Sjúkratryggingar Íslands annast framkvæmd sjúkratrygginga og semur um og greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu.
Sjúkratryggingar niðurgreiða eftirfarandi:
- Læknisþjónustu á heilsugæslu og sjúkrahúsum.
- Aðra heilbrigðisþjónustu samkvæmt reglum þar um. Niðurgreiðslan tekur til læknis- og lyfjakostnaðar og er þrepaskipt samkvæmt ákveðnum reglum þar um. Þú getur alltaf fylgst með stöðu þinni í þjónustugátt á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands
- Hluta kostnaðar við tannlækningar fyrir aldraða, öryrkja og lífeyrisþega. Tannlækningar eru endurgjaldslausar fyrir börn yngri en 18 ára.
- Ýmis hjálpartæki sem draga úr skerðingu á færni og hjálpa fólki til sjálfsbjargar. Þar má meðal annars nefna hjólastóla, göngugrindur, öryggistæki og önnur hjálpartæki við daglegt líf. Sem og stoðtæki og gervilimi.
- Húðflúr á augnabrúnir og hárkollu/höfuðfat.
- Sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun.
- Endurhæfingu hjá Heilsustofnun NLFÍ Hveragerði.
- Ferðakostnað innanlands, samkvæmt ákveðnum reglum, fyrir þá sem þurfa að sækja sér læknisþjónustu til höfuðborgarinnar.
- Gisting innanlands, samkvæmt ákveðnum reglum, fyrir þá sem þurfa að sækja sér læknisþjónustu til höfuðborgarinnar eða Akureyri.
- Brýna læknismeðferð erlendis, samkvæmt ákveðnum reglum.