Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Ég er í skóla og í krabbameinsmeðferð hvað get ég gert?

Hversdagslífið getur raskast á meðan á meðferð stendur og eftir meðferð og því er gott að hafa neðangreint í huga.

  • Vertu í góðu sambandi við skólann og kennara og láttu vita um aðstæður þínar.
  • Athugaðu að krabbameinið og meðferðirnar geta haft áhrif á mætinguna í einhvern tíma og það getur komið niður á náminu.
  • Gerðu raunhæfar kröfur til sjálfs þíns þar sem veikindin geta haft áhrif á námsframmistöðu þína.
  • Taktu mið af því að þú ert þreyttari og ekki með eins mikla orku og einbeitingu.
  • Þú gætir þurft að fresta náminu ef þú ert of mikið fjarverandi frá skólanum.
  • Upplýstu skólafélaga um að meðferðin geti haft áhrif á að þú takir ekki eins mikinn þátt í tímum og verkefnum og að það geta orðið líkamlegar og andlegar breytingar hjá þér vegna meðferðar.
  • Athugaðu að fjarnám gæti hjálpað til, vertu í samráði við skólann um það.

Þetta gæti gagnast þér

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu

Fáðu LífsKraft sendan heim

LífsKraftur er handbók fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

Bókin er þér að kostnaðarlausu en þú þarft að greiða sendingarkostnað

Panta úr vefverslun

Instagram#krafturcancer

© 2021 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS