Kraftur er klúbburinn sem enginn vill vera í en við tökum vel á móti ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum, veitum þeim stuðning og reynum að létta þeim lífið með fjölbreyttri þjónustu. Sem félagsmaður hjá Krafti nýtur þú meðal annars jafningjastuðnings, hagsmunagæslu, fræðslu, fjárhagslegs stuðnings og samveru á jafningjagrunni.
Til þess að skrá þig í félagið biðjum við þig um að fylla út umsóknarformið HÉR
Félagsgjald er greitt einu sinni á ári og er 4.500 kr. fyrir tímabilið 2024/2025. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa skuldlausir félagar.
Fullgildir félagar eru þeir sem eru á aldrinum 18-40 ára og greinst hafa með krabbamein. Þeir geta verið fullgildir félagar til 45 ára aldurs.
Eftir 45 ára aldur geta einstaklingar áfram verið félagsmenn þó svo þeir uppfylli ekki lengur skilyrði þess að vera fullgildir félagar.
Aðstandendur krabbameinsgreindra, 18 ára og eldri, geta orðið félagar í Krafti sama á hvaða aldri hinn krabbameinsgreindi er, hvort hann sé með krabbamein, læknaður eða hefur látist af völdum krabbameins.
__________
Við mælum með að þú sækir Abler appið eftir að þú hefur skráð þig í félagið – Hér fyrir IOS eða fyrir Android.
Í gegnum appið er hægt að:
- Fylgjast með tilkynningum frá félaginu
- Halda utan um viðburði, þjónustu og aðrar mikilvægar upplýsingar
- Greiða félagsgjöld á einfaldan og öruggan hátt
Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um notkun Abler appsins má finna hér. Ef þið hafið spurningar, hvetjum við ykkur til að senda okkur línu á kraftur@kraftur.org