Skip to main content

Hvað tekur það langan tíma að fá niðurstöður úr brjóstaskimun og hvar fæ ég upplýsingar um það ?

Allar konur fá svar úr skimun inn á island.is og ætti svar að berast 2-4 vikum eftir skimun.

Ef grunur leikur á að um krabbamein sé að ræða að skimun lokinni færðu boð um frekari skoðun (klíníska brjóstamyndatöku) innan 14 daga.

Sérskoðun á brjóstum er gerð á Brjóstamiðstöðinni og færðu bækling um þá rannsókn með tímabókuninni frá samhæfingarstöðinni.

Ef þú afþakkar klínísku brjóstamyndatökuna færðu samt sem áður boð í nýja brjóstaskimun eftir 2 ár.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu