Skip to main content

Hvað er skimun fyrir leghálskrabbameini?

Frumubreytingar geta valdið leghálskrabbameini. Þegar slíkar breytingar eru uppgötvaðar og meðhöndlaðar í tíma er hins vegar hægt að koma í veg fyrir að þær valdi leghálskrabbameini. Frumubreytingar eru ekki krabbamein en slíkar breytingar kunna hins vegar að valda krabbameini og þú getur ekki fundið fyrir því sjálf ef frumubreytingar eru til staðar. Því er mikilvægt að gangast undir skimun til að athuga hvort frumubreytingar séu til staðar. HPV veirusýking er orsök leghálskrabbameins í yfir 99%tilfella. Það er lítill hluti af konum sem fá HPV veirusýkingu sem fá frumubreytingar.

Um 80% af konum læknast af þessari veiru án nokkurar meðferðar. Þær konur sem ekki læknast sjálfkrafa eru í hættu á að þróa með sér frumubreytingar sem að lokum geta orsakað leghálskrabbamein með tímanum.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu