Apótekarinn styður félagsmenn sem greinst hafa með krabbamein með því að kosta lyf og aðrar tengdar vörur, skv samningi við Kraft. Lyfjastyrkurinn nær til lyfseðilsskyldra lyfja sem tengjast veikindum viðkomandi, lausasölulyfja sem og vörur frá Gamla apótekinu.

Styrkur er veittur fyrir ódýrasta samheitalyfið hverju sinni. Þetta er gert svo hægt sé að tryggja sem flestum styrkinn þar sem mikill verðmunur getur verið á lyfjum hverju sinni. Ef viðkomandi vill ekki þiggja ódýrara samheitalyf er hægt að:

  • Þiggja styrkinn en greiða mismuninn milli samheitalyfs og frumlyfs.
  • Fá lyfið R-merkt hjá lækni.
  • Sýna fram á gildandi lyfjaskírteini frumlyfja, sem hægt er að nálgast í gegnum sinn lækni.

Fimm flokkar lyfja eru undanskilin þessum samningi:

Lyfjakostnaður er umtalsverður hjá þeim sem greinst hafa með krabbamein og þrátt fyrir að Sjúkratryggingar taki þátt í lyfjakostnaði, skv. reglugerð þar um, eru fjölmörg lyf sem krabbameinsgreindir þarfnast sem ekki eru niðurgreidd nema að hluta. Kraftur er þakklátur fyrir þennan góða stuðnings Apótekarans við félagsmenn.

Þú sækir um Lyfjakort Krafts sem gildir í 6 mánuði í senn

Þegar sótt er um Lyfjakortið í fyrsta sinn þarf að skila inn læknisvottorði. Við minnum á að þegar lyfjakortið er notað þarf ávallt að framvísa persónuskilríkjum í Apótekaranum og gildandi lyfjakorti á félagskorti Krafts. Mikilvægt er að framvísa lyfjakortinu strax við afgreiðslu og hafa í huga að afgreiðsla lyfjabeiðna með lyfjakorti frá Krafti getur tekið örlítið lengri tíma, þar sem nokkur auka skref fylgja afgreiðslunni.

Þeir sem geta sótt um Lyfjakort Krafts þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

a. Eru fullgildir félagsmenn í Krafti og hafa greinst með krabbamein.*
b. Vera á aldrinum 18-45 ára.
c. Skila inn læknisvottorði frá krabbameinslækni.

*Nánar um félagsaðild í Krafti má sjá hér.

Uppfylli umsækjandi skilyrði, fær hann Lyfjakort Krafts sem gildir í 6 mánuði í senn og mun lyfjakortið birtast á rafrænu félagskorti Krafts sem er hlaðið niður í síma. Ef þú ert ekki búin(n) að nálgast rafræna félagskortið þitt sendu okkur þá póst á kraftur@kraftur.org. Einungis þarf að skila inn læknisvottorði þegar sótt er um í fyrsta skipti.

Umsækjandi fær senda staðfestingu í tölvupósti þegar lyfjakortið er tilbúið.

Óska eftir Lyfjakorti Krafts