Ein helsta fjáröflunarleið Krafts er sala perluarmbanda með áletruninni „Lífið er núna“. Armböndin eru eingöngu framleidd af sjálfboðaliðum sem leggja félaginu lið með því að bjóða fram krafta sína.

Perlað með Krafti er skemmtilegt verkefni fyrir vinnustaði, félagasamtök eða stærri hópa þar sem hópurinn getur komið saman og lagt góðu málefni lið í leiðinni með því að perla armböndin til styrktar félaginu.

Hvernig getur þitt fyrirtæki eða hópur tekið þátt?

Það getur verið misjafnt hver vöntunin á armbandaframleiðslu er hjá félaginu. Ýmist getur okkur vantað perluð armbönd eða jafnvel pökkun á tilbúnum armböndum. Það getur hitt svo á að engin vöntun er á aðstoð.

Við hjá Krafti erum afar þakklát fyrir þessa sjálfboðavinnu og tökum fagnandi á móti beiðnum um perlun armbanda frá hinum ýmsum hópum. Perlunin og pökkunin er auðveld og á færi flestra.

PERLAÐ MEÐ KRAFTI

Fulltrúar frá Krafti geta mætt á staðinn með efni í armböndin og leiðbeint þátttakendum á staðnum. Einnig geta fulltrúar frá Krafti haldið fræðslu og erindi um starfsemi félagsins svo þau viti mikilvægi þess af hverju þau eru kominn saman til að hjálpa.

Vegna umfangs óskum við eftir að lágmarksfjöldi þátttakenda sé 40 manns og gott er að hafa fyrirvarann nokkuð góðan, þar sem oft er uppbókað nokkrar vikur fram í tímann. Fyrir vinnustaði og hópa sem eru staðsettir út á landsbyggðinni þarf lágmarksfjöldi að vera 50 manns.

PERLAÐ SJÁLF

Hægt er halda perluviðburð án viðveru starfsmanna Krafts. Þá er efniviður, leiðbeiningar ofl afhent viðburðarhaldara og perluðum armböndum skilað að viðburði loknum.

Fyrir smærri hópa er einnig hægt að kaupa efnivið í ákveðinn fjölda armbanda sem þarf þá ekki að skila. Hver og einn getur þá átt sitt perlaða armband.
Hér er hægt að kaupa efnivið í perluarmbönd.

Geta okkar til þess að koma á staðinn er háð ýmsum þáttum og best er að hafa samband við okkur til þess að fá upplýsingar um möguleikann og stöðuna.

Best er að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið kraftur@kraftur.org. Frekari upplýsingar fást einnig í síma 866-9600.

Ert þú góð/ur í að hnýta?

Perlun og pökkun armbanda Krafts er á færi flestra en hnýting og frágangur perlaðra armbanda er það ekki.

Við erum ávallt í leit að fólki til þess að hjálpa okkur að hnýta og ganga frá armböndunum okkar. Þessir aðilar eru einnig mikilvægur liður í að yfirfara gæði armbandanna.

Þetta verkefni er sífellt í gangi og ávallt vöntun á snillingum sem kunna að hnýta.

Ef þú hefur áhuga og telur þig (eða þinn hóp) geta hnýtt armböndin okkar tökum við fagnandi í móti öllum fyrirspurnum á kraftur@kraftur.org eða í síma 866-9600.

SKAPAÐU STEMNINGU Á STAÐNUM

Hægt er að skapa enn meiri stemningu á staðnum með því að skreyta svæðið með fánaveifum, servíettum og fleiru.

Fyrir nánari upplýsingar sendu þá endilega póst á kraftur@kraftur.org.