• Viltu öðlast skýrari sýn á hvað þig langar að gera í lífinu? 
  • Viltu öðlast trú á sjálfan þig og hvað þú ert fær um að gera?
  • Viltu bæta samband þitt við sjálfan þig og maka og auka nánd?

Markþjálfun er aðferðafræði, byggð á samtölum, sem miðar að því að laða það besta fram hjá hverjum og einum. Með markþjálfun gefst kostur á að auka yfirsýn og bæta árangur bæði í einkalífinu sem og í starfi. Þroskandi og skemmtilegt ferðalag sem getur aukið sjálfsþekkingu þína og gefið skarpari sýn á þau verkefni sem framundan eru.

Kynlífsmarkþjálfun
Kynlífsmarkþjálfun getur hjálpað fólki við að efla sjálfsmynd sína, bæta kynlíf sitt, nánd og sambönd en einnig að sigrast á hinum ýmsu hindrunum. Einnig má alltaf gera gott kynlíf betra.

Kristín Þórsdóttir er markþjálfi Krafts. Hún er sex barna móðir og hefur sjálf reynslu af krabbameini sem aðstandandi. Það er eldmóður Kristínar að aðstoða fólk við að vaxa og ná markmiðum sínum.  Kristín er stofnandi og eigandi Eldmóðurs ehf. og starfar þar sem markþjálfi og kynlífsmarkþjálfi. Kristín hefur auk þess haldið marga fyrirlestra og námskeið, meðal annars fyrir Kraft og Ljósið.

Þjónustan er Kraftsfélögum að kostnaðarlausu.

Óska eftir Markþjálfun