Ef þér finnst hallað á þinn hlut í heilbrigðiskerfinu á einn eða annan hátt til dæmis varðandi læknisþjónustu, lyfjagjöf, upplýsingaflæði eða annað sem tengist krabbameininu og meðferðinni, skaltu ekki hika við að láta í þér heyra.
Embætti Landlæknis tekur við öllum kvörtunum sjúklinga sem telja sig hafa verið beitta misrétti á einn eða annan hátt eða orðið fyrir læknamistökum svo dæmi sé tekið. Eyðublöð fyrir kvartanir er að finna inn á heimasíðu Landæknisembættisins.