Skip to main content

Líf- og sjúkdómatrygging

Það kann að vera of seint í rassinn gripið að líf- og sjúkdómatryggja sig eftir krabbameinsgreiningu. Engu að síður geta þeir sem greinst hafa með krabbamein keypt sér líf- og sjúkdómatryggingu með þeim fyrirvara að tryggingin gildi ekki ef viðkomandi greinist aftur með krabbamein. Tryggingin gildir eftir sem áður fyrir öllum öðrum sjúkdómum sem tilgreindir eru í skilmálunum. Það kunna þó að vera mismunandi skilmálar milli tryggingafélaga og það borgar sig að kanna þetta áður en farið er til útlanda.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu