Þegar maður er ungur og greinist með krabbamein skiptir svo miklu máli að vita hvert maður getur leitað.
Félagið er fyrir fólk á aldrinum 18 – 40 ára sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, 18 ára og eldri.
Hjá félaginu geturðu fengið tækifæri að kynnast fólki í sömu sporum og taka þátt í alls kyns viðburðum. Hægt er að sækja um alla þjónustu félagsins undir hverjum þjónustulið hér að neðan.
Við mælum líka eindregið með að þú kynnir þér þá þjónustu sem er í boði hjá Krabbameinsfélaginu og Ljósinu.