Skip to main content

Hvað getur þú gert til að sjúklingi líður betur?

  • Ef sjúklingi er óglatt er gott að koma með eitthvað girnilegt að borða þrátt fyrir að hann hafi ekki sagst vilja neitt. Oft þegar maturinn er kominn á borðið þá nær viðkomandi að narta og þó um sé að ræða bara nokkra bita þá hefur hann mjög gott af því.
  • Öllum líður betur af hollum og góðum mat og því er gott að hafa girnilega niðurskorna ávexti við hendina.
  • Fólk í krabbameinsmeðferð er með miklu næmara lyktarskyn en aðrir. Passaðu að sterk lykt fylgi þér ekki eins til dæmis ilmvatn/rakspíri.
  • Ef sjúklingi er óglatt er ekki gott að elda mat á staðnum því þá kemur oft svo sterk matarlykt sem getur aukið ógleðina. Betra er að koma með tilbúinn mat annars staðar frá.
  • Þegar gestir eru í heimsókn þá er mikilvægt að þeir gangi frá eftir sig svo það lendi ekki á sjúklingnum eða maka/aðstandenda.
  • Krabbameinsmeðferð tekur á og því er kjörið að hjálpa til við almenn þrif og og matarinnkaup á viðkomandi heimili og ekki er verra að koma með falleg blóm ef þess er kostur.
  • Ef aðstandandi vill er hægt að koma með litla gjöf til að gleðja viðkomandi.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu