Skip to main content

Hvar er mér tilkynnt um niðurstöður úr leghálskrabbameinsskimun?

Þegar engar frumubreytingar eru til staðar er niðurstaðan send rafrænt til þín í gegnum Ísland.is (Mínar síður – Pósthólf). Það þýðir að ekkert óeðlilegt kom í ljós. Þú færð sjálfkrafa boð um nýja skoðun eftir þrjú ár.

Heilsugæslan, í samvinnu við kvennadeild Landspítala og kvennadeild Sjúkrahússins á Akureyri, sinnir og fylgir eftir konum sem þurfa nánari greiningu og eftirlit vegna ákveðinna frumubreytinga í leghálsi.

Ef frumubreytingar eru til staðar er gerð HPV mæling á sýninu. Ef HPV sýking er til staðar þarf frekara eftirlit og færðu skilaboð um það rafrænt í gegnum Ísland.is (Mínar síður – Pósthólf). Í framtíðinni mun svar koma inn á heilsuvera.is. Í skilaboðunum kemur fram hvenær mælt er með næsta skimunarsýni, við vægar frumubreytingar er oftast skimað aftur eftir 6-12 mánuði en ef um alvarlegar frumubreytingar er að ræða þá er mælt með leghálsspeglun og mun samhæfingarstöðin sjá um að panta leghálsspeglun fyrir þær konur sem fóru í sýnatöku á heilsugæslunni en kvensjúkdómalæknar senda tilvísun fyrir þær konur sem þeir hafa tekið sýni hjá. Leghálsspeglun fer fram á Landspítalanum, á Akureyri eða hjá kvensjúkdómalæknum sem eru sérhæfðir í þessum speglunum.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu