Það er ráðlagt að stunda hreyfingu og endurhæfingu allt frá greiningu. Það hjálpar líkamanum að takast á við veikindin sem og meðferðirnar og getur slegið á aukaverkanir og flýtt fyrir góðum bata.
Í boði eru ýmis úrræði hvað varðar endurhæfingu, líkamsrækt og útivist fyrir krabbameinsgreinda. Þjálfun fer fram undir handleiðslu sérmenntaðra aðila og er miðuð að þörfum hvers og eins.