Skrifstofa félagsins er opin alla mánudaga til föstudaga frá 9:00 til 16:00. Einnig er hægt að hafa samband í síma 866 9600 eða í síma 540 1945.
Skrifstofa félagsins er að Skógarhlíð 8 í húsnæði Krabbameinsfélags Íslands á jarðhæð hússins. Gengið er inn um aðalinngang á 1. hæð hússins.
Starfsemi Krafts felst í því:
- Að veita andlegan og félagslegan stuðning við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur.
- Að gæta hagsmuna félagsmanna og standa vörð um réttindi þeirra gagnvart opinberum aðilum.
- Að halda úti öflugu stuðningsneti þar sem áhersla er lögð á jafningjastuðning byggðan á persónlegri reynslu.
- Að veita félagsmönnum sálfræðiþjónustu.
- Að halda úti stuðningshópum
- Að halda úti vettvangi fyrir félagsmenn til að stunda hreyfingu og útivist meðal jafningja
- Að veita fjárhaglegan stuðning í gegnum Neyðarsjóðinn, Minningarsjóðinn og styrk til lyfjakaupa í samstarfi við Apótekarann.
- Að halda úti fræðslu í formi fyrirlestra, fræðsluvefs, bóka og bæklinga.
- Að halda reglulega viðburði á jafningjagrundvelli til að skapa góðar minningar og deila reynslu.