Skip to main content

Hversu langur er biðtíminn í klíníska brjóstamyndatöku og hvar fer sú fram?

Klínísk brjóstamyndataka er fyrir konur með einkenni frá brjóstum, eða þær sem finna fyrir hnút í brjóstum.

Ef þú finnur fyrir hnút í brjóstum skaltu leita til læknis á heilsugæslunni. Læknir sendir rafræna beiðni til Brjóstamiðstöðvar til frekari greiningar.

Biðtími eftir klínískri brjóstamyndatöku á ekki að vera meiri en 2 vikur. Mikilvægt er að taka fram að flestir hnútar í brjóstum eru góðkynja hnútar.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu