Skip to main content

Félagsráðgjöf – hvað felst í því?

Á Landspítalanum eru starfandi félagsráðgjafar sem hægt er að leita til í samráði við heilbrigðisstarfsfólk á spítalanum. Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er einnig með félagsráðgjafa sem þú getur leitað til endurgjaldslaust. Hlutverk félagsráðgjafa er að aðstoða sjúklinga og fjölskyldur þeirra við að takast á við fjárhags- og félagslegar breytingar vegna veikindanna.

Þú getur hitt félagsráðgjafa til að fá upplýsingar um veikindarétt þinn, sjúkrasjóði stéttafélaga, sjúkradagpeninga Sjúkratrygginga Íslands, endurhæfingar- og örorkulífeyri, lífeyrissjóði, ferðakostnað, afsláttarkort, lyfjakort, félagslega heimaþjónustu og réttindi vegna andláts.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu