Kraftur fær engan fjárhagslegan stuðning úr Ríkissjóði og er því starfsemin einungis rekin af velvilja almennings og fyrirtækja.

Fé sem safnast fyrir Kraft, hvort sem er í formi mánaðarlegra styrktaraðila, sölu vara í vefverslun Krafts eða einstaka styrkja, fer í stuðning fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.

Saman bætum við hag ungs fólks með krabbamein

Starfsemi Krafts felst í alls kyns fræðslu, námskeiðum, fyrirlestrum, jafningjastuðningi, stuðningshópum, sálfræðiþjónustu, hagsmunagæslu, útgáfu efnis, endurhæfingu og margs fleira fyrir félagsmenn. Einnig starfrækir Kraftur Neyðarsjóð fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og lendir í fjárhagsörðugleikum vegna veikinda sinna. Þetta allt er gert með það að leiðarljósi að bæta hag ungs fólks sem greinist með krabbamein sem og aðstandenda.

Samfélagsleg ábyrgð

Það skiptir okkur miklu máli að njóta trausts meðal félaga og styrktaraðila enda ábyrgð okkar mikil að nýta þá fjármuni sem safnast í þágu okkar félagsmanna. Við berum samfélagslega ábyrgð og gætum ráðdeildar í daglegum rekstri og við meðferð fjármuna félagsins. Ársreikningar eru ætíð endurskoðaðir af löggiltum endurskoðendum og félagslegum skoðunarmönnum ár hvert. Í hvívetna reynum við að halda kostnaði í lágmarki og nýta þá fjármuni er safnast sem allra best fyrir málstaðinn.

Nýjustu ársskýrslur og ársreikninga félagsins má finna hér.