Velkomin í klúbbinn sem enginn vill vera í
Markmiðið er fyrst og fremst að veita stuðning og bjóða fólk velkomið í klúbbinn sem enginn vill vera meðlimur í. Við hjá Krafti vitum að ungt fólk sem er að greinast finnst það oft vera eitt á báti og vantar upplýsingar, og þá sérstaklega upplýsingar um hluti sem tengjast ekki veikindunum beint, heldur daglegu lífi, eins og til dæmis viðbrögð við áföllum, spítalalífið, börnin, makann, vinnuna eða námið, réttindi og fjárhagsaðstoð.
Gjafapokinn er okkar gjöf sem startpakki inn í þennan nýja raunveruleika og til þess fallinn að hjálpa til við að svara einhverjum að þessum spurningum.
Hvað er í gjafapoka Krafts ?
- LífsKrafts bókin – Fokk ég er með krabbamein! – handhæg bók um allt það helsta sem viðkemur krabbameini. Bókin er sett upp sem uppflettirit og ætti að geta svarað flestum þeim spurningum sem fólk með krabbamein og aðstandendur hafa um krabbamein, meðferðir, spítalalífið, kynlíf, börnin, stuðning og margt, margt fleira.
- Kynningarbæklingar um starfsemi Krafts þar sem hægt er að kynna sér hvað Kraftur getur gert til að aðstoða í ferlinu.
- Tékklisti – hvað þú átt að spyrja lækninn að í fyrsta viðtali
- Bambus tannbursti
- Freyðitöflur frá Unbroken
- Minnisbók og penni til að skrifa niður hugsanir og spurningar
- „Lífið er núna“ armband
- „Lífið er núna“ húfa
- Ullarsokkar prjónaðir af hjartahlýjum sjálfboðaliðum
- Sóttvarnargríma, þriggja laga, með “lífið er núna”
- Sóttvarnargel
- Snyrtivörur frá Bláa Lóninu
- Storytel gjafabréf
Hvar fæ ég gjafapokann?
Þú ættir að fá gjafapokann afhentan í viðtali við hjúkrunarfræðing á krabbameinsdeildum Landsspítalans og á Akureyri. Einnig getur þú spurt á starfsfólk á þinni krabbameinsdeild og þau ættu að vera með gjafapoka fyrir þig.
Ef þú hefur ekki fengið gjafapoka getur þú spurt hjúkrunarfræðinginn þinn eða haft samband við okkur með tölvupósti á kraftur@kraftur.org eða í síma 866-9600 og við komum gjafapoka í þínar hendur.