Allir félagsmenn í Krafti sem hafa greitt félagsgjöld geta nýtt sér afsláttarkjör Krafts með því að sýna rafrænt félagskort í símanum (eldri útgáfa félagskorta) eða með því að sýna félagsaðild í Abler appinu.
Félagsaðild veitir afslætti til að hvetja til hreyfingar, sjálfsræktar og útivistar sem og að skapa góðar stundir og minningar með ykkar nánustu. Við vonum svo sannarlega að afsláttarkjörin geti létt undir með félagsmönnum.