Skip to main content

„Ráðið upplýsingafulltrúa” og búðu til hjálparsveit

Það getur verið mikil vinna að upplýsa alla í kringum ykkur um gang mála. Það lendir oft á nánasta aðstandanda eins og maka og getur það verið einstaklega þreytandi að svara stöðugt sömu spurningunum og vera alltaf í símanum. Þá er gott að tilnefna einn einstakling í hverjum hópi sem þú tilheyrir til að sjá um þau mál. Til dæmis einn vinnufélaga sem sér um að upplýsa samstarfsfólk, eina vinkonu sem sér um að upplýsa vinahópinn og einn úr nánustu fjölskyldu til að upplýsa fjölskylduna. Sumir nota líka lokaða hópa á samfélagsmiðlum til að deila fréttum fyrir mismunandi hópa.

Búðu til „hjálparsveit“

Ef þú ert upplýsingafulltrúi hóps þá getur þú líka búið til skipulag þar sem aðstandendur og vinir skipta með sér verkum um að upplýsa aðra um gang mála. Þú getur líka verkefnastýrt hópnum þínum og beðið ákveðna einstaklinga um hjálp og aðstoð ef svo ber undir þannig að það lendi ekki allt líka á þér/fáum. Krabbamein snertir alla sem eru í kringum þann veika og því gott ef fólk tekur höndum saman með aðstoð.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu