Samkvæmt Sjúkratryggingum Íslands eiga allir sjúkratryggðir einstaklingar rétt á gistiþjónustu ef þeir þurfa að fara í rannsóknir eða meðferðir fjarri heimili sínu. Þá færðu gistingu með fullu fæði og sjúkratryggingar Íslands greiða allt að 21 dag vegna gistiþjónustu og ef þú þarft að dvelja lengur þá þarf að sækja um undanþágu. Gististaðir bjóða ekki upp á hjúkrunarþjónustu.
Hverjir eiga rétt á þjónustunni?
Allir sjúkratryggðir einstaklingar sem þurfa að dvelja fjarri heimili sínu til að sækja heilbrigðisþjónustu í Reykjavík eða á Akureyri.
- Vegna sjúkrahúslegu.
- Vegna þjónustu á dag- og göngudeildum sjúkrahúsa.
- Vegna þjónustu eða meðferð/rannsókn sem þú getur ekki fengið í heimabyggð.
Hvernig sæki ég um gistiþjónustu?
- Þú þarft að fá beiðni/tilvísun frá lækni eða hjúkrunarfræðingi og hafa hana áður en þú bókar gistinguna.
- Þú getur bókað gistingu hjá samningsaðila svo lengi sem beiðnin er í gildi og það er náttúrulega háð því að það sé laust pláss á gististaðnum.
- Gististaðurinn getur óskað eftir greiðslukortanúmeri til að tryggja greiðslu ef þú lætur ekki vita að þú ætlir ekki að nota gistinguna.
- Þú getur prentað út beiðnina og afhent hana við innritun eða sent hana rafrænt.
Hvar get ég bókað gistingu, hverjir eru samningsaðilar?
Akureyri:
- Hótel Akureyri, Hafnarstræti 67, 600 Akureyri. Sími: 462 5600
- Gistihúsið Hrafninn, Brekkugötu 4, 600 Akureyri.Sími: 462 5600
Reykjavík:
- Heilsumiðstöðin, Hótel Ísland, Ármúla 9, 108 Reykjavík. Sími: 595 7000
- Nýtt sjúkrahótel við Landspítalann – verið er að vinna að opnun
Hvað kostar gistingin?
- Í apríl 2019 var greiðsluhlutfall einstaklings 1.440 kr. á sólarhring samkvæmt reglugerð nr. 445/2016.
Get ég haft aðstandanda með mér?
- Almennt getur aðstandandi verið með í herbergi gegn gjaldi sem ákveðið er af hverjum gististað. Sjúkratryggingar Íslands taka ekki þátt í þeim kostnaði.
Get ég fengið aðhlynningu á gististaðnum?
- Það er ekki boðið upp á hjúkrunarþjónustu eða aðhlynningu á gististöðunum og því þarftu að vera sjálfbjarga með að komast fram úr rúmi og geta séð um allar athafnir daglegs lífs. Ef þú ert hreyfihamlaður/hömluð eða í hjólastól þá þarftu að láta vita á gististaðnum vegna aðgengi fyrir fatlaða og aðstöðu fyrir aðstandanda.