Apótekarinn styður félagsmenn sem greinst hafa með krabbamein með því að kosta lyf og aðrar tengdar vörur. Lyfjastyrkurinn nær til lyfseðilsskyldra lyfja sem tengjast veikindum viðkomandi sem og vörur frá Gamla apótekinu.
Lyfjakostnaður er umtalsverður hjá þeim sem greinst hafa með krabbamein og þrátt fyrir að Sjúkratryggingar taki þátt í lyfjakostnaði, skv. reglugerð þar um, eru fjölmörg lyf sem krabbameinsgreindir þarfnast sem ekki eru niðurgreidd nema að hluta. Kraftsfélagar geta sótt um styrk til félagsins til kaupa á lyfjum sem tengjast sjúkdómi þeirra.