og systkini vilja kannski öll fá að ráða hvað gera skal í ákveðnum aðstæðum. Hvernig sem hlutirnir eru í þinni fjölskyldu þá er það svo að maki og börn, fólkið sem þú býrð með, er alltaf nánasta fjölskylda. Það getur verið erfitt fyrir foreldra að vita hvar mörkin liggja og hvenær hjálpsemi verður að stjórnsemi. Þið þurfið jafnvel að hafa fjölskyldufund og ræða opið um þessi mál.
Það getur stundum myndast togstreita eða ágreiningur í fjölskyldum þegar einhver greinist með krabbamein. Makar, tengdafjölskylda, foreldrar og systkini vilja kannski öll fá að ráða hvað gera skal í ákveðnum...
Lesa meira

Góð ráð til þeirra sem umgangast krabbameinsveika

Sumt af þessu finnst þér kannski sjálfsagðir hlutir en aðrir ekki.

 • Þegar þú talar við viðkomandi vertu einlæg(ur) og láttu vita að þér þyki vænt um hann.
 • Bjóddu fram aðstoð þína og stuðning.
 • Hlustaðu eftir því hvort hann/hún vilji tala um krabbameinið. Ef viðkomandi vill ekki tala um sjúkdóminn þá skaltu virða það.
 • Reyndu ekki að taka stjórnina á samræðunum, leyfðu viðkomandi að stjórna samtalinu.
 • Vertu góður hlustandi, hlustaðu líka eftir því sem ekki er sagt.
 • Ekki fara að tala um þína reynslu varðandi krabbamein eða reynslu annars fólks sem þú þekkir. Viðkomandi gæti þótt erfitt að hlusta á sögur annarra og hvernig fór fyrir þeim.
 • Farðu varlega í að gefa óumbeðin ráð. Spurðu spurninga eða hlustaðu.
 • Þeir sem hafa greinst með krabbamein vilja ekki alltaf bara hugsa og tala um krabbameinið. Að hlæja og tala um annað er góð leið til að dreifa huganum.
 • Forðastu að segja „ég veit hvernig þér líður" því þú veist ekki hvernig viðkomandi líður nema þú hafir reynslu af því að greinast.
 • Það er hægt að hrósa sjúklingum sem greinast með krabbamein án þess að tengja það við veikindin.
 • Gerðu sömu hlutina með viðkomandi og þið gerðuð áður en veikindin komu upp ef heilsa og þrek hins veika leyfir.
 • Látið ykkur líða vel saman í þögninni. Fólk þarf að geta talað saman og þagað saman.
 • Notaðu augnsamband sem lýsir því að þú sért til staðar og sért að hlusta.
 • Snerting, hlýtt viðmót og bros eru oft góðar leiðir í samskiptum.
 • Það getur valdið leiða eða sársauka hjá þeim sem er veikur ef ekki er hringt, ekki er sýndur áhugi, umhyggja eða stuðningur og ekki haft samband eins og áður.
 • Sýndu skilning á ótta og áhyggjum viðkomandi en ekki vísa því frá með því að segja til dæmis: „Láttu ekki svona, þetta reddast eða þetta á eftir að ganga vel, hresstu þig nú við og skelltu þér út.“
 • Vertu þú sjálf(ur) og hafðu ekki áhyggjur af því hvort þú sért að gera allt rétt. Talaðu frá hjartanu og breyttu samkvæmt þinni bestu vitund. Það eru engar vísdómsperlur sem hægt er að gefa þeim sem eru veikir. Hlustaðu, lærðu og leyfðu þér að þroskast með reynslunni.
 • Sýndu stuðning þinn í verki ekki bara tala um það.
Sumt af þessu finnst þér kannski sjálfsagðir hlutir en aðrir ekki. Þegar þú talar við viðkomandi vertu einlæg(ur) og láttu vita að þér þyki vænt um hann. Bjóddu fram aðstoð...
Lesa meira

Hvernig get ég aðstoðað?

Eitt af því fyrsta sem aðstandendum dettur í hug þegar ástvinur greinist með krabbamein er hvað þeir geta sjálfir gert til að létta honum lífið. Sú aðstoð og stuðningur helgast auðvitað af hversu náinn þú ert viðkomandi. Ertu maki, skyldmenni, vinur, vinnufélagi eða kunningi?

Ertu náinn aðstandandi?

Byrjaðu á að bjóða fram aðstoð þína og stuðning. Hlustaðu eftir vilja viðkomandi en reyndu að taka ekki stjórnina. Þú skalt bjóðast til að fara með í læknisheimsóknir þar sem sjúklingur hefur ekki alltaf orku og einbeitingu til að meðtaka og muna allt sem sagt er. Þú getur tekið frumkvæðið til dæmis með því að sinna heimilisverkum og passa börnin. Passaðu upp á að ekki verði of mikill gestagangur því mikilvægt er að sjúklingur nái að hvíla sig inn á milli. Taktu að þér í samráði við viðkomandi að hafa samband við vinnuveitanda, stofnanir, spítala og aðra. Vertu góður hlustandi og oft getur verið betra að vera til staðar og sýna umhyggju með þögninni eða ef til vill með snertingu. Leyfðu hinum veika að eiga frumkvæðið. Ef fleiri en einn eru í fjölskyldunni getur verið gott að skipta með sér verkum til dæmis að einn sjái um fjármálin, annar um heimilisstörfin, þriðji keyri viðkomandi í meðferðir og svo framvegis. Gættu þess að taka því ekki of persónulega ef hinn veiki sýnir þér ef til vill ekki mikinn kærleika og áhuga. Hann getur verið annars hugar og það er eðlilegt.

Ertu vinur?

Ekki forðast vin þinn þó hann sé með krabbamein. Hringdu í hann jafnvel þó að símtalið verði örstutt svo að hann átti sig á því að þér er ekki sama um hann. Þú getur líka sent honum skilaboð á samfélagsmiðlum. Farðu varlega í að segja reynslusögur annarra. Bjóddu fram aðstoð þína bæði til viðkomandi og náinna ættingja hans. Sýndu stuðning þinn í verki og bjóddu viðkomandi til dæmis með þér í bíó, partý, út í göngutúr og bíltúr. Um fram allt ekki umgangast viðkomandi alltaf eins og hann sé sjúklingur.

Ertu kunningi eða vinnufélagi?

Krabbamein snertir alla þá sem eiga samskipti við þann sem veikist. Þótt þú sért ekki náinn aðstandandi þá getur þú sýnt kærleika með því til dæmis að senda skilaboð á viðkomandi um að þú hugsir til hans. Sem vinnufélagi getur þú látið hann finna að hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af vinnutengdum málum í þessum aðstæðum. Ef þú ert náinn samstarfsfélagi er gott að hafa samband við aðstandendur og bjóða fram aðstoð á einhvern hátt. Ef þið vinnufélagarnir hafið skipulagt einhverja viðburði eins og árshátíð, golfferð, óvissuferð eða annað ekki gleyma að bjóða viðkomandi þó þið vitið jafnvel að hann komist ekki. Fólki þykir alltaf vænt um að það sé munað eftir því.
Eitt af því fyrsta sem aðstandendum dettur í hug þegar ástvinur greinist með krabbamein er hvað þeir geta sjálfir gert til að létta honum lífið. Sú aðstoð og stuðningur helgast...
Lesa meira

Hagnýt atriði fyrir aðstandendur eftir andlát

Það er ýmislegt sem huga þarf að við andlát ástvinar sem fellur að fjárhagslegum- og réttaráhrifum. Dánarvottorð þarf að berast sýslumanni. Sýslumaður aðstoðar eftirlifendur með dánarbú og veitir upplýsingar um erfðamál og frystir innistæður á bankareikningum. Útfararstofa aðstoðar með mörg praktísk atriði varðandi útför. Félagsráðgjafar hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins geta líka aðstoðað varðandi ýmis mál. Athugaðu að ef aðstandandi treystir sér ekki til að sinna öllum þessum atriðum þá er gott að fá einhvern til að aðstoða sig. Hér að neðan er ýmsar upplýsingar varðandi bætur og önnur praktísk atriði en sum geta verið mismunandi eftir sjóðum og aðstæðum eftirlifenda. En nánari upplýsingar má til dæmis finna á www.sorg.is og www.krabb.is.

Tryggingastofnun

 • Dánarbætur greiðast eftirlifandi maka yngri en 67 ára í 6 mánuði og lengur eftir tilvikum og fer það oftast eftir aldri barna viðkomandi.
 • Barnalífeyrir greiðist til eftirlifandi foreldris ef hinn látni á börn yngri en 18 ára og til 20 ára ef um er að ræða ungmenni sem er í námi og þá er það greitt beint til barnsins. Greiddur er tvöfaldur barnalífeyrir ef báðir foreldrar eru látnir.
 • Mæðra- og ferðalaun eru greidd einstæðum foreldrum sem eru með tvö eða fleiri börn á framfæri sínu. Mæðra/feðralaun eru skattskyld en ekki tekjutengd.
 • Heimilisuppbót er greidd til eftirlifandi maka sem er einn um heimilisrekstur og er örorku- eða ellilífeyrisþegi.

Stéttarfélög

 • Útfararstyrkur er greiddur af flestum stéttarfélögum.Lífeyrissjóðir
 • Makalífeyrir er greiddur eftirlifanda maka samkvæmt reglum viðkomandi sjóðs og áunnum réttindum.
 • Barnalífeyrir er greiddur mánaðarlega með barni sjóðsfélaga til 18 ára aldurs eða lengur ef viðkomandi ungmenni er í námi.
 • Séreignarsparnaður er eign sjóðfélaga og erfist til lögerfingja við andlát hans. Inneign getur líka verið hjá bönkum eða tryggingafélögum.

Skattstjórinn

 • Eftirlifandi maki eða sambúðaraðili getur nýtt sér skattkort og persónuafslátt hins látna í allt að níu mánuði eftir andlát.
 • Hægt að sækja um lækkun á tekju- og eignaskatti vegna andláts ef sýnt er fram á röskun á fjárhagi vegna andlátsins.

Borgar - og bæjarskrifstofur

 • Hugsanlegur afsláttur á fasteignagjöldum og útsvari ef tekjur eru undir ákveðnu viðmiðunarmarki

Félagsþjónusta sveitarfélaga

 • Hægt að sækja um útfararstyrk ef tekjur eru lágar og félagslegar aðstæður erfiðar.

Fæðingarorlofssjóður

 • Ef annað foreldrið deyr áður en barn nær 24 mánaða aldri færist ónýttur fæðingarorlofsréttur hins látna til eftirlifandi foreldris.
 • Ef annað foreldrið andast á meðgöngu barns og barnið fæðist lifandi öðlast hitt foreldrið rétt til fæðingarorlofs í allt að níu mánuði.
Það er ýmislegt sem huga þarf að við andlát ástvinar sem fellur að fjárhagslegum- og réttaráhrifum. Dánarvottorð þarf að berast sýslumanni. Sýslumaður aðstoðar eftirlifendur með dánarbú og veitir upplýsingar um...
Lesa meira

Ég er máttvana eftir krabbameinsmeðferð - hvað get ég gert?

Á meðan á meðferð stendur geturðu verið mjög máttvana en þá er ágætt að hafa eftirfarandi í huga:

 • Gott er að setja sér skýr og raunhæf markmið, hafa æfingarnar einfaldar og ánægjulegar. Það er líka gaman að taka einhvern með sér í göngutúrana eða aðra hreyfingu.
 • Skiptu reglulega um stellingu ef þú ert rúmliggjandi. Hreyfðu útlimina.
 • Farðu í stutta göngutúra daglega.
 • Taktu tröppurnar í staðinn fyrir lyftuna.
 • Lyftu léttum lóðum.
 • Hjólaðu.
 • Farðu í jóga.
 • Ekki pirra þig þó þú hafir ekki eins mikla orku og áður þetta snýst ekki um keppni og stoppaðu ef þú finnur fyrir mikilli þreytu.
 • Ekki ofþjálfa. Stoppaðu þegar þú finnur fyrir verkjum.
 • Gott er að tala við sjúkraþjálfara sem hjálpar þér við að finna rétt prógramm fyrir þig.
 • Forðastu vanvirkni, gerðu eitthvað í stað þess að gera ekkert, ýttu þér smám saman lengra og lengra og árangurinn mun ekki láta á sér standa.
Á meðan á meðferð stendur geturðu verið mjög máttvana en þá er ágætt að hafa eftirfarandi í huga: Gott er að setja sér skýr og raunhæf markmið, hafa æfingarnar einfaldar...
Lesa meira

Hvernig er með líkamsrækt meðan ég er í krabbameinsmeðferð?

Það er ráðlagt að stunda hreyfingu og endurhæfingu allt frá greiningu. Það hjálpar líkamanum að takast á við veikindin sem og meðferðirnar og getur slegið á aukaverkanir og flýtt fyrir góðum bata. Í boði eru ýmis úrræði hvað varðar endurhæfingu, líkamsrækt og útivist fyrir krabbameinsgreinda. Þjálfun fer fram undir handleiðslu sérmenntaðra aðila og er miðuð að þörfum hvers og eins. Hér geturðu séð hvar þú getur fengið endurhæfingu. 
Það er ráðlagt að stunda hreyfingu og endurhæfingu allt frá greiningu. Það hjálpar líkamanum að takast á við veikindin sem og meðferðirnar og getur slegið á aukaverkanir og flýtt fyrir...
Lesa meira

Get ég stundað tómstundirnar mínar meðan ég er í krabbameinsmeðferð?

Það fer allt eftir meðferðum og ónæmiskerfinu þínu hvort þú getir haldið áfram í tómstundum þínum. Ekki hætta um leið og þú greinist með krabbamein. Haltu áfram svo lengi sem heilsan leyfir því það hjálpar alltaf til að hreyfa sig eða hafa eitthvað fyrir stafni til að dreifa huganum.
Það fer allt eftir meðferðum og ónæmiskerfinu þínu hvort þú getir haldið áfram í tómstundum þínum. Ekki hætta um leið og þú greinist með krabbamein. Haltu áfram svo lengi sem...
Lesa meira

Má ég heimsækja aðra á meðan ég er í meðferð?

Já, að sjálfsögðu en það ber að varast að heimsækja einhverja sem eru veikir þar sem ónæmiskerfið þitt gæti verið veikt eftir til dæmis lyfjameðferð. Athugaðu líka að þú þarft að hafa í huga að þú getur kannski ekki farið í bíó, leikhús, strætó eða jafnvel út í búð ef þú ert með veikt ónæmiskerfi. Gott er að ræða við lækninn þinn hvenær þú þarft að passa þig að fara ekki á fjölfarna staði.
Já, að sjálfsögðu en það ber að varast að heimsækja einhverja sem eru veikir þar sem ónæmiskerfið þitt gæti verið veikt eftir til dæmis lyfjameðferð. Athugaðu líka að þú þarft...
Lesa meira

Má ég fara í skólann eða vinnuna?

Ef þú hefur heilsu til þá er alveg sjálfsagt að mæta í skólann eða vinnuna. En ráðfærðu þig samt alltaf við lækninn þinn. Sumir vilja bara fara strax í veikindaleyfi meðan aðrir sökkva sér í vinnu eða skóla til að geta hugsað um eitthvað annað en veikindin. En það er mismunandi eftir krabbameinum og meðferðum hversu mikla orku þú munt hafa og því þarf alltaf að taka mið af því. Ef þú ert í skóla er líka gott fyrir þig að tala við námsráðgjafa til að fá ráðgjöf um hvernig sé best að haga náminu á meðan á veikindum stendur. Ef þú ert á vinnumarkaði þarft þú og yfirmaður þinn líka að finna réttu lausnirnar.
Ef þú hefur heilsu til þá er alveg sjálfsagt að mæta í skólann eða vinnuna. En ráðfærðu þig samt alltaf við lækninn þinn. Sumir vilja bara fara strax í veikindaleyfi...
Lesa meira

Hvernig er með vinnuna mína þegar ég er í krabbameinsmeðferð?

Hversdagslífið getur raskast á meðan á meðferð stendur og eftir meðferð og því er gott að hafa neðangreint í huga.
 • Láttu vita að meðferðir geti haft áhrif á vinnuframlag þitt áður en þú kemur aftur til vinnu.
 • Athugaðu hvort þú getir byrjað aftur rólega og ekki í fullri vinnu.
 • Hugsaðu meðvitað um hversu mikla vinnuorku þú hefur.
 • Ræddu við yfirmann þinn um verkefni þín. Ættirðu að fá ný verkefni? Er betra fyrir þig að vera í annarri deild til dæmis í einhvern tíma?
 • Athugaðu hvort þú getir fengið sveigjanleika í vinnunni með að geta unnið heima einhverja daga sé þess þörf.
Hversdagslífið getur raskast á meðan á meðferð stendur og eftir meðferð og því er gott að hafa neðangreint í huga. Láttu vita að meðferðir geti haft áhrif á vinnuframlag þitt...
Lesa meira

Ég er í skóla og í krabbameinsmeðferð hvað get ég gert?

Hversdagslífið getur raskast á meðan á meðferð stendur og eftir meðferð og því er gott að hafa neðangreint í huga.
 • Vertu í góðu sambandi við skólann og kennara og láttu vita um aðstæður þínar.
 • Athugaðu að krabbameinið og meðferðirnar geta haft áhrif á mætinguna í einhvern tíma og það getur komið niður á náminu.
 • Gerðu raunhæfar kröfur til sjálfs þíns þar sem veikindin geta haft áhrif á námsframmistöðu þína.
 • Taktu mið af því að þú ert þreyttari og ekki með eins mikla orku og einbeitingu.
 • Þú gætir þurft að fresta náminu ef þú ert of mikið fjarverandi frá skólanum.
 • Upplýstu skólafélaga um að meðferðin geti haft áhrif á að þú takir ekki eins mikinn þátt í tímum og verkefnum og að það geta orðið líkamlegar og andlegar breytingar hjá þér vegna meðferðar.
 • Athugaðu að fjarnám gæti hjálpað til, vertu í samráði við skólann um það.
Hversdagslífið getur raskast á meðan á meðferð stendur og eftir meðferð og því er gott að hafa neðangreint í huga. Vertu í góðu sambandi við skólann og kennara og láttu...
Lesa meira

Hvað nú ef mig vantar hjálp?

 • Finndu til númerin hjá öllum þeim sem geta hjálpað þér hvort sem það eru fagaðilar eins og læknirinn þinn eða aðstandendur eins og maki, kærasti, foreldrar, yfirmaður eða aðrir. Settu númerin í símann þinn en skrifaðu þau líka niður svo aðrir geti fundið þau og settu til dæmis á ísskápinn þinn.
 • Mundu að þú eða aðstandandi getið alltaf hringt upp á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga Landspítalans eða á göngudeildina þar sem þú ert í meðferð ef þið eruð í vafa um eitthvað eða vantar aðstoð.
 • Stuðningsnet Krafts og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er tilvalið til að fá aðstoð og ráðgjöf og ekki hika við að hafa samband við Kraft ef svo ber undir.
 • Þú getur sótt um félagslega heimaþjónustu hjá þínu bæjarfélagi. Heimaþjónustan er fyrir þá sem ekki geta séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu vegna veikinda. Umsóknir eru metnar hverju sinni.
 • HERA, sérhæfð líknarheimaþjónusta, er ætluð sjúklingum með erfið einkenni vegna langvinnra sjúkdóma. Markmið hennar er að gera skjólstæðingum kleift að dvelja heima eins lengi og aðstæður leyfa.
Finndu til númerin hjá öllum þeim sem geta hjálpað þér hvort sem það eru fagaðilar eins og læknirinn þinn eða aðstandendur eins og maki, kærasti, foreldrar, yfirmaður eða aðrir. Settu...
Lesa meira

Ég bý með öðrum og er með krabbamein - hvernig ber ég mig að?

Sambúð,hvort sem hún er með maka, foreldrum, vinum eða kunningjum, getur alltaf reynt á. En þegar þú ert veikur reynir hún enn meira á. Hvort sem þú þarft að fara á spítala og leggjast inn eða fara í lyfjagjöf á dagdeild þá munu veikindi þín hafa áhrif á heimilið. Orkuleysi, ógleði svo ekki sé minnst á andlega heilsu hafa líka áhrif á hina í kringum þig. Ef þú býrð heima hjá foreldrum þínum gæti þér liðið eins þú sért í bómull þar sem verið er að ofvernda þig jafnvel þó þú sért að ná heilsu á ný. Ef þú ert í sambúð eða leigir með öðrum gæti þér liðið illa yfir að geta ekki lagt eins mikið til heimilisins í húsverkum og öðru. En mundu bara að það eru allir af vilja gerðir og hvort sem það eru samleigjendur, maki eða foreldrar þá skiptir það máli að ræða um líðan ykkar, heimilishaldið og hvernig þið getið öll gert sambúðina þægilega. Það er til dæmis hægt að setja upp skipulag þar sem húsverkum er skipt á milli og þú getur tekið að þér þau verk sem þú treystir þér til.
Sambúð,hvort sem hún er með maka, foreldrum, vinum eða kunningjum, getur alltaf reynt á. En þegar þú ert veikur reynir hún enn meira á. Hvort sem þú þarft að fara...
Lesa meira

Ég bý ein(n) og er með krabbamein hvað get ég gert?

Hvort sem þú hefur lagst inn á spítala eða flutt til einhverra á meðan á meðferð stóð getur verið erfitt að koma aftur heim. Það er fullt af fólki búið að vera í kringum þig að annast þig dag og nótt. Núna þegar heim er komið þarftu að standa á eigin fótum. En mundu að þú getur alltaf beðið um hjálp. Þú þarft kannski á hjálp að halda við innkaupin, þrifin eða hvað eina sem þú hefur ekki orku til í augnablikinu. Hlustaðu á líkamann og ekki ofgera þér. Leitaðu frekar aðstoðar því það er fullt af fólki sem vill hjálpa.
Hvort sem þú hefur lagst inn á spítala eða flutt til einhverra á meðan á meðferð stóð getur verið erfitt að koma aftur heim. Það er fullt af fólki búið...
Lesa meira

Get ég farið til útlanda?

Já, þú getur farið til útlanda svo fremi sem þú treystir þér til þess. Ef þú veikist innan Evrópska efnahagssvæðisins áttu greiðan aðgang að sjúkrahúsum án þess að greiða fyrir það ef þú ert með Evrópska sjúkratryggingakortið sem þú færð hjá Sjúkratryggingum Íslands. Ef þú ert að ferðast utan EES þarftu að leggja út fyrir sjúkrakostnaði en getur sótt um endurgreiðslu hluta kostnaðar hjá Sjúkratrygginum Íslands þegar heim er komið en mundu að taka kvittanir fyrir öllu. Áður en þú ferð til útlanda er nauðsynlegt að kanna hvar sjúklingatrygging þín gildir og hvar ekki. Forfallatrygging, sem keypt er hjá tryggingafélagi, er langoftast þannig að hún gildir ekki ef þú þarft að lengja dvöl þína erlendis. Ef þú þarft að leggjast inn á sjúkrahús vegna krabbameinsins eða annarra veikinda sem tengjast því. Þetta gildir einnig um forfallatryggingu þinna nánustu. Segjum sem svo að þú farir með fjölskyldu þinni, maka og tveimur börnum, til útlanda og veikist þá fellur allur kostnaður sem viðkemur flugi, hóteli og fleira á ykkur. Ef ferðin er greidd með greiðslukorti ertu hugsanlega með ferðatryggingu sem bætir útgjöld vegna veikinda á ferðalagi erlendis. Meginregla hjá Sjúkratryggingum Íslands er hins vegar sú að þeir sem ferðast erlendis og dvelja þar um styttri tíma án þess að taka þar upp búsetu eða hefja störf halda almennt tryggingavernd sinni á Íslandi. Vegna sjúkrakostnaðar erlendis getur verið nauðsynlegt að kaupa ferðatryggingu hjá tryggingafélagi því slíkar tryggingar greiða fyrir fleira en almannatryggingar gera, til dæmis kostnað vegna heimflutnings. Ef um fyrirfram ákveðna læknismeðferð erlendis er að ræða gilda ákveðnar reglur og þá ber að hafa samband við alþjóðadeild Sjúkratrygginga Íslands og leita eftir samþykki fyrirfram.
Já, þú getur farið til útlanda svo fremi sem þú treystir þér til þess. Ef þú veikist innan Evrópska efnahagssvæðisins áttu greiðan aðgang að sjúkrahúsum án þess að greiða fyrir...
Lesa meira

Get ég fengið lán ef ég er með krabbamein?

Það er misjafnt eftir lánastofnunum hvernig lánareglur þeirra eru. Eins og varðandi alla aðra lánastarfsemi er það metið hverju sinni. Það tíðkast ekki að spyrja lánstaka um heilsufar. Lánastofnanir taka veð í eignum og biðja um ábyrgðarmenn fyrir lánum. Þú verður að hafa samband við hverja og eina lánastofnun varðandi frekari upplýsingar.
Það er misjafnt eftir lánastofnunum hvernig lánareglur þeirra eru. Eins og varðandi alla aðra lánastarfsemi er það metið hverju sinni. Það tíðkast ekki að spyrja lánstaka um heilsufar. Lánastofnanir taka...
Lesa meira

Hvað með námið og námslánin?

Mikilvægt er að vera í góðu sambandi við skóla og kennara varðandi námið þitt og framvindu. Ef að þú nærð ekki vegna veikinda þinna að skila einingum sem krafist er til að fá áframhaldandi greiðslur frá Lín geturðu sótt um undanþágu. Sækja þarf sérstaklega um það og skila inn viðeigandi gögnum. Sömu reglur gilda þegar þú getur ekki greitt afborganir af námsláninu þínu vegna veikinda. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Lánasjóðs íslenskra námsmanna.
Mikilvægt er að vera í góðu sambandi við skóla og kennara varðandi námið þitt og framvindu. Ef að þú nærð ekki vegna veikinda þinna að skila einingum sem krafist er...
Lesa meira

Hvar fæ ég endurhæfingu?

Þér stendur til boða mikið úrval af endurhæfingarúrræðum í formi sjúkraþjálfunar, hreyfingar og iðjuþjálfunar. Á Landspítalanum er endurhæfingarteymi sem getur aðstoðað meðal annars við gerð endurhæfingaráætlunar. Ljósið býður upp á fjölbreytta starfsemi á sviði endurhæfingar. Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins býður meðal annars upp á jóga, hugleiðslu og djúpslökun. Kraftur er með FítonsYoga og FítonsKraft sem er hreyfing í formi endurhæfingar og útivistar og býður líka upp á FjarKraft fyrir þá sem eru ekki á höfuðborgarsvæðinu. Aðrir endurhæfingaraðilar eru: Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, endurhæfingarmiðstöð Sjúkrahússins á Akureyri í Kristnesi og Reykjalundur fyrir ákveðna sjúklingahópa. Einnig er endurhæfing í boði á ýmsum endurhæfingarstöðvum og líkamsræktarstöðvum.
Þér stendur til boða mikið úrval af endurhæfingarúrræðum í formi sjúkraþjálfunar, hreyfingar og iðjuþjálfunar. Á Landspítalanum er endurhæfingarteymi sem getur aðstoðað meðal annars við gerð endurhæfingaráætlunar. Ljósið býður upp á...
Lesa meira

Hvað felst í endurhæfingu eftir greiningu krabbameins?

Til eru margs konar endurhæfingarúrræði sem miða að því að bæta líðan, auka sjálfsbjargargetu, sjálfstraust, þrótt og þrek. Þar má nefna hreyfingu, næringarráðgjöf, upplýsingar og ráðgjöf um réttindi og félagsleg úrræði, verkjameðferð, slökun, nudd, iðjuþjálfun, aðstoð við val hjálpartækja og viðtalsmeðferð af ýmsum toga. Mælt er með því að endurhæfing hefjist sem fyrst eftir að krabbamein greinist og haldi áfram eins lengi og hver og einn þarf á að halda. Gott er að setja sér markmið og gera eigin endurhæfingaráætlun og endurskoða hana reglulega þannig að tekið sé mið af breytilegum aðstæðum og þörfum. Það er hægt að fá aðstoð við að búa til endurhæfingaráætlun.
 • Hvað getur þú gert?
 • Hreyfðu þig reglulega þegar þú getur.
 • Forðastu hreyfingarleysi.
 • Hreyfðu þig í 20-30 mínútur á dag.
 • Gerðu styrktaræfingar, lyftu lóðum og þess háttar til dæmis tvisvar í viku.
 • Forgangsraðaðu verkefnum þannig að þú hafir orku til að takast á við verk sem skipta þig máli.
 • Leggðu áherslu á góðan nætursvefn.
 • Prófaðu að hugleiða eða fara í slökun. Þannig getur þú losað þig við streitu.
 • Talaðu við einhvern sem þú treystir um hvernig þér líður.
 • Passaðu að borða nóg og drekka nóg af vatni.
 • Mundu að allt sem þú gerir til endurhæfingar skiptir máli sama hversu lítil skref þú tekur.
Til eru margs konar endurhæfingarúrræði sem miða að því að bæta líðan, auka sjálfsbjargargetu, sjálfstraust, þrótt og þrek. Þar má nefna hreyfingu, næringarráðgjöf, upplýsingar og ráðgjöf um réttindi og félagsleg...
Lesa meira

Hvað er endurhæfing?

Meginmarkmið endurhæfingar er að endurheimta og viðhalda sem bestri virkni, heilsu og lífsgæðum innan þeirra takmarkana sem sjúkdómurinn og meðferðin setur. Endurhæfing er mikilvæg fyrir þá sem greinast með krabbamein vegna þess að sjúkdómnum og meðferðinni geta fylgt margvíslegir fylgikvillar sem hafa áhrif á líðan, getu og daglega virkni. Þarfirnar fyrir endurhæfingarúrræði eru mismunandi eftir aðstæðum og tíma hjá hverjum og einum. Það hefur komið í ljós að því fyrr sem þú hefur endurhæfingu því fljótari ertu að ná þér. Nú er mælt með því að endurhæfing hefjist fljótlega eftir greiningu. Reynslan hefur sýnt að þeir sjúklingar sem hefja endurhæfingu sem fyrst ná fyrr betri heilsu .
Meginmarkmið endurhæfingar er að endurheimta og viðhalda sem bestri virkni, heilsu og lífsgæðum innan þeirra takmarkana sem sjúkdómurinn og meðferðin setur. Endurhæfing er mikilvæg fyrir þá sem greinast með krabbamein...
Lesa meira

Félög og stofnanir sem sinna krabbameinsveikum og aðstandendum

Kraftur

Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Félagið er hagsmuna- og stuðningsfélag fyrir ungt fólk á aldrinum 18-40 ára. Aðstandendur geta einnig gerst félagsmenn, án tillits til aldurs.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er upplýsinga- og stuðningsþjónusta fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Þar starfa hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, sálfræðingur og kynfræðingur. Boðið er upp á fræðslu, viðtöl, faglega ráðgjöf, djúpslökun og fleira, jafnt fyrir einstaklinga sem hópa. Hægt er að koma án þess að gera boð á undan sér eða panta tíma. Á vegum Ráðgjafarþjónustunnar eru haldin ýmis námskeið og fræðslufundir, má þar nefna námskeið í núvitund, hugrænni atferlismeðferð meðal annars við svefnvanda, þreytu í kjölfar krabbameinsmeðferðar, einbeitingu og minni. Einnig er boðið upp á sogæðabjúgsnámskeið, fræðslufundi um réttindamál og fræðslu fyrir fólk sem nýlega hefur greinst með krabbamein. Hádegisfyrirlestrar og örráðstefnur eru reglulega um hin ýmsu málefni er tengjast því að greinast með krabbamein. Opið er alla virka daga frá kl. 9-16. Hægt er að hringja í gjaldfrjálst símnúmer 800 4040 eða senda tölvupóst á radgjof@krabb.is. Nánari upplýsingar um Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagins er á heimasíðu Krabbameinsfélagsins.

Krabbameinsfélag Íslands

Aðild að Krabbameinsfélagi Íslands eiga 20 svæðafélög og 5 stuðningshópar en að auki eru nokkrir aðrir stuðningshópar starfandi sem eiga ekki beina aðild að Krabbameinsfélagi Íslands. Þjónustuskrifstofur Krabbameinsfélaganna eru víðsvegar um landið þ.e. Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Austfjörðum, Selfossi, og Reykjanesbæ veita upplýsingar, ráðgjöf og stuðning.

Stuðningshópar einbeita sér gjarnan að sérstæðari málum en þeir eru eftirfarandi:

Ljósið

Ljósið er heilbrigðisstofnun með fjölbreytta þjónustu fyrir þann sem greinst hefur með krabbamein og nánustu fjölskyldumeðlimi. Í Ljósinu starfar þverfaglegt teymi sérfræðinga. Má þar nefna, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara (meðal annars með sérhæfingu í sogæðanuddi), sálfræðinga, næringarfræðing, markþjálfa, íþrótta- og heilsufræðinga, heilsunuddara og listmeðferðarfræðing. Ljósið býður einnig upp á fjölbreytt námskeið af ýmsu tagi og þar eru einnig starfandi kyn- og aldurstengdir jafningjahópar. Nánari upplýsingar um þjónustu Ljóssins og dagskrá er á heimasíðu félagsins.

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna - SKB

Árlega greinast 12-14 börn með krabbamein á Íslandi. Tilgangur SKB er að styðja þau og aðstandendur þeirra, einkum til andlegrar og líkamlegrar heilsueflingar. Það sinnir fræðslu- og útgáfustarfsemi um sérstöðu og þarfir krabbameinsveikra barna og um síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð. Félagið á tvær íbúðir í Reykjavík fyrir fjölskyldur af landsbyggðinni og það styður starfsfólk Barnaspítala Hringsins til að efla sig faglega. SKB er rekið fyrir sjálfsafla- og gjafafé. Nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins.

Styrktarfélagið Göngum saman

Styrktarfélagið Göngum saman hefur það að markmiði að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini en þær eru undirstaða þess að lækning finnist í framtíðinni. Félagið leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar bæði til heilsueflingar og til að afla fjár í styrktarsjóðinn. Nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins.

Bergmál

Tilgangur Bergmáls er að hlynna að krabbameinssjúkum, blindum, öldruðum og öðrum þeim er búa við langvarandi sjúkdóma. Félagið stendur fyrir orlofsvikum í Bergheimum á Sólheimum í Grímsnesi fyrir skjólstæðinga sína yfir sumarið sem er þeim að kostnaðarlausu auk samverustunda yfir veturinn. Nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins.

Heilsustofnunin NLFÍ Hveragerði

Stofnunin tekur á móti krabbameinsveiku fólki í endurhæfingarmeðferð og tekur við tíu manns á hverjum tíma og koma einstaklingar með beiðni þar um, ýmist frá Landspítalanum, krabbameinslækni eða heimilislækni. Markmið meðferða NLFÍ er að auka líkamlegan styrk, efla andlega, líkamlega og félagslega heilsu og auka lífsgæði. Einstaklingsmiðuð þjálfun er hluti af meðferðinni og unnið er að því að þátttakendur nýti sér hollt og fjölbreytt mataræði. Að þátttakendur finni þá leið sem best hentar til að draga úr streitu og álagi í daglegu lífi, bæta svefn, setja sér markmið og vinna að þeim. Sjá nánar á heimasíðu Heilsustofnunar.

Reykjalundur

Reykjalundur er rekinn á þjónustusamningi við Sjúkratryggingar Íslands, í þeim samningi er ekki gert ráð fyrir neinni endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda. Sjúklingar með lungnakrabbamein og önnur mein í brjóstholi falla undir skilgreint verksvið lungnasviðs samkvæmt þjónustusamningi við hið opinbera. Fólk með krabbamein í brjóstholi og lungum hefur fengið endurhæfingu á lungnasviði. Allir læknar geta sent beiðni um endurhæfingu fyrir skjólstæðinga sína. Sjá nánar á heimasíðu Reykjalundar.    
Kraftur Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Félagið er hagsmuna- og stuðningsfélag fyrir ungt fólk á aldrinum 18-40 ára. Aðstandendur geta einnig gerst...
Lesa meira

Hvar fylgist ég með mínum málum?

Í þjónustugátt á vefsvæði Sjúkratrygginga Íslands, getur þú séð greiðslustöðu þína í heilbrigðiskerfinu og m.a. hversu miklum fjárhæðum þú hefur varið í læknis- og lyfjakostnað. Þar getur þú auk þess fylgst með framgangi umsókna til dæmis umsókna um hjálpartæki og fleira. Á mínum síðum á vefsíðu Tryggingastofnunar ríkisins getur þú sótt um endurhæfingarlífeyri og bætur almannatrygginga, fyllt út tekjuáætlanir og sent og móttekið rafrænan póst varðandi þín málefni við stofnunina. Á mínum síðum á Heilsuveru getur þú átt samskipti við heilsugæslustöðina þína, bókað tíma hjá læknum, óskað eftir endurnýjunum lyfja, læknisvottorðum og fleira.
Í þjónustugátt á vefsvæði Sjúkratrygginga Íslands, getur þú séð greiðslustöðu þína í heilbrigðiskerfinu og m.a. hversu miklum fjárhæðum þú hefur varið í læknis- og lyfjakostnað. Þar getur þú auk þess...
Lesa meira

Hvernig kvarta ég? Hver er réttur minn?

Ef þér finnst hallað á þinn hlut í heilbrigðiskerfinu á einn eða annan hátt til dæmis varðandi læknisþjónustu, lyfjagjöf, upplýsingaflæði eða annað sem tengist krabbameininu og meðferðinni, skaltu ekki hika við að láta í þér heyra. Embætti Landlæknis tekur við öllum kvörtunum sjúklinga sem telja sig hafa verið beitta misrétti á einn eða annan hátt eða orðið fyrir læknamistökum svo dæmi sé tekið. Eyðublöð fyrir kvartanir er að finna inn á heimasíðu Landæknisembættisins.
Ef þér finnst hallað á þinn hlut í heilbrigðiskerfinu á einn eða annan hátt til dæmis varðandi læknisþjónustu, lyfjagjöf, upplýsingaflæði eða annað sem tengist krabbameininu og meðferðinni, skaltu ekki hika...
Lesa meira

Get ég tryggt mig eftir að ég greinist með krabbamein ?

Líf- og sjúkdómatrygging

Það kann að vera of seint í rassinn gripið að líf- og sjúkdómatryggja sig eftir krabbameinsgreiningu. Engu að síður geta þeir sem greinst hafa með krabbamein keypt sér líf- og sjúkdómatryggingu með þeim fyrirvara að tryggingin gildi ekki ef viðkomandi greinist aftur með krabbamein. Tryggingin gildir eftir sem áður fyrir öllum öðrum sjúkdómum sem tilgreindir eru í skilmálunum. Það kunna þó að vera mismunandi skilmálar milli tryggingafélaga og því nauðsynlegt að kanna þá vel og vandlega. Líftrygging er mikilvæg til þess að tryggja hag þeirra sem treysta á þig.  Aðstandendur þínir fá greiddar bætur ef þú fellur frá á tryggingartímanum. Engu máli skiptir hvort orsökin er slys eða sjúkdómur. Líftryggingabætur eru skattfrjálsar og verðtryggðar og eru greiddar út í einu lagi. Allir á aldrinum 18-69 ára geta sótt um líftryggingu og gildir hún til 70 ára aldurs. Börn frá fæðingu til 18 ára aldurs eru sjálfkrafa líftryggð með tryggingu foreldris. Sjúkdómatrygging tryggir þér bætur ef þú greinist með einhvern þeirra sjúkdóma sem tryggingin nær til. Tryggingartaki ákveður tryggingafjárhæðina og komi til veikinda er hún greidd út í einu lagi. Bætur sjúkdómatrygginga eru skattfrjálsar og verðtryggðar. Allir á aldrinum 18-59 ára geta sótt um sjúkdómatryggingu og gildir hún til 70 ára aldurs. Sjúkdómum og slysum er skipt upp í fjóra flokka eftir eðli þeirra og tegund. Flokkur 1: Krabbamein Flokkur 2: Hjarta- og æðasjúkdómar Flokkur 3: Tauga- og hrörnunarsjúkdómar Flokkur 4: Aðrir alvarlegir sjúkdómar og slys Aðeins er greitt einu sinni vegna sjúkdóms í hverjum flokki þrátt fyrir að sá sem tryggður er kynni að greinast með tvo sjúkdóma í sama flokki. Allir sem greinast með sjúkdóm og fá tryggingafé greitt úr sjúkdómatryggingu sem er með endurvakningarákvæði geta óskað eftir því að endurvekja trygginguna innan þriggja mánaða frá greiðslu, þá með þeim skilyrðum að sá tryggingaflokkur sem bætur voru greiddar út úr er undanskilinn. Börn á aldrinum 3ja mánaða til 18 ára eru sjálfkrafa tryggð með tryggingu foreldris. Bótafjárhæð vegna hvers barns er 50% af tryggingafjárhæð foreldranna. Þó er hámarksfjárhæð á bótum fyrir hvert barn.

Get ég tryggt mig eftir krabbameinsgreiningu?

Allir geta sótt um líf- og sjúkdómatryggingu þó svo að þeir hafi fengið krabbamein. Í slíkum tilfellum er miðað við að a.m.k. fimm ár séu liðin frá lokum krabbameinsmeðferðar. Hver og ein umsókn er þá metin sérstaklega en það sem er skoðað er m.a. tegund krabbameins, hver meðferð var og bati. Ef umsókn er samþykkt þá er það oftast með þeim fyrirvara að krabbamein sé undanskilið í sjúkdómatryggingunni en í líftryggingum getur iðgjald tryggingarinnar hækkað.
Líf- og sjúkdómatrygging Það kann að vera of seint í rassinn gripið að líf- og sjúkdómatryggja sig eftir krabbameinsgreiningu. Engu að síður geta þeir sem greinst hafa með krabbamein keypt...
Lesa meira

Get ég farið til útlanda?

Já, þú getur farið til útlanda svo fremi sem þú treystir þér til þess. Ef þú veikist innan Evrópska efnahagssvæðisins áttu greiðan aðgang að sjúkrahúsum án þess að greiða fyrir það ef þú ert með Evrópska sjúkratryggingakortið sem þú færð hjá Sjúkratryggingum Íslands. Ef þú ert að ferðast utan EES þarftu að leggja út fyrir sjúkrakostnaði en getur sótt um endurgreiðslu hluta kostnaðar hjá Sjúkratrygginum Íslands þegar heim er komið en mundu að taka kvittanir fyrir öllu. Áður en þú ferð til útlanda er nauðsynlegt að kanna hvar sjúklingatrygging þín gildir og hvar ekki. Forfallatrygging, sem keypt er hjá tryggingafélagi, er langoftast þannig að hún gildir ekki ef þú þarft að lengja dvöl þína erlendis. Ef þú þarft að leggjast inn á sjúkrahús vegna krabbameinsins eða annarra veikinda sem tengjast því. Þetta gildir einnig um forfallatryggingu þinna nánustu. Segjum sem svo að þú farir með fjölskyldu þinni, maka og tveimur börnum, til útlanda og veikist þá fellur allur kostnaður sem viðkemur flugi, hóteli og fleira á ykkur. Ef ferðin er greidd með greiðslukorti ertu hugsanlega með ferðatryggingu sem bætir útgjöld vegna veikinda á ferðalagi erlendis. Meginregla hjá Sjúkratryggingum Íslands er hins vegar sú að þeir sem ferðast erlendis og dvelja þar um styttri tíma án þess að taka þar upp búsetu eða hefja störf halda almennt tryggingavernd sinni á Íslandi. Vegna sjúkrakostnaðar erlendis getur verið nauðsynlegt að kaupa ferðatryggingu hjá tryggingafélagi því slíkar tryggingar greiða fyrir fleira en almannatryggingar gera, til dæmis kostnað vegna heimflutnings. Ef um fyrirfram ákveðna læknismeðferð erlendis er að ræða gilda ákveðnar reglur og þá ber að hafa samband við alþjóðadeild Sjúkratrygginga Íslands og leita eftir samþykki fyrirfram.
Já, þú getur farið til útlanda svo fremi sem þú treystir þér til þess. Ef þú veikist innan Evrópska efnahagssvæðisins áttu greiðan aðgang að sjúkrahúsum án þess að greiða fyrir...
Lesa meira

VIRK starfsendurhæfing - Hvernig virkar hún?

Það getur tekið tíma eftir langvarandi veikindi að fóta sig á vinnumarkaði á ný. Þá getur verið gott að nýta sér starfsendurhæfingu til dæmis hjá VIRK. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa. VIRK metur hvort starfsendurhæfing sé raunhæf og starfsgetu einstaklinga sem búa við skerta starfsgetu vegna heilsubrests. VIRK vinnur með fagaðilum, fyrirtækjum og stofnunum að því skapa fjölbreytt tækifæri fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu á vinnumarkaði. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu VIRK.
Það getur tekið tíma eftir langvarandi veikindi að fóta sig á vinnumarkaði á ný. Þá getur verið gott að nýta sér starfsendurhæfingu til dæmis hjá VIRK. Hlutverk VIRK er að...
Lesa meira

Almannatryggingar

Hjá Tryggingastofnun ríkisins er meðal annars hægt að nálgast eftirtalin réttindi:
 • Endurhæfingarlífeyri í allt að 18 mánuði þegar ljóst er að fólk getur ekki unnið tímabundið vegna afleiðinga sjúkdóms. Athugið að áður en hægt er að sækja um endurhæfingarlífeyri þarf umsækjandi að hafa fullnýtt réttindi til veikindalauna frá atvinnurekanda og sjúkradagpeninga frá sjúkrasjóði stéttarfélags.
 • Örorkulífeyri fyrir þá sem eru metnir 75% öryrkjar og örorkustyrk ef örorka er metin 50-75%
 • Makar krabbameinsgreindra geta sótt um maka- og umönnunarbætur vegna veikinda maka síns. Þeim er fyrst og fremst ætlað að mæta tekjumissi umönnunaraðila.
Á heimasíðu Tryggingarstofunar má nálgast ítarlegar upplýsingar um lífeyri, bætur og önnur réttindi sem heyra undir almannatryggingar.
Hjá Tryggingastofnun ríkisins er meðal annars hægt að nálgast eftirtalin réttindi: Endurhæfingarlífeyri í allt að 18 mánuði þegar ljóst er að fólk getur ekki unnið tímabundið vegna afleiðinga sjúkdóms. Athugið...
Lesa meira

Hvað get ég fengið hjá Sjúkratryggingum Íslands?

Sjúkratryggingar Íslands annast framkvæmd sjúkratrygginga og semur um og greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu.

Sjúkratryggingar niðurgreiða eftirfarandi:

Sjúkratryggingar Íslands annast framkvæmd sjúkratrygginga og semur um og greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu. Sjúkratryggingar niðurgreiða eftirfarandi: Læknisþjónustu á heilsugæslu og sjúkrahúsum. Aðra heilbrigðisþjónustu samkvæmt reglum þar um. Niðurgreiðslan tekur til læknis-...
Lesa meira

Hvað get ég fengið hjá hinu opinbera?

Þú átt rétt á ýmiss konar þjónustu frá hinu opinbera sem og fjárhagslegum stuðningi, bæði frá Tryggingastofnun ríkisins og Sjúkratryggingum Íslands. Þar má nefna: Öll þess þjónusta miðar að hverjum og einum einstaklingi og því er mikilvægt að þú pantir þér viðtalstíma hjá félagsráðgjafa til dæmis hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins eða Landspítalanum. Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands og Tryggingastofnun Ríkisins.
Þú átt rétt á ýmiss konar þjónustu frá hinu opinbera sem og fjárhagslegum stuðningi, bæði frá Tryggingastofnun ríkisins og Sjúkratryggingum Íslands. Þar má nefna: Niðurgreiðslur til dæmis vegna lyfja– og...
Lesa meira

Ég er á atvinnuleysisbótum

Ef þú ert atvinnulaus þegar þú veikist, skaltu endilega athuga réttarstöðu þína hjá stéttarfélaginu sem þú greiddir síðast til og hvort þú eigir ef til vill rétt á greiðslum úr sjúkrasjóði þess. Þarna er mikilvægt að Vinnumálastofnun hafi haldið áfram að greiða iðgjöld fyrir þig til þíns stéttarfélags og viðhaldið þannig réttindum þínum til sjúkradagpeninga úr þínum sjúkrasjóði. Samhliða sjúkradagpeningum stéttarfélags áttu líka rétt á sjúkradagpeningum frá Sjúkratryggingum Íslands. Þú gætir einnig átt rétt á endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins og tímabundinni örorku frá þínum lífeyrissjóði samkvæmt reglum þar um.
Ef þú ert atvinnulaus þegar þú veikist, skaltu endilega athuga réttarstöðu þína hjá stéttarfélaginu sem þú greiddir síðast til og hvort þú eigir ef til vill rétt á greiðslum úr...
Lesa meira

Ég er að leita að vinnu - þarf ég að tilkynna að ég sé í krabbameinsmeðferð?

Nei, strangt til tekið þarftu þess ekki. En gera má ráð fyrir að spurt verði út í heilsufar þitt við ráðningu eða í atvinnuviðtali. Ef þú leynir einhverju um heilsufar þitt í atvinnuviðtali þá gæti það komið í bakið á þér síðar.
Nei, strangt til tekið þarftu þess ekki. En gera má ráð fyrir að spurt verði út í heilsufar þitt við ráðningu eða í atvinnuviðtali. Ef þú leynir einhverju um heilsufar...
Lesa meira

Ég er sjálfstætt starfandi

Ef þú hefur greitt í stéttarfélag þá áttu rétt á sjúkradagpeningum og svo eftir það endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins eða í einstaka tilviki greiðslum frá félagsþjónustu sveitafélaga. Margir sjálfstæðir atvinnurekendur hafa ekki greitt í stéttarfélag og eiga því aðeins rétt á sjúkradagpeningum frá Sjúkratryggingum Íslands. Sjálfstæðir atvinnurekendur ættu að vera tryggðir hjá tryggingafélagi fyrir veikindum og slysum.
Ef þú hefur greitt í stéttarfélag þá áttu rétt á sjúkradagpeningum og svo eftir það endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins eða í einstaka tilviki greiðslum frá félagsþjónustu sveitafélaga. Margir sjálfstæðir atvinnurekendur...
Lesa meira

Má reka mig?

Ekki er heimilt er að reka starfsmann sem er í veikindaleyfi ef sannað þykir að uppsögnin tengist veikindum hans. Þar utan er heimilt að segja starfsmanni upp í veikindaleyfi en þá á hann rétt á að nýta sér veikindarétt sinn til fulls. Athugaðu að þegar þú ferð í veikindaleyfi eða tilkynnir um veikindi þín þarftu að framvísa læknisvottorði. Hafðu samband við stéttarfélagið þitt fyrir allar nánari upplýsingar.
Ekki er heimilt er að reka starfsmann sem er í veikindaleyfi ef sannað þykir að uppsögnin tengist veikindum hans. Þar utan er heimilt að segja starfsmanni upp í veikindaleyfi en...
Lesa meira

Á ég rétt á veikindaleyfi frá vinnu?

Veikindaréttur þinn fer eftir því hversu lengi þú hefur starfað á núverandi vinnustað og eftir gildandi kjarasamningi hverju sinni. Tveimur vikum áður en launagreiðslum lýkur þarftu að sækja um sjúkradagpeninga í sjúkrasjóð stéttafélags þíns og einnig til Sjúkratrygginga Íslands. Þegar greiðslur sjúkradagpeninga falla niður getur þú sótt um endurhæfingar- eða örorkulífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins og örorkugreiðslur úr þínum lífeyrissjóði. Ef þú ert orðinn vinnufær á ný og án atvinnu getur þú sótt um framfærslu hjá félagsþjónustu sveitarfélaga. Greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga geta varað í allt að eitt ár og næsta skref getur verið endurhæfingarlífeyrir frá Tryggingastofnun ríkisins. Ef þú ert óvinnufær lengur geturðu sótt um tímabundna örorku. Það er mikilvægt að sækja tímanlega um sjúkradagpeninga og lífeyrisgreiðslur því það getur tekið 1-2 mánuði að afgreiða umsókn um endurhæfingarlífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins og 2-3 mánuði að afgreiða umsókn um örorkumat hjá Tryggingastofnun ríkisins og lífeyrissjóðum eftir að umsóknir og viðeigandi gögn hafa borist viðkomandi stofnun. Sé ekki sótt um tímanlega getur fólk lent í því að vera tekjulaust í einhvern tíma eftir að greiðslur úr sjúkrasjóði falla niður.
Veikindaréttur þinn fer eftir því hversu lengi þú hefur starfað á núverandi vinnustað og eftir gildandi kjarasamningi hverju sinni. Tveimur vikum áður en launagreiðslum lýkur þarftu að sækja um sjúkradagpeninga...
Lesa meira

Get ég fengið lán ef ég er með krabbamein?

Það er misjafnt eftir lánastofnunum hvernig lánareglur þeirra eru. Eins og varðandi alla aðra lánastarfsemi er það metið hverju sinni. Það tíðkast ekki að spyrja lánstaka um heilsufar. Lánastofnanir taka veð í eignum og biðja um ábyrgðarmenn fyrir lánum. Þú verður að hafa samband við hverja og eina lánastofnun varðandi frekari upplýsingar.
Það er misjafnt eftir lánastofnunum hvernig lánareglur þeirra eru. Eins og varðandi alla aðra lánastarfsemi er það metið hverju sinni. Það tíðkast ekki að spyrja lánstaka um heilsufar. Lánastofnanir taka...
Lesa meira

Lærðu að stjórna huganum

Rannsóknir sína að um 60% hugsana okkar eru neikvæðar hugsanir. Það er lífsverkefni að þjálfa jákvæða hugsun. Ímyndaðu þér að 100 atvik eigi sér stað yfir daginn og 99 þeirra eru jákvæð en 1 þeirra er neikvætt. Á hvaða atriði ætlar þú að fókusera? Því miður er manneskjan þannig gerð að flestir hugsa bara um þetta eina neikvæða og gleyma jafnvel þá þessum 99 jákvæðu. Þú getur breytt þessu hjá þér með ýmsum æfingum.
 • Skoðaðu hvernig þú hugsar.
 • Prófaðu að hætta að kvarta eða einblína á hið neikvæða í 40 daga.
 • Það tekur 40 daga að skapa nýjan vana.
 • Þú munt líklega verða hissa að sjá hvað það er auðvelt að kvarta þó það sé einungis í huganum. Meðvitund er til alls fyrst.
 • Æfðu þig að setja fram þarfir þínar við aðra meðvitað með virðingu. Það styrkir um leið þína eigin sjálfsvirðingu, og þér líður betur.
 • Veldu þér viðhorf.
 • Það er hægt að þjálfa hugann eins og allt annað.
 • Í ofvirkni samtímans erum við oft þrælar hugans. Snúum því við og gerum hugann að þjóninum okkar!
Rannsóknir sína að um 60% hugsana okkar eru neikvæðar hugsanir. Það er lífsverkefni að þjálfa jákvæða hugsun. Ímyndaðu þér að 100 atvik eigi sér stað yfir daginn og 99 þeirra...
Lesa meira

Djúp öndun - hjálpar það?

Jógarnir kenndu að við lifum eins og við öndum. Ef ég anda hratt þá lifi ég hratt og oft ómeðvitað. Að hægja á önduninni, hægir á huganum, sem opnar fyrir innsæið. Djúp öndun hefur áhrif á næringarinntöku lungnanna og getur hjálpað við kvíða, þunglyndi, reiði og hvers kyns ósætti.
 • Sittu í þægilegri stöðu með bakið beint og andaðu djúpt að þér, andaðu svo frá þér hægt út um munninn með eins konar HA hljóði, eins og vindur eða sjávarniður.
 • Finndu kviðinn smám saman mýkjast og slakna.
 • Andaðu inn frá kviðnum og upp, eins og þú sért að fylla glas af vatni, og að ofan og niður, eins og að tæma glasið (fullkomin jógaöndun).
 • Finndu útöndunina lengjast smám saman, innöndunina dýpka og hugann kyrrast.
 • Gott að gera 3-20 sinnum.
 • Löng útöndun er einnig frábær leið til að róa hugann áður en maður sofnar og ef maður vaknar að nóttu.
Prófaðu að leita á internetinu að Yoga Nidra sem er forn jógaástundun eða jógískur svefn sem að losar um streitu og leiðir til vakningar varðandi öndunartækni, orku og líkamsvitund. Yoga Nidra er líka kennd á fjölmörgum jógastöðvum.
Jógarnir kenndu að við lifum eins og við öndum. Ef ég anda hratt þá lifi ég hratt og oft ómeðvitað. Að hægja á önduninni, hægir á huganum, sem opnar fyrir...
Lesa meira

Gott er að stunda jóga

Jóga er aldagömul leið til að koma jafnvægi á lífið og minnir okkur á að við erum andlegar verur með líkamlega reynslu. Jóga er frábær leið til að hlúa að allri heildinni, líkama, huga og sál. Við hægjum á önduninni, hugurinn kyrrist og við lærum að dvelja í núinu. Best er að byrja í jóga hjá viðurkenndum kennara en einnig hægt að nálgast stuðningsefni, bækur, skoða á netinu og fleira. Mikilvægt er að koma sér upp reglulegri ástundun í jóga, slökun og hugleiðslu því þannig finnum við hvernig aginn verður vinur okkar. Þú ert það sem þú borðar, hugsar og gerir. Prófaðu þessa jógaæfingu og gerðu hana 5 sinnum á hverjum morgni í 10 daga. Þú getur gert hana á þínum eigin hraða. 
Jóga er aldagömul leið til að koma jafnvægi á lífið og minnir okkur á að við erum andlegar verur með líkamlega reynslu. Jóga er frábær leið til að hlúa að...
Lesa meira

Hvernig getur hugleiðsla hjálpað?

Hugleiðsla hjálpar mjög mörgum að slaka á og átta sig betur á sínum eigin hugsunum. Það eru óteljandi hugleiðslur til með möntrum, hreyfingum eða göngum. Til eru smáforrit og vefsíður með ókeypis hugleiðslu, prófaðu að velja þér hugleiðslu sem hentar þér. Prófaðu að hugleiða í 10 mínútur á dag í 7 daga og finndu muninn.
 • Sittu í þægilegri stöðu með bakið beint og fylgstu með andardrættinum án þess að breyta.
 • Fylgstu með því hvernig hugsanir koma og fara, leyfðu þeim að fljóta hjá eins og ský á himni og dragðu aftur og aftur athygli að önduninni, líkamanum, núinu.
 • Leyfðu tilfinningum og skynjunum að koma og fara og finndu þig samþykkja allt sem þú skynjar. Samþykkið er grunnur að allri breytingu.
Þú getur líka prófað að sækja snjallforritið (app) Headspace en það inniheldur 30 daga hugleiðsluprógram fyrir krabbameinsgreinda.
Hugleiðsla hjálpar mjög mörgum að slaka á og átta sig betur á sínum eigin hugsunum. Það eru óteljandi hugleiðslur til með möntrum, hreyfingum eða göngum. Til eru smáforrit og vefsíður...
Lesa meira

VIRK starfsendurhæfing - Hvernig virkar hún?

Það getur tekið tíma eftir langvarandi veikindi að fóta sig á vinnumarkaði á ný. Þá getur verið gott að nýta sér starfsendurhæfingu til dæmis hjá VIRK. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa. VIRK metur hvort starfsendurhæfing sé raunhæf og starfsgetu einstaklinga sem búa við skerta starfsgetu vegna heilsubrests. VIRK vinnur með fagaðilum, fyrirtækjum og stofnunum að því skapa fjölbreytt tækifæri fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu á vinnumarkaði. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu VIRK.
Það getur tekið tíma eftir langvarandi veikindi að fóta sig á vinnumarkaði á ný. Þá getur verið gott að nýta sér starfsendurhæfingu til dæmis hjá VIRK. Hlutverk VIRK er að...
Lesa meira

Eftirlit og eftirfylgni

Eftir meðferð mun taka við ákveðið tímabil þar sem fylgst er reglulega með þér og hvort að krabbameinið sé örugglega alveg farið. Fimm ár eru oft viðmiðunartíminn og talað er um að ef þú færð ekki krabbamein innan þess tíma sértu endanlega laus við það. Það veldur oft verulegum kvíða þegar fólk er að bíða eftir niðurstöðum úr rannsóknum jafnvel öll þessi fimm ár. Sá kvíði byrjar oft að byggjast upp talsvert áður en rannsóknirnar fara fram. Þú getur skoðað bjargráð við kvíða til að hjálpa þér. Athugaðu að ýmsar síðbúnar afleiðingar geta þó komið upp eftir krabbameinsmeðferð og jafnvel fylgja fólki alla tíð. Auk þess sem einhverjir greinast aftur síðar á lífsleiðinni.
Eftir meðferð mun taka við ákveðið tímabil þar sem fylgst er reglulega með þér og hvort að krabbameinið sé örugglega alveg farið. Fimm ár eru oft viðmiðunartíminn og talað er...
Lesa meira

Hvar fæ ég endurhæfingu?

Þér stendur til boða mikið úrval af endurhæfingarúrræðum í formi sjúkraþjálfunar, hreyfingar og iðjuþjálfunar. Á Landspítalanum er endurhæfingarteymi sem getur aðstoðað meðal annars við gerð endurhæfingaráætlunar. Ljósið býður upp á fjölbreytta starfsemi á sviði endurhæfingar. Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins býður meðal annars upp á jóga, hugleiðslu og djúpslökun. Kraftur er með FítonsYoga og FítonsKraft sem er hreyfing í formi endurhæfingar og útivistar og býður líka upp á FjarKraft fyrir þá sem eru ekki á höfuðborgarsvæðinu. Aðrir endurhæfingaraðilar eru: Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, endurhæfingarmiðstöð Sjúkrahússins á Akureyri í Kristnesi og Reykjalundur fyrir ákveðna sjúklingahópa. Einnig er endurhæfing í boði á ýmsum endurhæfingarstöðvum og líkamsræktarstöðvum.
Þér stendur til boða mikið úrval af endurhæfingarúrræðum í formi sjúkraþjálfunar, hreyfingar og iðjuþjálfunar. Á Landspítalanum er endurhæfingarteymi sem getur aðstoðað meðal annars við gerð endurhæfingaráætlunar. Ljósið býður upp á...
Lesa meira

Hvað felst í endurhæfingu eftir greiningu krabbameins?

Til eru margs konar endurhæfingarúrræði sem miða að því að bæta líðan, auka sjálfsbjargargetu, sjálfstraust, þrótt og þrek. Þar má nefna hreyfingu, næringarráðgjöf, upplýsingar og ráðgjöf um réttindi og félagsleg úrræði, verkjameðferð, slökun, nudd, iðjuþjálfun, aðstoð við val hjálpartækja og viðtalsmeðferð af ýmsum toga. Mælt er með því að endurhæfing hefjist sem fyrst eftir að krabbamein greinist og haldi áfram eins lengi og hver og einn þarf á að halda. Gott er að setja sér markmið og gera eigin endurhæfingaráætlun og endurskoða hana reglulega þannig að tekið sé mið af breytilegum aðstæðum og þörfum. Það er hægt að fá aðstoð við að búa til endurhæfingaráætlun.
 • Hvað getur þú gert?
 • Hreyfðu þig reglulega þegar þú getur.
 • Forðastu hreyfingarleysi.
 • Hreyfðu þig í 20-30 mínútur á dag.
 • Gerðu styrktaræfingar, lyftu lóðum og þess háttar til dæmis tvisvar í viku.
 • Forgangsraðaðu verkefnum þannig að þú hafir orku til að takast á við verk sem skipta þig máli.
 • Leggðu áherslu á góðan nætursvefn.
 • Prófaðu að hugleiða eða fara í slökun. Þannig getur þú losað þig við streitu.
 • Talaðu við einhvern sem þú treystir um hvernig þér líður.
 • Passaðu að borða nóg og drekka nóg af vatni.
 • Mundu að allt sem þú gerir til endurhæfingar skiptir máli sama hversu lítil skref þú tekur.
Til eru margs konar endurhæfingarúrræði sem miða að því að bæta líðan, auka sjálfsbjargargetu, sjálfstraust, þrótt og þrek. Þar má nefna hreyfingu, næringarráðgjöf, upplýsingar og ráðgjöf um réttindi og félagsleg...
Lesa meira

Hvað er endurhæfing?

Meginmarkmið endurhæfingar er að endurheimta og viðhalda sem bestri virkni, heilsu og lífsgæðum innan þeirra takmarkana sem sjúkdómurinn og meðferðin setur. Endurhæfing er mikilvæg fyrir þá sem greinast með krabbamein vegna þess að sjúkdómnum og meðferðinni geta fylgt margvíslegir fylgikvillar sem hafa áhrif á líðan, getu og daglega virkni. Þarfirnar fyrir endurhæfingarúrræði eru mismunandi eftir aðstæðum og tíma hjá hverjum og einum. Það hefur komið í ljós að því fyrr sem þú hefur endurhæfingu því fljótari ertu að ná þér. Nú er mælt með því að endurhæfing hefjist fljótlega eftir greiningu. Reynslan hefur sýnt að þeir sjúklingar sem hefja endurhæfingu sem fyrst ná fyrr betri heilsu .
Meginmarkmið endurhæfingar er að endurheimta og viðhalda sem bestri virkni, heilsu og lífsgæðum innan þeirra takmarkana sem sjúkdómurinn og meðferðin setur. Endurhæfing er mikilvæg fyrir þá sem greinast með krabbamein...
Lesa meira

Bragðlaukarnir eru í ruglinu - hvað get ég gert?

Ein af aukaverkunum meðferðar er að bragðskynið getur breyst eða horfið. Jafnvel þó að bragðlaukarnir séu í ruglinu þá er mikilvægt að þú fáir næringu. Prófaðu að borða eitthvað sem þér þykir virkilega gott. Piparmynta og lakkrís geta hjálpað þér að láta bragðlaukana virka betur.
Ein af aukaverkunum meðferðar er að bragðskynið getur breyst eða horfið. Jafnvel þó að bragðlaukarnir séu í ruglinu þá er mikilvægt að þú fáir næringu. Prófaðu að borða eitthvað sem...
Lesa meira

Hvaða þjónusta er í boði fyrir krabbameinsgreinda?

Sálfræðiþjónusta. Ljósið, Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins og Kraftur bjóða upp á endurgjaldslausa sálfræðiþjónustu. Landspítalinn er líka með sálfræðiþjónustu auk þess sem hægt er að leita til sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Endurhæfing. Á Landspítalanum...
Lesa meira

Ég get ekki sofið - hvað get ég gert?

Svefninn er jafn mikilvægur fyrir andlega og líkamlega vellíðan einstaklingsins og matur og hreyfing. Svefnvandamál eru ekki óalgeng hjá þeim sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendum. Truflun á svefni getur varað í nokkra mánuði eða jafnvel mörg ár eftir greiningu. Orsakir fyrir truflun á svefni geta verið bæði andlegar, líkamlegar, blanda af hvoru tveggja eða hreinlega slæmar svefnvenjur.

Leiðir að góðum svefni

 • Grundvallaratriði er að forðast allt áreiti fyrir svefninn.
 • Svefnherbergið á að vera dimmt og hljótt og aðeins á að nota það fyrir hvíld, svefn og kynlíf.
 • Það sem getur truflað svefninn er kaffi, te, koffín- og orkudrykkir, áfengi og nikótín.
 • Ekki vera með sjónvarp, síma eða tölvu í svefnherberginu.
 • Forðastu að drekka of mikið fyrir svefninn eða borða of þungan mat.
 • Athugaðu að hafa þægilegan hita í herberginu og fara að sofa alltaf á svipuðum tíma.
 • Mikilvægt er að fá einhverja hreyfingu yfir daginn.
 • Það getur reynst vel að skrá svefnvenjur til að sjá hverju þarf að breyta.
 • Gott er að fara í rúmið þegar þreytan kallar og fara fram úr ef þú nærð ekki að sofna. Oft er það þannig að því meira sem þú reynir að sofna því erfiðara verður það.af
 • Reyndu að nota slökunar- og öndunaræfingar fyrir svefn. Á internetinu er mikið af tónlist og æfingum sem hjálpa fólki að slaka á t.d. á Spotify og Youtube og smáforrit eins og Calm og Headspace. Þú getur stillt símann þannig að hann slökkvi sjálfkrafa á sér eftir ákveðinn tíma.
 • Sumum finnst gott að sofna með hitapúða.
 • Í samráði við lækni er hægt að fá svefntöflur en þær ætti helst að nota í undantekningartilfellum þar sem áhrif þeirra minnka við langvarandi notkun auk þess sem þær geta orðið ávanabindandi með tímanum.
Svefninn er jafn mikilvægur fyrir andlega og líkamlega vellíðan einstaklingsins og matur og hreyfing. Svefnvandamál eru ekki óalgeng hjá þeim sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendum. Truflun á svefni...
Lesa meira

Bjargráð við þreytu

Þreyta er ein af aukaverkunum og afleiðingum krabbameinsmeðferða en til eru ýmis bjargráð við þreytu.

 • Skipuleggðu daglega rútínu. Gerðu áætlun fram í tímann. Hafðu jafnvægi á milli virkni, hvíldar og svefns.
 • Forgangsraðaðu verkefnum, settu þau fremst sem eru mest aðkallandi. Frestaðu verkum sem ekki liggur á. Settu verk sem veita þér ánægju framarlega í forgangsröðina.
 • Fáðu opinbera aðstoð eða aðstoð frá fjölskyldu og vinum, við þau verk sem eru aðkallandi og þú treystir þér ekki í.
 • Gerðu verkefnin þegar þér líður sem best og gerðu eitt í einu.https://kraftur.org/?fraedsla=bjargrad-vid-threytu
 • Hvíldu þig á milli verkefna og leggðu þig á daginn án þess að það bitni á nætursvefninum. Viðhaltu góðum nætursvefni, fáðu aðstoð ef þú ert með svefntruflanir.
 • Nokkur ráð við svefntruflunum: Farðu í rúmið þegar þú ert þreytt/ur, notaðu rúm og svefnherbergi bara fyrir svefn og kynlíf, leggstu til svefns og vaknaðu alltaf á sama tíma.
 • Forðastu örvandi drykki eins og kaffi og aðra koffín- og orkudrykki fyrir svefn, slakaðu á í eina klukkustund fyrir svefn, lestu, gerðu slökunar- og/eða hugleiðsluæfingar (bæði á daginn og kvöldin).
 • Hreyfðu þig á hverjum degi eins og þú treystir þér til og getur, sem dæmi: Gönguferðir, hjólreiðar, sund og jógaæfingar. Æfingar úti í náttúrunni eru af hinu góða. Farðu í sérhæfða endurhæfingu ef þörf er á því. Vertu meðvituð/aður um hvernig þú beitir líkamanum.
 • Hugaðu að hollu mataræði og því að vera í kjörþyngd.
 • Dreifðu huganum með einhverju/m sem veitir þér ánægju, til dæmis tónlist, handavinnu, lestri og að vera í góðum félagsskap.
 • Ræddu við aðstandendur, vini og aðra um líðan þína. Vertu í stuðningshópi. Talaðu jákvætt til sjálfs þíns.
 • Leitaðu stuðnings ef sálræn vanlíðan er til staðar svo sem kvíði, ótti, depurð og vonleysi.
 • Leitaðu til læknis eða heilbrigðisþjónustunnar þegar það er nauðsynlegt.
Þreyta er ein af aukaverkunum og afleiðingum krabbameinsmeðferða en til eru ýmis bjargráð við þreytu. Skipuleggðu daglega rútínu. Gerðu áætlun fram í tímann. Hafðu jafnvægi á milli virkni, hvíldar og...
Lesa meira

Andlegar afleiðingar krabbameins

Talið er að allt að helmingur þeirra sem greinast með krabbamein þjáist jafnframt af andlegum erfiðleikum í tengslum við veikindin. Álag sem fylgir alvarlegum sjúkdómi birtist í margvíslegum myndum og getur átt við bæði þann krabbameinsgreinda og aðstandendur.

Sem dæmi má nefna:

 • Tilfinningalegt uppnám
 • Kvíði og þunglyndi
 • Reiði
 • Sorg
 • Áhugaleysi og vonleysi
 • Þreyta
 • Einbeitingarskortur
 • Svefnleysi
Oftast er um að ræða tímabundið ástand sem gengur yfir. Engu að síður er mikilvægt að gera sér grein fyrir ástandinu, meðan það varir, og leita sér hjálpar. Það fer eftir eðli og orsök vandans hvert viðkomandi á að leita. Krabbameinslæknar, kvensjúkdómalæknar, þvagfæraskurðlæknar, sjúkraþjálfarar, sálfræðingar og geðlæknar geta til dæmis unnið með mál sem tengjast þeirra sérsviði. Mikilvægt er að orða vandann og leita upplýsinga hjá fagaðilum. Kraftur býður til dæmis upp á endurgjaldslausa sálfræðiþjónustu og jafningjastuðning.
Talið er að allt að helmingur þeirra sem greinast með krabbamein þjáist jafnframt af andlegum erfiðleikum í tengslum við veikindin. Álag sem fylgir alvarlegum sjúkdómi birtist í margvíslegum myndum og...
Lesa meira

Hvaða möguleika hef ég til að eignast börn?

Þau sem lokið hafa krabbameinsmeðferð og hafa ef til vill látið geyma egg eða sæði hafa möguleika á tæknifrjóvgun hjá Livio Reykjavík. Sumir hafa einnig leitað eftir þeirri þjónustu erlendis. Ýmsar meðferðir flokkast undir tæknifrjóvgun. Þær eiga það sameiginlegt að kynfrumur eru meðhöndlaðar utan líkamans. Ýmist bara sæðisfrumurnar eða bæði egg og sæði. Ættleiðing kemur einnig til greina en afar strangar kröfur eru gerðar hjá Íslenskri ættleiðingu þegar einstaklingar sem greinst hafa með krabbamein sækja um að ættleiða barn.
Þau sem lokið hafa krabbameinsmeðferð og hafa ef til vill látið geyma egg eða sæði hafa möguleika á tæknifrjóvgun hjá Livio Reykjavík. Sumir hafa einnig leitað eftir þeirri þjónustu erlendis....
Lesa meira

Hvernig tékka ég á frjósemi minni?

Konur

Hægt er að gangast undir mat á frjósemi til dæmis hjá Livio Reykjavík. Mat á frjósemi hefur tvö markmið. Annars vegar að kortleggja vandamálið og finna út úr því hvað og hvort eitthvað sé að. Hins vegar að ráðleggja hverjum og einum hvaða möguleikar séu í stöðinni til að eignast barn.

Karlmenn

Eftir að lyfjameðferð lýkur þá geturðu látið tékka á frjósemi þinni til dæmis hjá Livio Reykjavík. Við mat á ófrjósemi karla þarf alltaf að gera sæðisrannsókn. Prufan er skoðuð með tilliti til fjölda sæðisfruma og hreyfanleika þeirra. Ef ekki eru neinar frumur í sýninu verður að leita annarra leiða til að finna þær. Ef grunur er um að einhver hindrun sé á leið frumanna úr eistunum er reynt að ná þeim beint frá eistunum gegnum nál og er það er gert í staðdeyfingu.
Konur Hægt er að gangast undir mat á frjósemi til dæmis hjá Livio Reykjavík. Mat á frjósemi hefur tvö markmið. Annars vegar að kortleggja vandamálið og finna út úr því...
Lesa meira

Góð ráð frá Ljónshjarta

Hér koma nokkur góð ráð frá Ljónshjarta  samtökum til stuðnings yngra fólki (20-50 ára) sem misst hefur maka og börnum þeirra:
 • Veldu þann félagsskap sem þú vilt vera í á erfiðum stundum. Sumir velja að vera með öðrum sem hafa misst en aðrir með ættingum eða vinum. Það er þín ákvörðun.
 • Ekki bíða eftir að aðrir muni eftir dögunum sem þú kvíðir. Hringdu heldur í þá sem þú vilt hafa með þér og minntu þá á. Þín sorg er ekki sorg allra í kringum þig og því ekki víst að þeir muni eftir henni. Þetta er rétti tíminn til að hringja í þá sem buðu fram aðstoð. Talaðu bara skýrt og segðu hvað það er sem þig vantar.
 • Gerðu það sem þú telur skipta máli fyrir þig þennan dag. Á afmælisdegi á ekki síður við að fagna lífi ástvinar þíns en að minnst dauða hans. Það má til dæmis gera eitthvað sem þið hefðuð gert saman.
 • Rifjaðu upp minningar. Taktu fram myndirnar og allt sem minnir þig á ástvin þinn. Kallaðu upp í hugann allar gleðistundirnar og erfiðu stundirnar, allt sem myndaði ykkar fallega samband. Þetta getur verið sársaukafullt til að byrja með en með tímanum fylla þær hugann af þakklæti og hlýju.
 • Þegar tilfinningarnar hellast yfir þig skaltu leyfa þeim að koma og ekki loka á þær.
 • Tjáðu þig. Segðu fjölskyldu þinni og vinum hvað þú treystir þér í hverju sinni.
 • Skipulegðu dagana fyrirfram. Þá veistu hvað er framundan og getur þannig komið í veg fyrir streitu og jafnvel fengið á tilfinninguna að þú hafir einhverja stjórn á aðstæðum. Vertu með plan A og plan B.
 • Þú gætir íhugað að koma þér upp nýjum hefðum til dæmis að minnast maka þíns og heiðra hann með einhverjum hætti á hátíðisdögum.
 • Fjölskyldan ætti að tala um hinn látna á hátíðum, segja af honum sögur eða minnast hans með öðrum hætti.
 • Vertu vinur þinn, ekki vera of hörð/harður við sjálfan þig.
 • Það má alveg fresta hátíðahöldum, þessir dagar koma aftur að ári. Þú mátt ákveða hvað er best fyrir þig. Þú mátt líka skipta um skoðun, oft ef þú vilt. Það er eðlilegt að finnast eins og maður eigi aldrei aftur eftir að njóta hátíðisdaga. Þessir dagar verða heldur aldrei eins og þeir voru. En flestir finna leiðir til að njóta hátíða aftur, með nýjum hefðum og gömlum.
 • Farðu vel með þig.
 • Ekki gera meira en þú treystir þér til.
 • Leyfðu öðrum að hjálpa þér og aðstoða. Við þurfum öll stuðning á erfiðum tímum.
Hér koma nokkur góð ráð frá Ljónshjarta  samtökum til stuðnings yngra fólki (20-50 ára) sem misst hefur maka og börnum þeirra: Veldu þann félagsskap sem þú vilt vera í á...
Lesa meira

Búðu til tékklista

Það er gott fyrir þig að búa til tékklista fyrir þig og þína er snýr að jarðarför þinni sem og ýmsum þáttum sem gott er að skipuleggja og hafa í huga:

Þá er gott að hugsa um:

Allt varðandi réttinda- og fjárhagsmálin 
 • Erfðaskrá
 • Vottað umboð með undirskrift
 • Dánarvottorð til sýslumanns
 • Útfararstofa
 • Útfararstyrkur frá stéttarfélagi
 • Útfararstyrkur frá sveitarfélagi
 • Dánarbætur
 • Barnalífeyrir frá lífeyrissjóði
 • Barnalífeyrir frá Tryggingastofnun
 • Mæðra- og ferðalaun
 • Heimilisuppbót
 • Makalífeyrir
 • Séreignarsparnaður
 • Skattkort/persónuafsláttur
 • Forræði barna
Útförin hefur verið skipulögð
 • Útfararþjónusta
 • Blóm og kransar
 • Prestur eða annar aðili
 • Kirkja eða staður
 • Kirkjugarður/legstæði
 • Legsteinn
 • Tónlistarmenn
 • Dánartilkynning
 • Minningarorð
 • Veitingasalur
 • Veitingar
 • Þjónustufólk
 • Hver passar börnin
 • Í hverju verð ég
Það er gott fyrir þig að búa til tékklista fyrir þig og þína er snýr að jarðarför þinni sem og ýmsum þáttum sem gott er að skipuleggja og hafa í...
Lesa meira

Hvernig vilt þú láta kveðja þig?

Það getur verið gott fyrir þig að skrifa niður hvernig þú vilt láta kveðja þig og hafa þá eftirfarandi m.a. í huga:
 • Viltu að útför/kveðjuathöfn þín verði borgaraleg eða kirkjuleg?
 • Ertu með óskir um í hvernig húsnæði þú vilt hafa útför þína?
 • Ef þú gætir ávarpað gestina í kirkjunni/samkomustaðnum hvað myndir þú vilja segja þeim?
 • Hvernig viltu láta ávarpa þig í minningarorðunum (fullt nafn eða gælunafn)?
 • Hvaða lög eða tónlist og flytjendur vilt þú að verði í jarðarförinni þinni?
 • Viltu verða grafin(n) eða brennd(ur)?
 • Viltu erfidrykkju og ef svo hvernig viltu hafa hana?
 • Hverjir eiga að undirrita dánartilkynninguna?
Það getur verið gott fyrir þig að skrifa niður hvernig þú vilt láta kveðja þig og hafa þá eftirfarandi m.a. í huga: Viltu að útför/kveðjuathöfn þín verði borgaraleg eða kirkjuleg?...
Lesa meira

Hagnýt atriði fyrir aðstandendur eftir andlát

Það er ýmislegt sem huga þarf að við andlát ástvinar sem fellur að fjárhagslegum- og réttaráhrifum. Dánarvottorð þarf að berast sýslumanni. Sýslumaður aðstoðar eftirlifendur með dánarbú og veitir upplýsingar um erfðamál og frystir innistæður á bankareikningum. Útfararstofa aðstoðar með mörg praktísk atriði varðandi útför. Félagsráðgjafar hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins geta líka aðstoðað varðandi ýmis mál. Athugaðu að ef aðstandandi treystir sér ekki til að sinna öllum þessum atriðum þá er gott að fá einhvern til að aðstoða sig. Hér að neðan er ýmsar upplýsingar varðandi bætur og önnur praktísk atriði en sum geta verið mismunandi eftir sjóðum og aðstæðum eftirlifenda. En nánari upplýsingar má til dæmis finna á www.sorg.is og www.krabb.is.

Tryggingastofnun

 • Dánarbætur greiðast eftirlifandi maka yngri en 67 ára í 6 mánuði og lengur eftir tilvikum og fer það oftast eftir aldri barna viðkomandi.
 • Barnalífeyrir greiðist til eftirlifandi foreldris ef hinn látni á börn yngri en 18 ára og til 20 ára ef um er að ræða ungmenni sem er í námi og þá er það greitt beint til barnsins. Greiddur er tvöfaldur barnalífeyrir ef báðir foreldrar eru látnir.
 • Mæðra- og ferðalaun eru greidd einstæðum foreldrum sem eru með tvö eða fleiri börn á framfæri sínu. Mæðra/feðralaun eru skattskyld en ekki tekjutengd.
 • Heimilisuppbót er greidd til eftirlifandi maka sem er einn um heimilisrekstur og er örorku- eða ellilífeyrisþegi.

Stéttarfélög

 • Útfararstyrkur er greiddur af flestum stéttarfélögum.Lífeyrissjóðir
 • Makalífeyrir er greiddur eftirlifanda maka samkvæmt reglum viðkomandi sjóðs og áunnum réttindum.
 • Barnalífeyrir er greiddur mánaðarlega með barni sjóðsfélaga til 18 ára aldurs eða lengur ef viðkomandi ungmenni er í námi.
 • Séreignarsparnaður er eign sjóðfélaga og erfist til lögerfingja við andlát hans. Inneign getur líka verið hjá bönkum eða tryggingafélögum.

Skattstjórinn

 • Eftirlifandi maki eða sambúðaraðili getur nýtt sér skattkort og persónuafslátt hins látna í allt að níu mánuði eftir andlát.
 • Hægt að sækja um lækkun á tekju- og eignaskatti vegna andláts ef sýnt er fram á röskun á fjárhagi vegna andlátsins.

Borgar - og bæjarskrifstofur

 • Hugsanlegur afsláttur á fasteignagjöldum og útsvari ef tekjur eru undir ákveðnu viðmiðunarmarki

Félagsþjónusta sveitarfélaga

 • Hægt að sækja um útfararstyrk ef tekjur eru lágar og félagslegar aðstæður erfiðar.

Fæðingarorlofssjóður

 • Ef annað foreldrið deyr áður en barn nær 24 mánaða aldri færist ónýttur fæðingarorlofsréttur hins látna til eftirlifandi foreldris.
 • Ef annað foreldrið andast á meðgöngu barns og barnið fæðist lifandi öðlast hitt foreldrið rétt til fæðingarorlofs í allt að níu mánuði.
Það er ýmislegt sem huga þarf að við andlát ástvinar sem fellur að fjárhagslegum- og réttaráhrifum. Dánarvottorð þarf að berast sýslumanni. Sýslumaður aðstoðar eftirlifendur með dánarbú og veitir upplýsingar um...
Lesa meira

Ýmiss konar stuðningur eftir andlát

Þótt vissulega sé stuðningur frá nánum aðstandendum og vinum mikilvægur getur einnig verið gott að leita til annarra sem gengið hafa í gegnum svipaða reynslu eða fagaðila. Kraftur og Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins veita endurgjaldslausa sálfræðiþjónustu. Þá starfrækir Kraftur stuðningsnet i samstarfi við Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þar sem veittur er jafningjastuðningur. Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélags Íslands veitir stuðning í formi samtala, slökunar og hvatningar fyrir einstaklinga eða hópa. Jafningjastuðningur er síðan í boði hjá Ráðgjafarþjónustunni innan stuðningshópa í samstarfi við Nýja dögun – samtök um sorg og sorgarviðbrögð, sem veitir stuðning til syrgjenda óháð dánarorsök hins látna. Ný dögun eru samtök um sorg og sorgarviðbrögð sem hafa það að markmiði að styðja syrgjendur. Starfsemi félagsins lýtur fyrst og fremst að stuðningi, ráðgjöf, upplýsingaþjónustu og fræðslu. Samtökin eru öllum opin. Félagið hefur á að skipa reyndum aðilum sem unnið hafa að sálgæslu og geta veitt stuðning og ráðgjöf. Ljónshjarta er samtök til stuðnings yngra fólki (20-50 ára) sem misst hefur maka og börnum þeirra. Markmið Ljónshjarta er að styðja við bakið á yngra fólki eftir makamissi og vera vettvangur þar sem fólk getur hjálpað hvert öðru í sorg. Starfið felst meðal annars í að halda úti heimasíðu með ýmiss konar fræðsluefni og efna til fyrirlestra og samverustunda þar sem fullorðnir, unglingar og yngri börn hittast og eiga góða stund saman. Á Landspítalanum eru starfandi prestar og djáknar sem gott er að leita til og í flestum sóknum landsins taka prestar á móti syrgjendum sem leita til þeirra. Einhverjir stuðningshópar eru einnig í sóknarkirkjum og má fá upplýsingar um slíkan stuðning hjá prestum og djáknum í kirkjum á heimasíðu Þjóðkirkjunnar. Ýmsir sálfræðingar hafa sérhæft sig í sorg og sorgarviðbrögðum og er hægt að finna þá í gengum heimasíðu Ljónshjarta.
Þótt vissulega sé stuðningur frá nánum aðstandendum og vinum mikilvægur getur einnig verið gott að leita til annarra sem gengið hafa í gegnum svipaða reynslu eða fagaðila. Kraftur og Ráðgjafarþjónusta...
Lesa meira

Hvernig á ég að umgangast þá sem syrgja ?

Þeir sem missa náinn ástvin finna fyrir miklu tómarúmi í lífi sínu eftir jarðarförina og í langan tíma á eftir. Staðreyndin er sú að fólk er oft mjög duglegt að hafa samband dagana fyrir jarðarför og strax á eftir en fljótlega getur sambandið farið að minnka eða breytast. Bæði getur fólk verið feimið við að tala um þann látna og einnig talið að aðstandendur séu farnir að jafna sig og þurfi ekki á eins miklum stuðningi að halda.

Hér eru nokkur ráð:

 • Aðstandendur og vinir syrgjenda reyna sitt besta til að vera til staðar fyrir fólkið sitt sem líður illa en fólk bregst mismunandi við. Oft getur það farið svo að hvatningarorð eins og til dæmis komum út, gerum eitthvað skemmtilegt, fari alveg öfugt ofan í þá sem eru á viðkvæmum tímapunkti í lífi sínu.
 • „Þú ættir/þú munt/þú skalt“. Ekki tala í boðhætti og ekki reyna að taka stjórnina í tilfinningalífi annarrar manneskju. Hafir þú góð ráð er vænlegra að byrja setningar á „Hefurðu hugsað út í... / Þú gætir.... “
 • Að gera lítið úr tilfinningum syrgjenda með því að segja þeim að gráta ekki eða segja þeim að vera ekki með sektarkennd er rangt. Þetta er eðlilegur hluti sorgarferlis og þarf að fara í gegnum, ekki í kringum.
 • Varastu að segja syrgjandi manneskju hvernig á að takast á við sorgina. Það er ekki á þínu valdi hvernig fólk kýs að takast á við sína sorg. Það sem manneskjan þarf frá þér er að þú sýnir henni stuðning.
 • Passaðu þig að dæma ekki hegðun manneskju sem gengur í gegnum sorg. Þú getur ekki vitað hvernig henni er innanbrjósts.
 • Þótt viðkomandi líti út fyrir að hafa allt á hreinu við fyrstu sýn gæti mikill sársauki enn leynst innra með honum. Ekki hrósa án þess að vita hvernig syrgjanda líður í raun. Að fá hrósið „Þú ert svo sterk/ur“ þegar manni líður alls ekki þannig gefur þau skilaboð að það sé ekki velkomið að ræða vanlíðan sína við þig.
 • Ekki líkja einum missi við annan. Hver einasti missir er einstakur og þótt þér gangi gott eitt til getur það farið illa í þann sem syrgir.
 • Það getur verið varasamt að tala mikið um eigin lífsreynslu þegar þú ert að hlúa að einstaklingi í sorg. Þrátt fyrir að oft geti verið mikil huggun í að tala við manneskju sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu og maður ætli sér eingöngu að sýna samkennd og innlifun með syrgjanda er ekki sama hvernig farið er að því. Setningar á borð við „Ég veit nákvæmlega hvernig þér líður“ eða „Ég skil þig fullkomlega“ geta látið syrgjanda líða líkt og þú sért að gera lítið úr reynslu hans eða sársauka.
 • Leyfðu syrgjandanum að ráða ferðinni í sorgarferlinu. Vertu ekki feimin(n) við að tjá samhug, gráta með honum og vera með honum í sársaukanum. Gott er að vera á verði því sumir eiga það til að lokast inni í sorginni og þá er gott að vita hvert hægt er að leita eftir stuðningi frá fagaðilum.
 • Talaðu um þann látna því þeim sem syrgja þykir það að jafnaði mjög gott og finnst jákvætt að láta minnast hans og að það sé talað um hann.
 • Vinahópur getur tekið sig saman og skipt á milli sín tíma til að sinna syrgjandi vini og haft samráð sín á milli um heimsóknir og stuðning.
 • Ekki hætta að hafa samband þó þú fáir dræmar undirtektir, viðkomandi vilji ekki alltaf koma út og sé ekki hrókur alls fagnaðar.
 • Virkilega erfiðir dagar eða tímabil sem fólk þarf að takast á við eru til dæmis afmælisdagur, jól, brúðkaupsdagur, dánardagur og það er dásamlegt ef fólk man eftir því og hefur samband og sé syrgjanda þá innan handar.
Þeir sem missa náinn ástvin finna fyrir miklu tómarúmi í lífi sínu eftir jarðarförina og í langan tíma á eftir. Staðreyndin er sú að fólk er oft mjög duglegt að...
Lesa meira

Bjargráð á hátíðisdögum og tímamótum

Hátíðir eins og jól, páskar, brúðkaupsdagur, afmæli, fermingardagur og fleiri dagar reynast mörgum erfiðir þegar ástvinur hefur fallið frá. Á þeim stundum er söknuðurinn oft sárastur. Hátíðisdagar gefa þér tækifæri til að líta yfir farinn veg, sjá hvert tími og aðstæður hafa leitt þig, draga af því lærdóm og ekki síður að horfa fram á veginn. Og þó ekki væri annað þá minna þeir þig á að þú ert þó komin(n) þetta langt og það er í sjálfu sér næg ástæða til að halda daginn hátíðlegan. Þú getur búið þig undir þessa daga með ýmsum hætti.
Hátíðir eins og jól, páskar, brúðkaupsdagur, afmæli, fermingardagur og fleiri dagar reynast mörgum erfiðir þegar ástvinur hefur fallið frá. Á þeim stundum er söknuðurinn oft sárastur. Hátíðisdagar gefa þér tækifæri...
Lesa meira

Aðstandendur og sorgin

Öll erum við misjöfn og á sama hátt er mismunandi hvernig við syrgjum. Það er mikilvægt að þú gefir þér tíma til að syrgja og munir að það er eðlilegt að upplifa allskyns líðan og tilfinningar. Margir upplifa dofa fyrst eftir missinn en með tímanum verður missirinn oftast raunverulegri og þá geta ýmsar tilfinningar flætt að og líðanin orðið erfið. Þá er mikilvægt að þú hlúir vel að þér og reynir að finna þín bjargráð til að hjálpa þér að takast á við daginn. Mundu að flestir sem hafa gengið í gegnum missi hafa sagt að með tímanum hafi þeir aðlagast breyttri tilveru og fundið gleði í lífinu á nýjan leik. Það er hins vegar misjafnt hversu langur tími líður þar til að það gerist og er ýmislegt sem getur haft áhrif þar á. Mikilvægast er að þú sýnir þér þolinmǽði og mildi í sorginni.
Öll erum við misjöfn og á sama hátt er mismunandi hvernig við syrgjum. Það er mikilvægt að þú gefir þér tíma til að syrgja og munir að það er eðlilegt...
Lesa meira

Nokkur ráð frá þeim sem hafa reynslu af ástvinamissi

 • Fáðu að gista hjá deyjandi ástvini þínum.
 • Ef þú finnur fyrir þörf til að eiga tíma með deyjandi ástvini í einrúmi þá áttu rétt á að fara fram á það.
 • Leyfðu maka að fá að vera í einrúmi með ástinni sinni.
 • Það er staðreynd að heyrnin er síðasta skynfærið sem fer hjá fólki. Haltu því áfram að tala við deyjandi ástvin þar til yfir líkur og segðu allt sem þig langar til að segja.
 • Talaðu um allt sem þú vilt við þann sem er að deyja, þú getur talað um gamla tíma og rifjað upp hluti eða framtíðina.
 • Ef þú ert ekki náinn aðstandandi eða vinur en hefur þörf fyrir að heimsækja manneskju á dánarbeði hafðu þá samráð við nánustu ættingja viðkomandi.
Fáðu að gista hjá deyjandi ástvini þínum. Ef þú finnur fyrir þörf til að eiga tíma með deyjandi ástvini í einrúmi þá áttu rétt á að fara fram á það....
Lesa meira

Hvernig tala ég við börn um dauðann?

Það fer eftir aldri barna hvernig þú talar við þau um dauðann. En það er mikilvægt að þau séu upplýst. Þegar líkur á bata eru afar litlar og líkamleg hrörnun ágerist þarf að segja börnunum frá því að krabbameinið sé komið á erfitt stig og að margir sem verði svona veikir deyi. Athugaðu að það fer eftir aldri barna hvernig þau skilja dauðann:
 • Innan við þriggja ára skilja börn yfirleitt ekki hugtakið.
 • Þriggja til fimm ára líta þau oft svo á að dauðinn sé tímabundinn eða eins og svefn. Þau eru sjálflæg og telja að allt gott/slæmt sem gerist í kringum þau sé þeim að kenna.
 • Sex til tíu ára skilja að dauðinn er endanlegur en leita að ytri ástæðu eins og að verið sé að refsa þeim fyrir eitthvað sem þau hafa gert.
 • Tíu til tólf ára eru börn farin að skilja að dauðinn er órjúfanlegur hluti lífsins.
Börn þurfa iðulega að spyrja spurninga um dauðann. Það er afar mikilvægt að þau megi ræða um hann og að ekki sé þaggað niður í þeim. Hjálpið börnunum að kveðja og nýtið tímann sem þið eigið. Að útbúa myndbandsupptökur, skrifa bréf eða annað fyrir börnin og aðra sem eftir lifa getur verið dýrmætt. Sömuleiðis að þau fái að útbúa bréf, myndir og svo framvegis til að setja í kistuna. Börn hafa þörf fyrir líkamlegt og andlegt öryggi og næringu, skilning á því sem er að gerast og fullvissu um að það verði hugsað vel um þau þó svo að annað foreldrið falli frá. Það er mikilvægt að þau skilji að þótt ýmislegt breytist vegna aðstæðna þá verður séð til þess að þeirra þörfum verði sinnt. Til dæmis að þó að pabbi sæki ekki í leikskólann þá muni mamma gera það eða þó mamma geti ekki skutlað á æfingu þá muni frænka gera það og svo framvegis. Reynslan sýnir að það er afar mikilvægt að leita til fagaðila eins og sálfræðinga og presta til að fá ráðleggingar og aðstoð með að tala við börnin um það sem framundan er. Þeir geta meðal annars líka gefið góð ráð hvernig hægt er að styðja barnið við þær breyttu aðstæður sem skapast eftir dauðsfall.
Það fer eftir aldri barna hvernig þú talar við þau um dauðann. En það er mikilvægt að þau séu upplýst. Þegar líkur á bata eru afar litlar og líkamleg hrörnun...
Lesa meira

Hvernig undirbý ég lífslok mín

Oft gleymast praktískir hlutir þegar verið er að undirbúa lífslok og stundum getur það skapað mikla óvissu og óþarfa vesen. Það er gott að þú hafir gert ráðstafanir sem auðvelda þeim sem eftir lifa.

Hafðu í huga:

 • Aðstandendur þurfa að vita hvort erfðaskrá liggi fyrir og hvar hún er. Erfðaskrá verður að vera skrifleg og efni hennar og undirritun að vera í samræmi við skilyrði erfðalaga. Arfleifandi verður að undirrita erfðaskrá hjá sýslumanni og er hún þá geymd þar, eða í viðurvist tveggja votta sem hafa ekki hagsmuni af erfðaskránni.
 • Þú þarft að gefa út vottað umboð með undirskrift, því það getur auðveldað margt þegar kemur að pappírsvinnunni í tengslum við andlát. Það er hægt að gefa út allsherjarumboð.
 • Ef um flókin fjölskyldutengsl er að ræða eins og fósturbörn og stjúpbörn vertu viss um að allt sé þá á hreinu varðandi hugsanlega ættleiðingu, umgengnisrétt barna og erfðarétt þeirra. Mjög mikilvægt að tryggja umgengni barna við fjölskyldu látna foreldrisins en auðvitað þarf alltaf að taka mið af aðstæðum.
 • Það er hagkvæmt lagalega séð að giftast því að ef þið gerið það ekki þá getur maki þinn verið réttindalaus eftir að þú deyrð. Erfðaréttur milli hjóna verður ekki til nema við hjúskap og eingöngu hjúskaparmakar geta fengið leyfi til setu í óskiptu búi.
 • Ef þú ert í óvígðri sambúð geturðu gert erfðaskrá og ráðstafað eigum þínum til sambúðarmaka. Ef þú átt börn getur þú aðeins ráðstafað þriðjungi eigna þinna til sambúðarmaka en ef þú átt ekki börn getur þú ráðstafað öllum eigum þínum með þessum hætti.
 • Ef þið eigið ekki eingöngu börn saman er skynsamlegt að kveða á um rétt þess sem verður langlífara til setu í óskiptu búi með erfðaskrá. Liggi ekki fyrir slík erfðaskrá verður hið langlífara háð samþykki barna hins skammlífara til að fá slíka heimild.
Oft gleymast praktískir hlutir þegar verið er að undirbúa lífslok og stundum getur það skapað mikla óvissu og óþarfa vesen. Það er gott að þú hafir gert ráðstafanir sem auðvelda...
Lesa meira

Hverjar eru óskir þínar?

Í alvarlegum veikindum er nauðsynlegt að horfa fram á veginn og undirbúa framtíðina eins og hægt er. Landspítalinn hefur gefið út bækling sem ber yfirskriftina „Litið fram á veginn - mikilvægt fyrir mig“. Þar eru leiðbeiningar ef þú vilt koma ákveðnum upplýsingum á framfæri varðandi meðferð og lífslok bæði fyrir aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk. Eins gæti verið gott að ræða þetta við vini og nána aðstandendur.

Meðal þeirra óska sem þú getur sett fram eru eftirfarandi:

 • Hvað á að kalla þig í minningargreinum og minningarorðum (fullt nafn eða gælunafn)?
 • Hvernig viltu láta minnast þín, til dæmis áhugamál þín, starfsvettvang, fjölskyldu þína, hvað þér líkar, eða líkar ekki, trú þína og gildi.
 • Óskir þínar og áherslur varðandi umönnun þína við lífslok.
 • Hvar viltu deyja, ef þú getur valið?
 • Skoðanir þínar á endurlífgun.
 • Hefur þú gert erfðaskrá? Ef tilhögun eigna þinna er utan skylduarfs, er nauðsynlegt að gera erfðaskrá.
 • Skipulagning útfarar/kveðjuathafnar til dæmis hver á að sjá um hana, opinber útför eða í kyrrþey?
 • Hvaða útfararstofu skal velja, grafreitur, líkbrennsla?
 • Hver á að jarðsyngja mig, hvaða tónlist skal flytja?
Í alvarlegum veikindum er nauðsynlegt að horfa fram á veginn og undirbúa framtíðina eins og hægt er. Landspítalinn hefur gefið út bækling sem ber yfirskriftina „Litið fram á veginn –...
Lesa meira

Erfið umræða er nauðsynleg

Því miður er það svo að stundum er ekki hægt að lækna krabbameinið. Þrátt fyrir það er oft hægt að halda því í skefjum með krabbameinsmeðferð. Það er hins vegar erfitt að segja til um hversu lengi það er hægt og hversu langan tíma viðkomandi á eftir ólifaðan. Það getur meðal annars ráðist af tegund krabbameins og því hvernig sjúkdómurinn svarar krabbameinsmeðferðinni. Það er gott að geta rætt opið um framtíðina og farið yfir mál sem snerta lífslokin og í raun er það eitthvað sem allir ættu að gera hvort sem þeir kljást við veikindi eða ekki. Oft er hins vegar viðkvæmt og erfitt að taka upp þessa umræðu, til dæmis við maka sinn. Stundum er það líka svo að báðir eru að hugsa um það sama en vilja hlífa hvor öðrum. Það er gott að hafa í huga að það getur verið erfiðara að ræða um lífslokin þegar veikindin fara að ágerast enn frekar.
Því miður er það svo að stundum er ekki hægt að lækna krabbameinið. Þrátt fyrir það er oft hægt að halda því í skefjum með krabbameinsmeðferð. Það er hins vegar...
Lesa meira

Hverjir annast líknarmeðferðir?

Ýmsir fagaðilar annast líknarmeðferð:

 • Sérhæfð líknarþjónusta er veitt á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, af líknarteymi Landspítalans og HERU. Meðferðin felur í sér að fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, sálfélagslegri og andlegri vanlíðan og styðja við sjúklinga og fjölskyldur þeirra.
 • HERA sérhæfð líknarheimaþjónusta er hjúkrunar- og læknisþjónusta sem er ætluð þeim sem greinst hafa með lífsógnandi og/eða ólæknandi og langvinna sjúkdóma. Hlutverk þjónustunnar er að gera sjúklingum kleift að dvelja heima eins lengi og aðstæður leyfa.
 • Líknardeildin í Kópavogi er hugsuð sem tímabundið úrræði fyrir einstaklinga með alvarlega, langt gengna sjúkdóma, erfið og flókin einkenni og/eða vegna umönnunar við lok lífs.
 • Í dag-, göngu- og fimm daga deilda er veittur stuðningur við þá skjólstæðinga sem dvelja heima og njóta þjónustu frá HERU.
 • Á landsbyggðinni er veitt líknarþjónusta eftir aðstæðum á hverjum stað þar sem heilbrigðisstarfsfólk er í samstarfi við HERU sem veitir faglega ráðgjöf.
Ýmsir fagaðilar annast líknarmeðferð: Sérhæfð líknarþjónusta er veitt á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, af líknarteymi Landspítalans og HERU. Meðferðin felur í sér að fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, sálfélagslegri og...
Lesa meira

Sálgæsla - hvað er það?

Sjúkrahúsprestar og djáknar veita sálgæslu og eru þeir til staðar á Landspítalanum. Einnig eru prestar og djáknar starfandi sem veita sálgæslu í hinum ýmsu söfnuðum landsins. Sálgæsla er fyrir alla þá sem glíma við sárar tilfinningar og erfiðar spurningar tengdar veikindum og alvarlegum áföllum sem þeir hafa ekki þurft að takast á við áður. Sálgæsla tekur ekki mið af lífsskoðunum eða trúarafstöðu.
Sjúkrahúsprestar og djáknar veita sálgæslu og eru þeir til staðar á Landspítalanum. Einnig eru prestar og djáknar starfandi sem veita sálgæslu í hinum ýmsu söfnuðum landsins. Sálgæsla er fyrir alla...
Lesa meira

Sálfræðiþjónusta - hvað er í boði?

Að greinast með krabbamein getur verið mikið áfall og því getur það verið mjög gott að leita til sálfræðings. Tala við utanaðkomandi aðila og fá ráðgjöf og meðferð, þar sem veikindin geta haft áhrif á andlega líðan og jafnvel leitt til kvíða og þunglyndis. Landspítalinn býður upp á sálfræðiþjónustu en það getur verið erfitt að komast að þar. Ljósið, Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins og Kraftur bjóða upp á endurgjaldslausa sálfræðiþjónustu fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur.
Að greinast með krabbamein getur verið mikið áfall og því getur það verið mjög gott að leita til sálfræðings. Tala við utanaðkomandi aðila og fá ráðgjöf og meðferð, þar sem...
Lesa meira

Get ég farið í brjóstaskimun og leghálsskimun á sama tíma eins og ég gat gert þegar Krabbameinsfélagið sá um skimanir?

Nei, ekki er hægt að fara í skimun bæði fyrir brjóst og legháls á sama tíma þar sem þetta er framkvæmt ekki á sama stað og ekki eru sömu aldursmörk. Þetta hefur ekki verið hægt að gera á leitarstöðinni undanfarin 7 ár, nema þá í annað hvort skipti, þar sem brjóstaskimun var á 2 ára fresti en leghálsskimun á 3 ára fresti.
Nei, ekki er hægt að fara í skimun bæði fyrir brjóst og legháls á sama tíma þar sem þetta er framkvæmt ekki á sama stað og ekki eru sömu aldursmörk....
Lesa meira

Eiga konur sjálfar að panta í endurkomu í skimun eða hvernig er þeim málum háttað?

Ef til dæmis er mælt með nýrri skimun eftir 6 eða 12 mánuði þá færðu bréf sem minnir þig á að panta tíma í skimun á heilsugæslunni eða hjá kvensjúkdómalækni.
Ef til dæmis er mælt með nýrri skimun eftir 6 eða 12 mánuði þá færðu bréf sem minnir þig á að panta tíma í skimun á heilsugæslunni eða hjá kvensjúkdómalækni.
Lesa meira

Hvar eru svör varðandi leghálssýnin sem tekin voru og voru geymd í marga mánuði?

Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni þá voru sýnin sem tekin voru í nóvember og desember 2020 svokölluð geymslusýni. Þau voru tekin með sýnatökusetti( thinprep) sem hætt var að nota um áramótin 2020/2021. Þau sýni voru geymd fyrst hjá Krabbameinsfélaginu en send til heilsugæslunnar í lok árs. Þessi sýni fóru síðan út til Danmerkur í byrjun febrúar 2021 og voru einungis HPV mæld (veirumæling). Þau sýni sem voru jákvæð( HPV+) þurfti að endurtaka og voru konur kallaðar inn í nýja sýnatöku með sýnatökusetti (surepath) sem notað er í dag og sýnin frumuskoðuð í Danmörku til að fá loka svar hvort um frumubreytingar er að ræða. Öll svokölluð geymslusýni hafa verið skoðuð og allar konur sem voru HPV+ fóru aftur í sýnatöku og flestar en kannski ekki allar komnar með svar úr seinni sýnatökunni. Það eru komin öll svör (3200 svör) sem send voru út um miðjan mars. Þær konur sem ekki hafa fengið svar eru konur sem þurfa ekki nýja sýnatöku fyrr en eftir 6 eða 12 mánuði, eða bara skv. skimunarprógrammi ef það eru engar frumubreytingar. Tæknimálin koma í veg fyrir að konur biðu lengi svara.  En það er búið að hafa samband við allar konur sem eru með hágráðu frumubreytingar og það var eitt sýni sem var grunur um krabbamein og þá hringdi rannsóknarstofan í Samhæfingarstöð krabbameinsskimana og lét vita svo það er eitthvað ferli hjá þeim sem er fyrir bráðatilfelli. Það fór strax í ferli og konan kölluð inn.
Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni þá voru sýnin sem tekin voru í nóvember og desember 2020 svokölluð geymslusýni. Þau voru tekin með sýnatökusetti( thinprep) sem hætt var að nota um áramótin...
Lesa meira

Hvert á ég að leita ef mig vantar svör varðandi skimun fyrir krabbameini?

Hægt er að leita svara hjá samhæfingarstöð krabbameinsskimana, einnig er boðið upp á netspjall á heilsuvera varðandi krabbameinsskimanir og einnig er hægt að tala við sinn kvensjúkdómalækni.
Hægt er að leita svara hjá samhæfingarstöð krabbameinsskimana, einnig er boðið upp á netspjall á heilsuvera varðandi krabbameinsskimanir og einnig er hægt að tala við sinn kvensjúkdómalækni.
Lesa meira

Get ég pantað tíma í leghálsskimun án þess að vera búin að fá boðun?

Já. Leitaðu ávallt til læknis ef þú finnur fyrir einkennum í kviðarholi, til dæmis óreglulegum blæðingum, verkjum eða breytingu á útferð, óháð því hvort þú hefur farið í skimun eður ei.
Já. Leitaðu ávallt til læknis ef þú finnur fyrir einkennum í kviðarholi, til dæmis óreglulegum blæðingum, verkjum eða breytingu á útferð, óháð því hvort þú hefur farið í skimun eður...
Lesa meira

Hver eru rökin fyrir því að breytt var úr skimun á þriggja ára fresti í fimm ára fresti?

Skimun er ákveðið kerfi sem sett er upp fyrir heilt þjóðfélag. Skimunarleiðbeiningar eru byggðar á bestu þekkingu á hverjum tíma. HPV mæling hefur verið tekin upp í mörgum löndum á síðustu árum og er metin um 90% næm til að meta áhættuna á frumubreytingum. Frumuskoðun hefur verið metin um 70% næm til að finna frumubreytingar. Þess vegna er talið öruggt að auka tíma milli skimana eftir 30 ára aldur. Nýjar rannsóknaraðferðir leysa eldri af hólmi og stöðugt er verið að finna nýjar og betri leiðir. Það er ekki hægt að panta skimun eftir eigin vali og þurfum við að halda okkur við ákveðin skilgreind aldursviðmið með þó nokkra mánaða sveigjanleika. Þú getur pantað tíma í leghálsskimun án þess að vera búin að fá boðsbréfið ef það er að koma tími á nýja skimun( +/- 3 mánuðir.
Skimun er ákveðið kerfi sem sett er upp fyrir heilt þjóðfélag. Skimunarleiðbeiningar eru byggðar á bestu þekkingu á hverjum tíma. HPV mæling hefur verið tekin upp í mörgum löndum á...
Lesa meira

Hvar eru niðurstöður úr leghálsskimun skoðaðar?

Frumusýni úr leghálskrabbameinsskimun er rannsakað í smásjá á rannsóknarstofunni. Rannsóknin leiðir síðan í ljós hvort að um frumubreytingar sé að ræða. Öll skimunarsýni eru send á stóra rannsóknarstofu í Danmörku (Hvidovre) sem sér um öll skimunarsýni frá Kaupmannahafnarsvæðinu. Þessi rannsóknarstofa er stærsta rannsóknarstofan fyrir skimunarsýni frá leghálsi í Danmörku.
Frumusýni úr leghálskrabbameinsskimun er rannsakað í smásjá á rannsóknarstofunni. Rannsóknin leiðir síðan í ljós hvort að um frumubreytingar sé að ræða. Öll skimunarsýni eru send á stóra rannsóknarstofu í Danmörku...
Lesa meira

Hvar er mér tilkynnt um niðurstöður úr leghálskrabbameinsskimun?

Þegar engar frumubreytingar eru til staðar er niðurstaðan send rafrænt til þín í gegnum Ísland.is (Mínar síður - Pósthólf). Það þýðir að ekkert óeðlilegt kom í ljós. Þú færð sjálfkrafa boð um nýja skoðun eftir þrjú ár. Heilsugæslan, í samvinnu við kvennadeild Landspítala og kvennadeild Sjúkrahússins á Akureyri, sinnir og fylgir eftir konum sem þurfa nánari greiningu og eftirlit vegna ákveðinna frumubreytinga í leghálsi. Ef frumubreytingar eru til staðar er gerð HPV mæling á sýninu. Ef HPV sýking er til staðar þarf frekara eftirlit og færðu skilaboð um það rafrænt í gegnum Ísland.is (Mínar síður - Pósthólf). Í framtíðinni mun svar koma inn á heilsuvera.is. Í skilaboðunum kemur fram hvenær mælt er með næsta skimunarsýni, við vægar frumubreytingar er oftast skimað aftur eftir 6-12 mánuði en ef um alvarlegar frumubreytingar er að ræða þá er mælt með leghálsspeglun og mun samhæfingarstöðin sjá um að panta leghálsspeglun fyrir þær konur sem fóru í sýnatöku á heilsugæslunni en kvensjúkdómalæknar senda tilvísun fyrir þær konur sem þeir hafa tekið sýni hjá. Leghálsspeglun fer fram á Landspítalanum, á Akureyri eða hjá kvensjúkdómalæknum sem eru sérhæfðir í þessum speglunum.
Þegar engar frumubreytingar eru til staðar er niðurstaðan send rafrænt til þín í gegnum Ísland.is (Mínar síður – Pósthólf). Það þýðir að ekkert óeðlilegt kom í ljós. Þú færð sjálfkrafa...
Lesa meira

Hvernig fer leghálsskimun fram og hver tekur leghálssýnið?

Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar, sem hafa hlotið sérstaka þjálfun, taka leghálssýni á öllum 19 heilsugæslustöðvunum á höfuðborgarsvæðinu með sama hætti og ljósmæður og hjúkrunarfræðingar hafa gert og halda áfram að gera á heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni. Tekið er frumusýni úr slímhúðinni. Það er sársaukalaust en sumar konur finna samt sem áður fyrir óþægindum
Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar, sem hafa hlotið sérstaka þjálfun, taka leghálssýni á öllum 19 heilsugæslustöðvunum á höfuðborgarsvæðinu með sama hætti og ljósmæður og hjúkrunarfræðingar hafa gert og halda áfram að gera...
Lesa meira

Ég man ekki hvenær ég fór síðast í leghálsskimun, hvar fæ ég þær upplýsingar?

Ef þú ert í vafa um hvenær þú fórst síðast í skimun getur þú leitað að upplýsingunum inn á www.heilsuvera.is og þar ferðu inn í Sjúkrasaga - Skimunarsaga. Þú getur líka fengið upplýsingar um það hjá heilsugæslunni þinni.
Ef þú ert í vafa um hvenær þú fórst síðast í skimun getur þú leitað að upplýsingunum inn á www.heilsuvera.is og þar ferðu inn í Sjúkrasaga – Skimunarsaga. Þú getur...
Lesa meira

Hvernig er skimun fyrir leghálskrabbameini háttað?

Konur eru boðaðar í reglubundna skimun með boðsbréfi í bréfpósti en unnið er að því að boðsbréfin verði rafræn í náinni framtíð. Miðað er við að konum sé boðin skimun fyrir leghálskrabbameini á þriggja ára fresti á aldursbilinu 23-29 ára og á fimm ára fresti á aldursbilinu 30-65 ára. Konur á aldrinum 23-29 ára fara í hefðbundna frumurannsókn en ekki HPV frumskimun eins og konur á aldrinum 30-64 ára gera. Ástæða þess að ekki er ennþá mælt með HPV frumskimun hjá konum yngri en 30 ára er hátt algengi HPV sýkinga í þessum aldurshópi. HPV frumskimun myndi valda aukinni tíðni falskt jákvæðra niðurstaðna og auka óþarfa eftirlit og meðferðir því ekki allar HPV sýkingar valda frumubreytingum. Um 90% allra HPV sýkinga hverfa á 2-3 árum. Á næstu árum fjölgar konum sem hafa verið bólusettar fyrir HPV og þá er ekki ólíklegt að hægt verði að nýta HPV frumuskimun hjá konum yngri en 30 ára. Konur sem hafa fengið boðsbréf í skimun og búa á höfuðborgarsvæðinu geta bókað sig á Mínum síðum á www.heilsuvera.is. Þegar búið er að skrá sig þar inn þá er farið inn í Bóka tíma, og svo bóka tíma á heilsugæslunni og þá kemur upp valmöguleikinn skimun fyrir leghálskrabbameini. Sem stendur boða konur á landsbyggðinni sig hjá heilsugæslunni sinni í gegnum síma en verið er að vinna að rafrænni lausn. Konur jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem og landsbyggðinni geta einnig pantað tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini með símtali við þá heilsugæslustöð sem hentar best. Konur sem hafa fengið boðsbréf eða liðin eru meira en 3 ár frá síðustu skimun eru hvattar til að bóka tíma. Konur sem fóru í skimun t.d. 2018 eiga að koma í skimun árið 2021 en eftir það verður farið eftir nýju skimunarleiðbeiningum.
Konur eru boðaðar í reglubundna skimun með boðsbréfi í bréfpósti en unnið er að því að boðsbréfin verði rafræn í náinni framtíð. Miðað er við að konum sé boðin skimun...
Lesa meira

Hvað er skimun fyrir leghálskrabbameini?

Frumubreytingar geta valdið leghálskrabbameini. Þegar slíkar breytingar eru uppgötvaðar og meðhöndlaðar í tíma er hins vegar hægt að koma í veg fyrir að þær valdi leghálskrabbameini. Frumubreytingar eru ekki krabbamein en slíkar breytingar kunna hins vegar að valda krabbameini og þú getur ekki fundið fyrir því sjálf ef frumubreytingar eru til staðar. Því er mikilvægt að gangast undir skimun til að athuga hvort frumubreytingar séu til staðar. HPV veirusýking er orsök leghálskrabbameins í yfir 99%tilfella. Það er lítill hluti af konum sem fá HPV veirusýkingu sem fá frumubreytingar. Um 80% af konum læknast af þessari veiru án nokkurar meðferðar. Þær konur sem ekki læknast sjálfkrafa eru í hættu á að þróa með sér frumubreytingar sem að lokum geta orsakað leghálskrabbamein með tímanum.
Frumubreytingar geta valdið leghálskrabbameini. Þegar slíkar breytingar eru uppgötvaðar og meðhöndlaðar í tíma er hins vegar hægt að koma í veg fyrir að þær valdi leghálskrabbameini. Frumubreytingar eru ekki krabbamein...
Lesa meira

Ég fann hnút í brjósti við sjálfskoðun, hvert á ég að leita?

Finnist hnútur við sjálfskoðun skaltu leita strax til læknis á heilsugæslunni þinni. Það ætti ekki að þurfa að bíða í marga daga eftir tíma en það er vert að segja hvert tilefnið er þegar tíminn er pantaður því þá sennilega sett í forgang.
Finnist hnútur við sjálfskoðun skaltu leita strax til læknis á heilsugæslunni þinni. Það ætti ekki að þurfa að bíða í marga daga eftir tíma en það er vert að segja...
Lesa meira

Ég er ólétt, má ég fara í brjóstaskimun?

Ekki er mælt með brjóstaskimun hjá einkennalausum konum á meðgöngu og ekki fyrr en þremur mánuðum eftir að brjóstagjöf lýkur.
Ekki er mælt með brjóstaskimun hjá einkennalausum konum á meðgöngu og ekki fyrr en þremur mánuðum eftir að brjóstagjöf lýkur.
Lesa meira

Ég er með brjóstapúða, hefur það áhrif á brjóstaskimun?

Ef þú ert með brjóstapúða er oftast ekkert mál að framkvæma brjóstaskimun, þó getur það farið eftir hvar púðinn liggur, fyrir framan eða aftan brjóstvöðvann, það getur truflað myndgreininguna meira ef púðiinn er fyrir framan vöðvann þar sem brjóstvefurinn er.
Ef þú ert með brjóstapúða er oftast ekkert mál að framkvæma brjóstaskimun, þó getur það farið eftir hvar púðinn liggur, fyrir framan eða aftan brjóstvöðvann, það getur truflað myndgreininguna meira...
Lesa meira

Hversu langur er biðtíminn í klíníska brjóstamyndatöku og hvar fer sú fram?

Klínísk brjóstamyndataka er fyrir konur með einkenni frá brjóstum, eða þær sem finna fyrir hnút í brjóstum. Ef þú finnur fyrir hnút í brjóstum skaltu leita til læknis á heilsugæslunni. Læknir sendir rafræna beiðni til Brjóstamiðstöðvar til frekari greiningar. Biðtími eftir klínískri brjóstamyndatöku á ekki að vera meiri en 2 vikur. Mikilvægt er að taka fram að flestir hnútar í brjóstum eru góðkynja hnútar.
Klínísk brjóstamyndataka er fyrir konur með einkenni frá brjóstum, eða þær sem finna fyrir hnút í brjóstum. Ef þú finnur fyrir hnút í brjóstum skaltu leita til læknis á heilsugæslunni....
Lesa meira