StrákaKraftur er stuðningshópur fyrir unga karlmenn á aldrinum 18 til 40 ára sem greinst hafa með krabbamein.
Þegar maður er ungur og greinist með krabbamein er svo gott að geta hitt jafningja í sömu sporum, deila reynslu og fá stuðning frá hvor öðrum. Einstaklinga sem hafa skilning sem einungis fæst með því að upplifa hlutina sjálfur.
Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Krafts er einnig umsjónarmaður StrákaKrafts. Hittingar eru auglýstir undir viðburðir eða á Facebook síðu hópsins.