Skip to main content

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, er alfarið rekið af velvilja einstaklinga og fyrirtækja í landinu. Það eru til ýmsar leiðir til að styrkja starfsemi félagsins en þær sérðu hér að neðan. Þú getur hjálpað okkur að hjálpa öðrum.

Almenn starfsemi

Með því að styrkja starfsemi Krafts hjálpar þú okkur að standa við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Bankareikningur Krafts er 327-26-112233 og kennitala 571199-3009.

Neyðarsjóður

Með því að styrkja Neyðarsjóð Krafts styður ungt fólk sem lendir í fjárhagsörðugleikum vegna veikinda sinna. Bankareikningur 322-26-004135 og kennitala 571199-3009. Einnig má smella á Stakt framlag hér að neðan.

Minningarsjóður

Með því að styrkja Minningarsjóðinn hjálpar þú aðstandendum að standa straum af útfararkostnaði þegar félagsmaður Krafts fellur frá. Bankareikningur 322-26-120487, kennitala 571199-3009. Einnig getur þú sent minningarkort til aðstandenda

STAKT FRAMLAG

Hér getur þú lagt Krafti lið með stökum styrk til félagsins og stutt þannig við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess.

MÁNAÐARLEGUR STYRKUR

Með því að gerast mánaðarlegur styrktaraðili hjá Krafti stendur þú við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum þess.

STYRKTARKORT

Viltu gefa gjöf sem hjálpar öðrum? Með því að kaupa styrktarkort styrkir þú starfsemi félagsins í nafni ástvinar eða félaga við hvers kyns tækifæri.

MINNINGARKORT

Sendu fallega minningu um látinn félaga eða ástvin og styrktu Minningarsjóð Krafts í leiðinni. Sjóðurinn styrkir aðstandendur til að standa straum af útfararkostnaði þegar félagsmaður Krafts fellur frá vegna veikinda sinna.

ERFÐAGJAFIR

Þú getur valið að ánafna hluta af eignum þínum til Krafts í erfðaskrá þinni. Erfðagjöf er því ekki gjöf sem þú gefur í dag heldur mun hún berast eftir þinn dag. Erfðagjafir geta skipt félag eins og Kraft einstaklega miklu máli og bera vott um einstakan hlýhug og velvilja í garð félagsins.

VEFVERSLUN

Með því að versla í vefverslun Krafts kaupir þú vöru sem gefur áfram. Fallegar Lífið er núna vörur sem minna okkur á að njóta augnabliksins.