Það getur stundum myndast togstreita eða ágreiningur í fjölskyldum þegar einhver greinist með krabbamein. Makar, tengdafjölskylda, foreldrar og systkini vilja kannski öll fá að ráða hvað gera skal í ákveðnum aðstæðum. Hvernig sem hlutirnir eru í þinni fjölskyldu þá er það svo að maki og börn, fólkið sem þú býrð með, er alltaf nánasta fjölskylda. Það getur verið erfitt fyrir foreldra að vita hvar mörkin liggja og hvenær hjálpsemi verður að stjórnsemi. Þið þurfið jafnvel að hafa fjölskyldufund og ræða opið um þessi mál.