Fyrirtæki, félagasamtök og skólar geta fengið fræðsluerindi frá Krafti þar sem starfsmaður Krafts kemur og segir frá starfsemi félagsins sem og þeim stuðningi og þjónustu sem krabbameinsgreindum og aðstandendum stendur til boða. Fræðsluerindi er byggt á bókinni LífsKrafti sem veitir hagnýtar upplýsingar og innsýn inn í reynsluheim krabbameinsgreindra og aðstandenda.