Skip to main content

Sóley

Ég heiti Sóley og er 37 ára plötusnúður og vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni. Ég greindist síðasta vor með brjóstakrabbamein og er nú í hormónameðferð. Ég segi STUNDUM ÞARF AÐ MÆTA ERFIÐLEIKUM MEÐ BROSI TIL AÐ SIGRAST Á ÞEIM. Því þetta er eiginlega bara minn karakter – ég hugsaði hvað get ég gert til að gera þennan tíma skemmtilegan. Hugarfarið skiptir öllu máli. Ég mæli með því að fólk geri lista – setja bara niður allt skemmtilegt sem því dettur í hug sem því langar að koma í verk eða langar að gera. Og umvefja sig jákvæðu fólki – að gera skemmtilega hluti með skemmtilegu fólki því þá verður allt svo miklu auðveldara.

Deildu þinni reynslu og þinni mynd því krabbamein kemur öllum við eða deildu minni mynd og sögu #deilduþinnireynslu #krabbameinkemuröllumvið #lífiðernúna