Skip to main content
Category

03 Fólkið mitt

Alvarleg veikindi, eins og krabbamein, geta valdið miklu álagi og umróti í lífi sjúklings, fjölskyldu hans og ástvina. Hlutverkaskipan getur riðlast og þar af leiðandi fer í gang atburðarás breytinga. Einstaklingum gengur misvel að aðlagast. Stundum þróast mál þannig að það er ekki sjúklingnum sem líður verst andlega. Það getur allt eins verið makinn, barn, annar fjölskyldumeðlimur og/eða ástvinur.