Skip to main content

Hvað nú ef mig vantar hjálp?

  • Finndu til númerin hjá öllum þeim sem geta hjálpað þér hvort sem það eru fagaðilar eins og læknirinn þinn eða aðstandendur eins og maki, kærasti, foreldrar, yfirmaður eða aðrir. Settu númerin í símann þinn en skrifaðu þau líka niður svo aðrir geti fundið þau og settu til dæmis á ísskápinn þinn.
  • Mundu að þú eða aðstandandi getið alltaf hringt upp á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga Landspítalans eða á göngudeildina þar sem þú ert í meðferð ef þið eruð í vafa um eitthvað eða vantar aðstoð.
  • Stuðningsnet Krafts og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er tilvalið til að fá aðstoð og ráðgjöf og ekki hika við að hafa samband við Kraft ef svo ber undir.
  • Þú getur sótt um félagslega heimaþjónustu hjá þínu bæjarfélagi. Heimaþjónustan er fyrir þá sem ekki geta séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu vegna veikinda. Umsóknir eru metnar hverju sinni.
  • HERA, sérhæfð líknarheimaþjónusta, er ætluð sjúklingum með erfið einkenni vegna langvinnra sjúkdóma. Markmið hennar er að gera skjólstæðingum kleift að dvelja heima eins lengi og aðstæður leyfa.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu