Það er margt sem þarf að huga að þegar maður greinist með krabbamein og svo ótal margt sem maður hefur ekki hugmynd um eins og réttindi, hvað er í boði og hverjir geta aðstoðað.
Hjá Krafti geturðu fengið ráðgjöf varðandi réttindi þín og hagsmuni. Við erum á skrifstofunni alla virka daga frá klukkan 9-16 og tökum vel á móti þér. Þú getur líka sent okkur tölvupóst á kraftur@kraftur.org eða hringt í síma 866-9600.
Í handbókinni okkar LífsKraftur – Fokk ég er með krabbamein er einnig hægt að finna ýmsar upplýsingar um réttindi og hagsmuni. Þú getur lesið hana á netinu eða pantað hana að kostnaðarlausu.

Fjölmörg félög og stofnanir sinna einnig krabbameinsgreindum og aðstandendum og hér að neðan nefnum við einhver þeirra.
Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins
Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er upplýsinga- og stuðningsþjónusta fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Þar starfa hjúkrunarfræðingar félagsráðgjafar, sálfræðingur og kynfræðingur. Boðið er upp á fræðslu, viðtöl, faglega ráðgjöf, djúpslökun og fleira.Svæðafélög og stuðningshópar
Aðild að Krabbameinsfélagi Íslands eiga 22 svæðafélög og 7 stuðningshópar. Svæðafélögið eru á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Reyðarfirði, Selfossi, í Vestmannaeyjum og Reykjanesbæ.
Önnur félög
Önnur félög sem sinna krabbameinsgreindum og aðstandendum þeirra