Skip to main content
Category

07 Aftur út í lífið

Eftir meðferðarlok upplifir fólk oft tómarúm og óvissu hvað muni gerast næst. Hver séu næstu skref. Nú er meðferð lokið og þú átt að fara aftur út í lífið. Því er oft haldið fram að þegar meðferð er lokið þá sértu „útskrifaður“ en það er annað ferli sem tekur við eftir meðferðarlok. Það tekur tíma fyrir þig að fóta þig aftur í lífinu og ná upp fyrri styrk og þreki. Þú getur jafnvel þurft að díla við ákveðnar afleiðingar veikindanna alla tíð.