Klínísk brjóstamyndataka er fyrir konur með einkenni frá brjóstum, eða þær sem finna fyrir hnút í brjóstum.
Ef þú finnur fyrir hnút í brjóstum skaltu leita til læknis á heilsugæslunni. Læknir sendir rafræna beiðni til Brjóstamiðstöðvar til frekari greiningar.
Biðtími eftir klínískri brjóstamyndatöku á ekki að vera meiri en 2 vikur. Mikilvægt er að taka fram að flestir hnútar í brjóstum eru góðkynja hnútar.