Það er margt sem þarf að huga að þegar maður greinist með krabbamein og svo ótal margt sem maður hefur ekki hugmynd um eins og réttindi, hvað er í boði og hverjir geta aðstoðað.

Kraftur veitir félagsmönnum sínum upplýsingar um sín réttindi meðan á veikindum stendur og eftir þau. Kraftur gætir hagsmuna félagsmanna og stendur vörð um réttindi þeirra gagnvart opinberum aðilum. Hafðu samband ef þú ert í vafa um þín réttindi.

Við erum á skrifstofunni alla virka daga frá klukkan 9-16 og tökum vel á móti þér. Þú getur líka sent okkur tölvupóst á kraftur@kraftur.org eða hringt í síma 866-9600.

Fjölmörg félög og stofnanir sinna einnig krabbameinsgreindum og aðstandendum og hér að neðan nefnum við einhver þeirra.

Krabbameinsfélagið

Hjá Krabbameinsfélagsinu getur þú fengið viðtal við félagsráðgjafa sem getur aðstoðað þig og gefið þér upplýsingar um þín félagsleg réttindi.

Svæðafélög og stuðningshópar

Aðild að Krabbameinsfélagi Íslands eiga 22 svæðafélög og 7 stuðningshópar. Svæðafélögið eru á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Reyðarfirði, Selfossi, í Vestmannaeyjum og Reykjanesbæ.

Landspítalinn

Á Landspítala starfa um 50 félagsráðgjafar og veita þeir þjónustu á öllum klínískum sviðum. Félagsráðgjafar starfa til verndar andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði og veita stuðning og ráðgjöf til aðstandenda. Grundvöllur félagsráðgjafar eru mannréttindi og félagslegt réttlæti með áherslu á sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu.