Hjá Krafti er starfandi nám- og starfsráðgjafi sem hægt er að leita til, til að fá aðstoð við að taka næstu skref í að fara aftur í nám eða vinnu eftir veikindi. Mögulega vilja einstaklingar breyta til eftir veikindin og þá er gott að fá góð ráð og sjá hvað er hægt að gera.

Náms- og starfsráðgjafi getur aðstoða einstaklinga sem hafa gengið í gegnum krabbameinsmeðferð og vilja mögulega breyta eitthvað til.

  • Hægt er að fá stuðning við að byrja aftur í námi eða vinnu. Einnig ef einstaklingar vilja breyta til eftir erfið veikindi og vilja kanna möguleikana á öðru námi eða að breyta til í vinnunni þá er gott að fá náms-og starfsráðgjafa til að aðstoða sig.

Óska eftir náms- og starfsráðgjöf