Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Ég er máttvana eftir krabbameinsmeðferð – hvað get ég gert?

Á meðan á meðferð stendur geturðu verið mjög máttvana en þá er ágætt að hafa eftirfarandi í huga:

 • Gott er að setja sér skýr og raunhæf markmið, hafa æfingarnar einfaldar og ánægjulegar. Það er líka gaman að taka einhvern með sér í göngutúrana eða aðra hreyfingu.
 • Skiptu reglulega um stellingu ef þú ert rúmliggjandi. Hreyfðu útlimina.
 • Farðu í stutta göngutúra daglega.
 • Taktu tröppurnar í staðinn fyrir lyftuna.
 • Lyftu léttum lóðum.
 • Hjólaðu.
 • Farðu í jóga.
 • Ekki pirra þig þó þú hafir ekki eins mikla orku og áður þetta snýst ekki um keppni og stoppaðu ef þú finnur fyrir mikilli þreytu.
 • Ekki ofþjálfa. Stoppaðu þegar þú finnur fyrir verkjum.
 • Gott er að tala við sjúkraþjálfara sem hjálpar þér við að finna rétt prógramm fyrir þig.
 • Forðastu vanvirkni, gerðu eitthvað í stað þess að gera ekkert, ýttu þér smám saman lengra og lengra og árangurinn mun ekki láta á sér standa.

Þetta gæti gagnast þér

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu

Fáðu LífsKraft sendan heim

LífsKraftur er handbók fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

Bókin er þér að kostnaðarlausu en þú þarft að greiða sendingarkostnað

Panta úr vefverslun

Instagram#krafturcancer

© 2021 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS