Það er margt sem þarf að huga að þegar maður greinist með krabbamein og svo ótal margt sem maður hefur ekki hugmynd um eins og réttindi, hvað er í boði og hverjir geta aðstoðað.
Kraftur veitir félagsmönnum sínum upplýsingar um sín réttindi meðan á veikindum stendur og eftir þau. Hafðu samband ef þú ert í vafa um þín réttindi.
Þú ert hjartanlega velkomin(n) til okkar á skrifstofu félagsins, en opnunartími er mán-fim 10-15 og fös 10-14. Þú getur líka sent okkur tölvupóst á kraftur@kraftur.org eða hringt í síma 866-9600.