Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar, sem hafa hlotið sérstaka þjálfun, taka leghálssýni á öllum 19 heilsugæslustöðvunum á höfuðborgarsvæðinu með sama hætti og ljósmæður og hjúkrunarfræðingar hafa gert og halda áfram að gera á heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni.
Tekið er frumusýni úr slímhúðinni. Það er sársaukalaust en sumar konur finna samt sem áður fyrir óþægindum