NorðanKraftur er stuðningshópur fyrir ungt fólk á alsrinum 18-40 ára sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.

NorðanKraftur er samstarfsverkefni Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur og Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis (KAON). Hópurinn er starfræktur frá Akureyri.

Umsjónarmaður NorðanKrafts er Inga Bryndís Árnadóttir, fræðslu- og hagsmunafulltrúi Krafts en hún verður með viðveru á Akureyri einu sinni í mánuði þar sem hægt er að óska eftir viðtali.

Dagskrá haust 2022

  • 22. september – Kaffihúsahittingur á Bláu Könnunni
  • 23. september – viðtalstími í húsnæði KAON milli klukkan 09:00 og 16:00.
  • 14. október – viðtalstími í húsnæði KAON milli klukkan 10:00 og 14:00.
  • 15. október – farið verður í Skógarböðin milli klukkan 11:00 og 13:00.
  • 9. nóvember – píla á Laugargötu – Píludeild Þórs milli klukkan 19:30 og 21:00
  • 11. nóvember – viðtalstími í húsnæði KAON milli klukkan 10:00 og 14:00.
  • 2. desember – viðtalstími í húsnæði KAON milli klukkan 10:00 og 14:00.

Hægt er að ná í Ingu Bryndísi í síma 866-9621 eða með því að senda póst á nordankraftur@kraftur.org.

Viðburðir eru auglýstir á vefsíðu Krafts sem og inn á Facebook síðu NorðanKrafts.

Viðburðir eru auglýstir á vefsíðu Krafts sem og inn á Facebook síðu NorðanKrafts.

Hægt er að fylgjast líka með dagskránni á heimasíðu Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis www.kaon.is eða inn á heimasíðu Krafts. Einnig er öll dagskrá birt inn á Facebookhóp NorðanKrafts. Símanúmerið hjá NorðanKrafti er 866-9621 og netfang nordankraftur@kraftur.org.