Ein helsta fjáröflunarleið Krafts er sala perluarmbanda með áletruninni „Lífið er núna“. Armböndin eru eingöngu framleidd af sjálfboðaliðum sem leggja félaginu lið með því að bjóða fram krafta sína.
Perlað með Krafti er skemmtilegt verkefni fyrir vinnustaði, félagasamtök eða stærri hópa þar sem hópurinn getur komið saman og lagt góðu málefni lið í leiðinni með því að perla armböndin til styrktar félaginu.