Tilhugsunin um einangrun getur verið yfirþyrmandi en þú getur nýtt tímann til að læra jafnvel eitthvað nýtt og skemmtilegt og gaman er að hafa eitthvað fyrir stafni.
Við höfum tekið saman smá lista sem gæti nýst þér og gefið þér góðar hugmyndir. Á listanum er að finna hluti sem eru ókeypis og geta verið upplýsandi og gagnleg afþreying. Við vonum að þetta nýtist til gagn og gamans.
Snjallforrit/app
- Hugleiðsluappið Headspace inniheldur m.a. 30 daga hugleiðsluprógram fyrir krabbameinsgreinda og margt fleira.
- Duolingo er tungumálaforrit þar sem þú getur einsett þér að læra eitthvað ákveðið tungumál og tekið frá ákveðnar mínútur á hverjum degi til læra það
- Hugleiðslu- og slökunarappið Insight Timer er með fullt af fríu efni
- Storytel býður upp á 14 daga fría áskrift í hlustun hljóðbóka – tékkaðu á því
Hlustaðu á Kraftshlaðvarpið
- Hefur þú hlustað á Hlaðvarpið – Fokk ég er með krabbamein – þar sem talað er hispurslaust um krabbamein og allt því sem því fylgir. Þú getur líka hlustað á það á t.d. Spotify.
Gerðu heimaæfingar af Krafti
- Sendu línu á Atla þjálfara FítonsKrafts og fáðu sent til þín heimaæfingarprógramm
- Ómur Yoga & Gongsetur býður upp á sjálfræktarmyndbönd
Prófaðu eitthvað nýtt
- Þú getur fundið alls konar föndur og dútl á netinu og mælum við t.d. með að fara á Youtube eða Pinterest og fletta upp crafting, DYI, candle making eða Origami
- Prófaðu að elda nýjan mat. Hér er hægt að finna fullt af girnilegum uppskriftum. Mælum t.d. með www.grgs.is, www.ljufmetid.com, http://www.veganistur.is/, https://evalaufeykjaran.is/ eða
https://gerumdaginngirnilegan.is/ - Prófaðu að flokka og skipuleggja heimilið samkvæmt Marie Kondo -Konmari style sjá t.d. á Netflix eða Youtube
- Prófaðu að vera í núinu og lita – einstaklega róandi og hægt að fá bækur og liti á Amazon
Kvikmyndir og sjónvarpsþættir
- Kíktu á reynslusögur fólks sem hefur greinst með ólæknandi krabbamein og lifað það af þrátt fyrir að lífslíkur þess hafi verið litlar. Á hverjum degi er nýr þáttur settur í loftið hér – Discover.hayhouse.com
- Sjónvarp Símans er með fullt af ókeypis þáttum og kvikmyndum inni hjá sér
- RÚV er með ókeypis sjónvarpsefni allan ársins hring alla daga
Pantaðu mat á netinu
- Fáðu mat sendan heim frá netto.is
- Fáðu mat frá veitingastað sendan heim frá
- Fáðu mat sendan frá Eldum rétt og eldaðu heima