Allir félagsmenn í Krafti geta sótt rafræn félagskort í símann sinn. Með félagskortunum geta félagar okkar auðkennt sig þegar þeir eru t.a.m. að nýta sér lyfjastyrkinn hjá Apótekaranum en félagakortin veita líka rausnarlega afslætti hjá hinum ýmsu samstarfsaðilum sem vilja leggja sitt að mörkum til málstaðarins.
Félagskortin veita afslætti til að hvetja til hreyfingar, sjálfsræktar og útivistar sem og að skapa góðar stundir og minningar með ykkar nánustu. Við vonum svo sannarlega að félagskortin geti létt undir með félagsmönnum.
Hvernig fæ ég félagskort?
Félagsmenn fá sendan póst á skráð netfang þar sem þeir fá leiðbeiningar um hvernig þeir sækja félagskortin sín og hvernig þeir virkja þau í símanum.
Við hvetjum alla félagsmenn eindregið til að sækja félagskortin sín. Ef þú ert félagsmaður í Krafti og hefur ekki fengið tölvupóst með leiðbeiningum hafðu þá endilega samband við okkur.
Þegar þú hefur nálgast kortið þitt og hlaðið inn mynd geturðu farið að nýta þér kortið hjá hinum ýmsu samstarfsaðilum Krafts. ATHUGAÐU að stundum þarf kóða til að virkja afslætti á netinu og ef þú smellir á þrjá punkta sem eru í hring annað hvort efst á kortinu eða neðst þá færðu upp bakhlið félagskortsins og þar geturðu séð hina ýmsu kóða sem veita afslætti.
Við vekjum einnig athygli á því að ef félagsmaður verður uppvís um að dreifa kóðum til annarra gæti það leitt til þess að viðkomandi missi skírteinið sitt.

SAMSTARFSAÐILAR kRAFTS
Afþreying og ferðalög
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn býður 2 fyrir 1 af aðgangi inn í garðinn og 2 fyrir 1 af dagpössum í skemmtitæki yfir sumartímann (helgar frá ágúst til september, alla daga frá 10. juní til 19. ágúst).
Sjá opnunartíma á www.mu.is.
Framvísa verður gildu félagskorti til að fá afsláttinn.
Gildistími: Út 31.12.2022
Keiluhöllin
Keiluhöllin Egilshöll býður 25% afslátt af brautargjaldi Keiluhallararinnar.
Sjá opnunartíma á www.keiluhollin.is
Framvísa verður gildu félagskorti til að fá afsláttinn.
Gildistími: Út 31.12.2022
Íslandshótel
Íslandshótel býður 15% afslátt af gistingu.
Pantaðu á netinu á www.islandshotel/agent.is. Afsláttarkóðinn er aftan á félagskortinu.
Við innritun á hótelið þarf að framvísa gildu félagskorti í Krafti.
Gildistími: Út 31.12.2022
Storytel
Storytel býður 2 fyrir 1 á mánaðaráskrift. Þannig að þú greiðir fyrir 30 daga en færð 60 daga. Þúsundir raf- og hljóðbóka inn í símann þinn.
Aftan á félagskortinu er hlekkur sem vísar í sér síðu þar sem hægt er að virkja tilboðið.
Gildistími: Út 31.12.2022.
Dekur, heilsa og sjálfsrækt
Sóley organics
Sóley Organics býður 20% afslátt þegar vörur eru verslaðar í vefversluninni www.soleyorganics.is
Afsláttarkóðinn er á bakhlið rafræna félagskortsins.
Gildistími: 31.10.2022
Andri Iceland
Andri Iceland býður 20% afslátt af – Hættu að Væla Komdu að Kæla – kuldameðferð | Kuldaþjálfun.
Pantaðu á netinu á https://is.andriiceland.com/ en á bakhlið rafræna félagskortsins er afsláttarkóðinn. Við komu þarf einnig að framvísa gildu félagskorti í Krafti.
Gildistími: Út 31.12.2022
Laugar Spa
Laugarspa býður 2 fyrir 1 í Baðstofu Laugar Spa.
Framvísa þarf gildu félagskorti til að fá sérkjörin.
Gildistími: Til 30.4.2022
Kvan
Kvan býður 20% afslátt af námskeiðum hjá sér með kóða þegar verslað er í gegnum heimasíðu Kvan www.kvan.is.
Þú sérð kóðann á bakhlið rafræna félagskorts Krafts.
Gildístími: Út 31.12.2022
KEY Natura
KEY Natura býður 20% afslátt af vörum sínum á vefversluninni sinni www.keynatura.com
Þú sérð kóðann á bakhlið rafræna félagskorts Krafts.
Gildístími: Út 31.12.2022
Losti
Losti býður 20% afslátt af öllum vörum í verslun Losta, Borgartúni 3. Afsláttur gildir ekki af öðrum tilboðum.
Framvísa verður gildu félagskorti til að fá afsláttinn.
Gildistími: Út 31.12.2022
Líkamsrækt og útivist
Yoga Shala

Yoga Shala býður 30% afslátt af 10 skipta klippikorti. Hægt er að kaupa kortin í afgreiðslunni hjá Yoga Shala eða á netinu.
Þú sérð afsláttarkóðann á bakhlið rafræna félagskorti Krafts.
Gildistími: Til 30.09.2022
Aqua Sport
Aqua Sport býður 15% afslátt af öllum vörum í verslun Aquasport, Bæjarlind 1-3.
Framvísa verður gildu félagskorti til að fá afsláttinn.
Gildistími: Út 31.12.2022
Heilsuklasinn

Heilsuklasinn býður 50% afslátt af aðgangi að tækjasal, hvort sem er um mánaðaráskrift að ræða eða áskrift án uppsagnarfrestar til lengri tíma.
Gildistími: Til 31.12.2022
Altis
Altis býður 15-20% afslátt af vörum sem eru verslaðar í vefverslun Altis.
Þú sérð kóðann á bakhlið rafræna félagskorti Krafts.
Gildistími: Til 31.05.2022
Veitingar
Shake & Pizza

Shake and Pizza í Egilshöll býður 25% afslátt af matseðli.
Framvísa verður gildu félagskorti til að fá afsláttinn.
Gildistími: Út 31.12.2022
Jómfrúin

Jómfrúin býður 20% afslætti af mat og drykk á staðnum og
gildir tilboðið fyrir korthafa og allt að fjóra gesti.
Framvísa verður gildu félagskorti til að fá afsláttinn.
Gildistími: Út 31.12.2023
Gló
Gló býður 15% afslætti af mat og drykk bæði á staðnum og í Take-Away.
Framvísa verður gildu félagskorti til að fá afsláttinn.
Gildistími: Út 31.12.2022