Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Ég skil þig

ég skil þig

Kraftur og Krabbameinsfélagið starfrækja Stuðningsnetið sem er með yfir 100 reynslubolta sem skilja þig. Fólk á öllum aldri sem hefur greinst með krabbamein eða eru aðstandendur. Þau eru öll tilbúin að hlusta, deila og vera til staðar fyrir þig.

Þú getur óskað eftir að tala við jafningja sem skilur þig. Hringdu í síma 866 9618 eða sótt um hér.

Hér að neðan má lesa nokkrar ólíkar sögur stuðningsfulltrúa  í Stuðningsnetinu | #égskilþig #stuðningsnetið

„Jafningjastuðningurinn veitti mér von.”

Greindist 40 ára með brjóstakrabbamein

„Jafningjastuðningur hjálpar og flýtir batanum því andlega hliðin er oft vanmetin.“

Greindist 8 ára með hvítblæði

„Ég tel það mjög mikilvægt að tala um hlutina og hlusta á aðra og þess vegna er ég í Stuðningsnetinu. - Það er svo gott að pústa við einhvern sem skilur þig.”

Greindist 34 ára með non-hodgkins eitilfrumukrabbamein.

„Það er magnað fyrirbæri þetta samtal.“

Greindist 67 ára með blöðruhálskirtilskrabbamein

„Það skiptir miklu máli að finnast maður ekki vera einn.“

Greindist 36 ára með krabbamein í lífhimnu og lifur

„Maður er svo hræddur og því er svo gott að hafa einhvern sem er búinn að ganga í gegnum það sama og vita að nú sé allt í lagi.”

Greindist 29 ára með eitlakrabbamein og hef misst báða foreldra mína úr krabbameini

„Það þroskar mann mikið að vera stuðningsfulltrúi og kennir manni almenna samkennd með náunganum“

Var 38 ára þegar konan mín lést úr krabbameini eftir 6 ára baráttu. Við eigum 3 börn.

„Mig vantaði einhvern til að tala við og Stuðningsnetið gerir fólki svo gott.“

Greindist með lungnakrabbamein 50 ára og aftur 64 ára

„Það er enginn sem skilur þessa upplifun nema sá sem hefur farið í gegnum hana.”

Greindist 32 ára með eitlakrabbamein og var tvítug þegar pabbi hennar greindist

„Maður fær frá fyrstu hendi upplifun og reynslu frá fólki sem er búið að ganga í gegnum þetta.“

Greindist 54 ára með krabbamein í blöðruhálskirtli

„Stuðningsnetið er svo dýrmætt því maður tengir svo sterkt við þá sem hafa upplifað það sama” 

Var 17 ára þegar missti systur sína úr krabbameini

„Jafningjastuðningurinn getur hjálpað fólki í gegnum þetta og auðveldað ferlið.“

Greindist 18 ára með Ewing sarcoma beinkrabbamein í viðbeini

„Það skiptir svo miklu máli að heyra í og hitta fólk sem er á sama róli.“

Greindist 53 ára og svo aftur 60 ára með Non-Hodgkins eitlakrabbamein

„Maður getur ekki gert þetta allt sjálfur. Það er bara ekki hægt að höndla þessar aðstæður þannig.”

Greindist 42 ára með hvítblæði og maðurinn minn hefur einnig greinst með krabbamein.

„Mér finnst svo mikilvægt að geta talað við einhvern sem hefur verið þarna. Sem getur bara sagt - Já ég veit.“

Var 39 ára þegar eiginmaður minn greindist með krabbamein. Við eigum fjögur börn.

„Það er svo gott að tala við einhvern sem skilur nákvæmlega það sem þú ert að ganga í gegnum.”

Greindist 20 ára með Hodgkins eitlakrabbamein

„Reynslusögur annarra var það sem virkilega hjálpaði mér í gegnum þetta.”

Missti móður mína úr krabbameini þegar ég var 11 ára

„Stuðningsnetið gerir kraftaverk fyrir fjölskyldur og einstaklinga.“

Greindist 35 ára með brjóstakrabbamein og aftur 37 ára. Er einnig aðstandandi.

44 ára

„Ég veit hversu erfitt það er að vera útlendingur hér á landi og greinast með krabbamein.“

Greindist 36 ára með brjóstakrabbamein

„Það er mjög mikilvægt fyrir alla sem að greinast að finna að þeir eru ekki einir.“

Greindist 61 árs með blöðruhálskirtilskrabbamein

„Það hreinlega léttir alla tilveruna að vera í Stuðningsnetinu.“

Greindist 70 ára með krabbamein í þvagblöðru

41 ára

„Ég er miklu sterkari aðili í dag vegna Stuðningsnetsins.”

Var 40 ára þegar eiginkona mín greindist með brjóstakrabbamein. Við eigum fjögur börn

„Það er svo dýrmætt að geta leitað stuðnings hjá einhverjum sem skilur mann.”

Missti manninn minn úr krabbameini eftir 11 ára baráttu þegar ég var 33 ára. Við eigum 3 börn.

„Stuðningsnetið er svo mikilvægur hlekkur í bataferlinu.“

Greindist 41 árs með krabbamein í ristli

Instagram#krafturcancer

© 2022 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS