Apótekarinn styður félagsmenn sem greinst hafa með krabbamein með því að kosta lyf og aðrar tengdar vörur, skv samningi við Kraft. Lyfjastyrkurinn nær til lyfseðilsskyldra lyfja sem tengjast veikindum viðkomandi sem og vörur frá Gamla apótekinu.
Styrkur er veittur fyrir ódýrasta samheitalyfið hverju sinni. Þetta er gert svo hægt sé að tryggja sem flestum styrkinn þar sem mikill verðmunur getur verið á lyfjum hverju sinni. Ef viðkomandi vill ekki þiggja ódýrara samheitalyf er hægt að:
- Þiggja styrkinn en greiða mismuninn milli samheitalyfs og frumlyfs.
- Sýna fram á gildandi lyfjaskírteini frumlyfja, sem hægt er að nálgast í gegnum sinn lækni.
Fjórir flokkar lyfja eru undanskilin þessum samningi:
- ATC flokkur N06BA ( adrenvirk lyf sem verka á miðtaugakerfið )
- ATC flokkur G02BB01 ( Getnaðarvarnarlyf til notkunar í leggöng )
- ATC flokkur G02BA03 ( Getnaðarvarnarlykkjur )
- ATC flokkur G03AA ( P-Pillan )
Lyfjakostnaður er umtalsverður hjá þeim sem greinst hafa með krabbamein og þrátt fyrir að Sjúkratryggingar taki þátt í lyfjakostnaði, skv. reglugerð þar um, eru fjölmörg lyf sem krabbameinsgreindir þarfnast sem ekki eru niðurgreidd nema að hluta. Kraftur er þakklátur fyrir þennan góða stuðnings Apótekarans við félagsmenn.