Ef þú ert atvinnulaus þegar þú veikist, skaltu endilega athuga réttarstöðu þína hjá stéttarfélaginu sem þú greiddir síðast til og hvort þú eigir ef til vill rétt á greiðslum úr sjúkrasjóði þess.
Þarna er mikilvægt að Vinnumálastofnun hafi haldið áfram að greiða iðgjöld fyrir þig til þíns stéttarfélags og viðhaldið þannig réttindum þínum til sjúkradagpeninga úr þínum sjúkrasjóði. Samhliða sjúkradagpeningum stéttarfélags áttu líka rétt á sjúkradagpeningum frá Sjúkratryggingum Íslands. Þú gætir einnig átt rétt á endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins og tímabundinni örorku frá þínum lífeyrissjóði samkvæmt reglum þar um.