Skip to main content

Hagnýt atriði fyrir aðstandendur eftir andlát

Það er ýmislegt sem huga þarf að við andlát ástvinar sem fellur að fjárhagslegum- og réttaráhrifum. Dánarvottorð þarf að berast sýslumanni. Sýslumaður aðstoðar eftirlifendur með dánarbú og veitir upplýsingar um erfðamál og frystir innistæður á bankareikningum. Útfararstofa aðstoðar með mörg praktísk atriði varðandi útför. Félagsráðgjafar hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins geta líka aðstoðað varðandi ýmis mál. Athugaðu að ef aðstandandi treystir sér ekki til að sinna öllum þessum atriðum þá er gott að fá einhvern til að aðstoða sig.

Hér að neðan er ýmsar upplýsingar varðandi bætur og önnur praktísk atriði en sum geta verið mismunandi eftir sjóðum og aðstæðum eftirlifenda. En nánari upplýsingar má til dæmis finna á www.sorg.is og www.krabb.is.

Tryggingastofnun

 • Dánarbætur greiðast eftirlifandi maka yngri en 67 ára í 6 mánuði og lengur eftir tilvikum og fer það oftast eftir aldri barna viðkomandi.
 • Barnalífeyrir greiðist til eftirlifandi foreldris ef hinn látni á börn yngri en 18 ára og til 20 ára ef um er að ræða ungmenni sem er í námi og þá er það greitt beint til barnsins. Greiddur er tvöfaldur barnalífeyrir ef báðir foreldrar eru látnir.
 • Mæðra- og ferðalaun eru greidd einstæðum foreldrum sem eru með tvö eða fleiri börn á framfæri sínu. Mæðra/feðralaun eru skattskyld en ekki tekjutengd.
 • Heimilisuppbót er greidd til eftirlifandi maka sem er einn um heimilisrekstur og er örorku- eða ellilífeyrisþegi.

Stéttarfélög

 • Útfararstyrkur er greiddur af flestum stéttarfélögum.Lífeyrissjóðir
 • Makalífeyrir er greiddur eftirlifanda maka samkvæmt reglum viðkomandi sjóðs og áunnum réttindum.
 • Barnalífeyrir er greiddur mánaðarlega með barni sjóðsfélaga til 18 ára aldurs eða lengur ef viðkomandi ungmenni er í námi.
 • Séreignarsparnaður er eign sjóðfélaga og erfist til lögerfingja við andlát hans. Inneign getur líka verið hjá bönkum eða tryggingafélögum.

Skattstjórinn

 • Eftirlifandi maki eða sambúðaraðili getur nýtt sér skattkort og persónuafslátt hins látna í allt að níu mánuði eftir andlát.
 • Hægt að sækja um lækkun á tekju- og eignaskatti vegna andláts ef sýnt er fram á röskun á fjárhagi vegna andlátsins.

Borgar – og bæjarskrifstofur

 • Hugsanlegur afsláttur á fasteignagjöldum og útsvari ef tekjur eru undir ákveðnu viðmiðunarmarki

Félagsþjónusta sveitarfélaga

 • Hægt að sækja um útfararstyrk ef tekjur eru lágar og félagslegar aðstæður erfiðar.

Fæðingarorlofssjóður

 • Ef annað foreldrið deyr áður en barn nær 24 mánaða aldri færist ónýttur fæðingarorlofsréttur hins látna til eftirlifandi foreldris.
 • Ef annað foreldrið andast á meðgöngu barns og barnið fæðist lifandi öðlast hitt foreldrið rétt til fæðingarorlofs í allt að níu mánuði.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu