Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

StrákaKraftur

StrákaKraftur er stuðningshópur fyrir unga karlmenn á aldrinum 18 til 40 ára sem greinst hafa með krabbamein.

Þegar maður er ungur og greinist með krabbamein er svo gott að geta hitt jafningja í sömu sporum, deila reynslu og fá stuðning frá hvor öðrum. Einstaklinga sem hafa skilning sem einungis fæst með því að upplifa hlutina sjálfur.

Hópurinn hittist öllu jöfnu 1x í mánuði og má sjá  frekari tímasetningu undir viðburðir og inn á FB-hóp StrákaKrafts

Umsjón með hópnum hefur Gísli Álfgeirsson, stuðningsfulltrú í Stuðningsnetinu og félagsmaður hjá Krafti. 

„Það sem hjálpaði mest var að hitta aðra sem höfðu greinst. Kraftur bjargaði geðheilsunni hjá mér. Það var svo gott að hitta annan sem hafði lent í sömu sporum, deila reynslunni og heyra hvernig hann hafði tekist á við veikindin og allar þær aukaverkanir sem þeim fylgir þ.e. líkamlegar, andlegar og félagslegar“.

26 ára karlmaður sem greindist með ristilkrabbamein

 

Instagram#krafturcancer

© 2022 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS