Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Perlað af Krafti

Ein helsta fjáröflunarleið Krafts er sala perluarmbanda með áletruninni „Lífið er núna“. Armböndin eru eingöngu framleidd af sjálfboðaliðum sem leggja félaginu lið með því að bjóða fram krafta sína.

Perlað með Krafti er skemmtilegt verkefni fyrir vinnustaði, félagasamtök eða stærri hópa þar sem hópurinn getur komið saman og lagt góðu málefni lið í leiðinni með því að perla armböndin til styrktar félaginu. 

Perlað af Krafti

Fulltrúar frá Krafti geta mætt á staðinn með efni í armböndin og leiðbeint þátttakendum á staðnum. Einnig geta fulltrúar frá Krafti haldið fræðslu og erindi um starfsemi félagsins svo þau viti mikilvægi þess af hverju þau eru kominn saman til að hjálpa.

Hvernig getur þitt fyrirtæki eða hópur tekið þátt?

Við hjá Krafti erum afar þakklát fyrir þessa sjálfboðavinnu og tökum fagnandi á móti beiðnum um perlun armbanda frá hinum ýmsu hópum. Perlunin sjálf er auðveld og á færi flestra. Vegna umfangs óskum við eftir að lágmarksfjöldi þátttakenda sé 25 manns og fyrirvari sé a.m.k. 7 dagar eða meira; sérstaklega ef um mjög stóra hópa er að ræða. Fyrir vinnustaði og hópa sem eru staðsettir út á landsbyggðinni þarf lágmarksfjöldi að vera 50 manns.  Allt sem til þarf eru borð og stólar, góð lýsing, gleði og góð stemming.

Hægt er að óska eftir perlun og/eða fræðslu með því að smella á hnappinn hér að ofan eða senda póst á netfangið hrefna@kraftur.org.

Frekari upplýsingar fást einnig í síma 866-9698.

Lífið er núna!

Instagram#krafturcancer

© 2021 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS