Skip to main content

Hvernig er kallað inn til brjóstaskimunar?

Einkennalausum konum á aldrinum 40-69 ára er boðin skimun fyrir brjóstakrabbameini á tveggja ára fresti og konum á aldrinum 70-74 ára á þriggja ára fresti. Konur fá boðsbréf frá samhæfingarstöð krabbameinsskimana í pósti en unnið er að því að boðsbréfin verði rafræn í náinni framtíð.

Tímapantanir eru í síma 513-6700 milli kl. 8:30 og 12:00 alla virka daga.
Einnig er hægt að senda tölvupóst á krabbameinsskimun@heilsugaeslan.is. Í framtíðinni er stefnt að því að allar konur geti bókað eða breytt tíma á Heilsuvera.is.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu