Skip to main content

Get ég farið til útlanda?

Já, þú getur farið til útlanda svo fremi sem þú treystir þér til þess. Ef þú veikist innan Evrópska efnahagssvæðisins áttu greiðan aðgang að sjúkrahúsum án þess að greiða fyrir það ef þú ert með Evrópska sjúkratryggingakortið sem þú færð hjá Sjúkratryggingum Íslands. Ef þú ert að ferðast utan EES þarftu að leggja út fyrir sjúkrakostnaði en getur sótt um endurgreiðslu hluta kostnaðar hjá Sjúkratrygginum Íslands þegar heim er komið en mundu að taka kvittanir fyrir öllu. Áður en þú ferð til útlanda er nauðsynlegt að kanna hvar sjúklingatrygging þín gildir og hvar ekki.
Forfallatrygging, sem keypt er hjá tryggingafélagi, er langoftast þannig að hún gildir ekki ef þú þarft að lengja dvöl þína erlendis. Ef þú þarft að leggjast inn á sjúkrahús vegna krabbameinsins eða annarra veikinda sem tengjast því. Þetta gildir einnig um forfallatryggingu þinna nánustu. Segjum sem svo að þú farir með fjölskyldu þinni, maka og tveimur börnum, til útlanda og veikist þá fellur allur kostnaður sem viðkemur flugi, hóteli og fleira á ykkur.

Ef ferðin er greidd með greiðslukorti ertu hugsanlega með ferðatryggingu sem bætir útgjöld vegna veikinda á ferðalagi erlendis. Meginregla hjá Sjúkratryggingum Íslands er hins vegar sú að þeir sem ferðast erlendis og dvelja þar um styttri tíma án þess að taka þar upp búsetu eða hefja störf halda almennt tryggingavernd sinni á Íslandi. Vegna sjúkrakostnaðar erlendis getur verið nauðsynlegt að kaupa ferðatryggingu hjá tryggingafélagi því slíkar tryggingar greiða fyrir fleira en almannatryggingar gera, til dæmis kostnað vegna heimflutnings.
Ef um fyrirfram ákveðna læknismeðferð erlendis er að ræða gilda ákveðnar reglur og þá ber að hafa samband við alþjóðadeild Sjúkratrygginga Íslands og leita eftir samþykki fyrirfram.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu